Fyrstu kaflarnir kláraðir á einu ári á Dynjandisheiði Kristján Már Unnarsson skrifar 24. júlí 2020 07:06 Svona mun nýr vegarkafli um Pennusneiðing ofan Flókalundar líta út. Núverandi vegur sést neðar. Mynd/Vegagerðin. Vegagerðin hefur boðið út tvo fyrstu kaflana í endurnýjun vegarins um Dynjandisheiði, samtals um tíu kílómetra langa. Góð sátt virðist ríkja um þessa áfanga og er ekki vitað til þess að nein samtök eða stofnanir hafi lýst andstöðu við þær veglínur sem núna eru boðnar út. Kaflarnir eru annars vegar 5,7 kílómetra langur kafli við Þverdalsá, um Pennusneiðing ofan Flókalundar, og nær hann langleiðina að gatnamótum Bíldudalsvegar á heiðinni. Nýr vegur fyrir Meðalnes, milli Dynjandisvogs og Borgarfjarðar, verður lagður ofan við fjöruna. Núverandi vegur liggur uppi í hlíðinni.Mynd/Vegagerðin. Hins vegar 4,3 kílómetra kafli fyrir Meðalnes, milli Dynjandisvogs og Borgarfjarðar í Arnarfirði, en upphaf hans er við Mjólkárvirkjun. Sá kafli mun tengjast nýja veginum sem verið er að klára að Dýrafjarðargöngum. Vegurinn við Þverdalsá er að mestu leyti byggður í nýju vegstæði en að hluta til í núverandi vegstæði. Vegurinn fyrir Meðalnes er alfarið byggður í nýju vegstæði, að því er fram kemur í frétt á vef Vegagerðarinnar. Rauðu rammarnir á kortinu sýna hvar vegarkaflarnir tveir eru sem byrjað verður á.Kort/Vegagerðin. Tilboðsfrestur rennur út 18. ágúst næstkomandi og eiga báðir verkhlutar að klárast á aðeins einu ári. Útlögn efra lags klæðingar skal lokið 31. ágúst 2021. Verkinu skal að fullu lokið 30. september 2021. Samgöngur Umferðaröryggi Umhverfismál Skipulag Dýrafjarðargöng Teigsskógur Ísafjarðarbær Vesturbyggð Tengdar fréttir Segir vegabætur með styttingu leiðar valda auknum útblæstri Skipulagsstofnun hafnar þeim rökum Vegagerðarinnar í umhverfismati vegna Dynjandisheiðar að stytting leiðar með þverun Vatnsfjarðar muni draga úr útblæstri. Stofnunin telur þvert á móti að samgöngubætur muni fjölga ferðum og þar með leiða til aukins útblásturs. 9. júlí 2020 13:37 Vestfjarðavegur um Vatnsfjörð verði með lægri umferðarhraða Menn spyrja sig núna hvort ný Teigsskógardeila gæti verið í uppsiglingu þegar kemur að lagningu nýs vegar um Vatnsfjörð framhjá Flókalundi og upp með ánni Pennu vegna vegagerðar um Dynjandisheiði. 8. júlí 2020 21:59 Samþykkja ekki þjóðgarð við Dynjanda nema búið sé að tryggja veg og raforku Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur einróma ákveðið að fresta um óákveðinn tíma að afgreiða tillögu um að landsvæði í kringum fossinn Dynjanda verði friðlýst sem þjóðgarður. Bæjarfulltrúar vilja fyrst fá vegagerð og raforkuöryggi á Vestfjörðum. 8. júní 2020 23:06 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sjá meira
Vegagerðin hefur boðið út tvo fyrstu kaflana í endurnýjun vegarins um Dynjandisheiði, samtals um tíu kílómetra langa. Góð sátt virðist ríkja um þessa áfanga og er ekki vitað til þess að nein samtök eða stofnanir hafi lýst andstöðu við þær veglínur sem núna eru boðnar út. Kaflarnir eru annars vegar 5,7 kílómetra langur kafli við Þverdalsá, um Pennusneiðing ofan Flókalundar, og nær hann langleiðina að gatnamótum Bíldudalsvegar á heiðinni. Nýr vegur fyrir Meðalnes, milli Dynjandisvogs og Borgarfjarðar, verður lagður ofan við fjöruna. Núverandi vegur liggur uppi í hlíðinni.Mynd/Vegagerðin. Hins vegar 4,3 kílómetra kafli fyrir Meðalnes, milli Dynjandisvogs og Borgarfjarðar í Arnarfirði, en upphaf hans er við Mjólkárvirkjun. Sá kafli mun tengjast nýja veginum sem verið er að klára að Dýrafjarðargöngum. Vegurinn við Þverdalsá er að mestu leyti byggður í nýju vegstæði en að hluta til í núverandi vegstæði. Vegurinn fyrir Meðalnes er alfarið byggður í nýju vegstæði, að því er fram kemur í frétt á vef Vegagerðarinnar. Rauðu rammarnir á kortinu sýna hvar vegarkaflarnir tveir eru sem byrjað verður á.Kort/Vegagerðin. Tilboðsfrestur rennur út 18. ágúst næstkomandi og eiga báðir verkhlutar að klárast á aðeins einu ári. Útlögn efra lags klæðingar skal lokið 31. ágúst 2021. Verkinu skal að fullu lokið 30. september 2021.
Samgöngur Umferðaröryggi Umhverfismál Skipulag Dýrafjarðargöng Teigsskógur Ísafjarðarbær Vesturbyggð Tengdar fréttir Segir vegabætur með styttingu leiðar valda auknum útblæstri Skipulagsstofnun hafnar þeim rökum Vegagerðarinnar í umhverfismati vegna Dynjandisheiðar að stytting leiðar með þverun Vatnsfjarðar muni draga úr útblæstri. Stofnunin telur þvert á móti að samgöngubætur muni fjölga ferðum og þar með leiða til aukins útblásturs. 9. júlí 2020 13:37 Vestfjarðavegur um Vatnsfjörð verði með lægri umferðarhraða Menn spyrja sig núna hvort ný Teigsskógardeila gæti verið í uppsiglingu þegar kemur að lagningu nýs vegar um Vatnsfjörð framhjá Flókalundi og upp með ánni Pennu vegna vegagerðar um Dynjandisheiði. 8. júlí 2020 21:59 Samþykkja ekki þjóðgarð við Dynjanda nema búið sé að tryggja veg og raforku Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur einróma ákveðið að fresta um óákveðinn tíma að afgreiða tillögu um að landsvæði í kringum fossinn Dynjanda verði friðlýst sem þjóðgarður. Bæjarfulltrúar vilja fyrst fá vegagerð og raforkuöryggi á Vestfjörðum. 8. júní 2020 23:06 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sjá meira
Segir vegabætur með styttingu leiðar valda auknum útblæstri Skipulagsstofnun hafnar þeim rökum Vegagerðarinnar í umhverfismati vegna Dynjandisheiðar að stytting leiðar með þverun Vatnsfjarðar muni draga úr útblæstri. Stofnunin telur þvert á móti að samgöngubætur muni fjölga ferðum og þar með leiða til aukins útblásturs. 9. júlí 2020 13:37
Vestfjarðavegur um Vatnsfjörð verði með lægri umferðarhraða Menn spyrja sig núna hvort ný Teigsskógardeila gæti verið í uppsiglingu þegar kemur að lagningu nýs vegar um Vatnsfjörð framhjá Flókalundi og upp með ánni Pennu vegna vegagerðar um Dynjandisheiði. 8. júlí 2020 21:59
Samþykkja ekki þjóðgarð við Dynjanda nema búið sé að tryggja veg og raforku Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur einróma ákveðið að fresta um óákveðinn tíma að afgreiða tillögu um að landsvæði í kringum fossinn Dynjanda verði friðlýst sem þjóðgarður. Bæjarfulltrúar vilja fyrst fá vegagerð og raforkuöryggi á Vestfjörðum. 8. júní 2020 23:06