Kaupmáttur launa aldrei hærri Andri Eysteinsson skrifar 23. júlí 2020 19:56 Kaupmáttur launa hefur aldrei verið hærri en kemur líklega til með að dragast saman á næstunni að mati hagfræðings. Stjórnendur fyrirtækja gætu séð hag í því að segja upp kjarasamningum þar sem margar forsendur séu brostnar. Vinnuveitendur hafi þó sýnt að þeir vilji halda friðinn á vinnumarkaði. Verðbólga milli aprílmánaða 2019 og 2020 var 2,2% og hækkun launavísitölu 6,7% á sama tímabili. Aðalhagfræðingur Landsbankans segir að þetta geri það að verkum að kaupmáttaraukning hefur aldrei mælst hærri en í apríl. „Kaupmáttur hefur aldrei verið meiri heldur en þessa dagana. Hann tók stökk upp á við í apríl, bæði vegna kjarasamninga opinberra starfsmanna og almennra launahækkana á markaðnum vegna kjarasamninga. Þá tók kaupmátturinn gott stökk upp á við og hefur hangið þar síðan, segir Ari Skúlason, hagfræðingur hjá Landsbankanum. „Hann á auðvitað eftir að lækka þegar líður á árið þar sem við eigum ekki von á miklum launabreytingum fyrr en eftir áramót.“ Margar stéttir hafa undirritað kjarasamninga undanfarna mánuði og allt að ár aftur í tímann og kemur til endurskoðunar flestra þeirra í september. „Þetta eru samningar sem eru orðnir rúmlega árs gamlir. Það er eins og gerist oft, endurskoðun sem þarf að klárast fyrir ákveðinn tíma. Hún þarf að klárast fyrir lok september. Þá kemur í ljóst hvort þetta haldi áfram eða verði sagt upp,“ sagði Ari. Hann segir að minnkandi eftirspurn vegna kórónuveirufaraldursins geti hins vegar haft áhrif á afstöðu atvinnurekenda til kjarasamningana. „Upp að janúar á næsta ári þegar að breytingarnar verða álíka miklar og var í apríl á þessu ári. Einhverjir munu koma til með að hugsa í þá áttina, það er ekkert hægt að útiloka það. Yfirleitt er það nú þannig að atvinnurekendur á Íslandi gefa yfirleitt mikið fyrir að hafa frið á markaðnum,“ sagði Ari Skúlason hagfræðingur. Markaðir Efnahagsmál Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira
Kaupmáttur launa hefur aldrei verið hærri en kemur líklega til með að dragast saman á næstunni að mati hagfræðings. Stjórnendur fyrirtækja gætu séð hag í því að segja upp kjarasamningum þar sem margar forsendur séu brostnar. Vinnuveitendur hafi þó sýnt að þeir vilji halda friðinn á vinnumarkaði. Verðbólga milli aprílmánaða 2019 og 2020 var 2,2% og hækkun launavísitölu 6,7% á sama tímabili. Aðalhagfræðingur Landsbankans segir að þetta geri það að verkum að kaupmáttaraukning hefur aldrei mælst hærri en í apríl. „Kaupmáttur hefur aldrei verið meiri heldur en þessa dagana. Hann tók stökk upp á við í apríl, bæði vegna kjarasamninga opinberra starfsmanna og almennra launahækkana á markaðnum vegna kjarasamninga. Þá tók kaupmátturinn gott stökk upp á við og hefur hangið þar síðan, segir Ari Skúlason, hagfræðingur hjá Landsbankanum. „Hann á auðvitað eftir að lækka þegar líður á árið þar sem við eigum ekki von á miklum launabreytingum fyrr en eftir áramót.“ Margar stéttir hafa undirritað kjarasamninga undanfarna mánuði og allt að ár aftur í tímann og kemur til endurskoðunar flestra þeirra í september. „Þetta eru samningar sem eru orðnir rúmlega árs gamlir. Það er eins og gerist oft, endurskoðun sem þarf að klárast fyrir ákveðinn tíma. Hún þarf að klárast fyrir lok september. Þá kemur í ljóst hvort þetta haldi áfram eða verði sagt upp,“ sagði Ari. Hann segir að minnkandi eftirspurn vegna kórónuveirufaraldursins geti hins vegar haft áhrif á afstöðu atvinnurekenda til kjarasamningana. „Upp að janúar á næsta ári þegar að breytingarnar verða álíka miklar og var í apríl á þessu ári. Einhverjir munu koma til með að hugsa í þá áttina, það er ekkert hægt að útiloka það. Yfirleitt er það nú þannig að atvinnurekendur á Íslandi gefa yfirleitt mikið fyrir að hafa frið á markaðnum,“ sagði Ari Skúlason hagfræðingur.
Markaðir Efnahagsmál Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira