Kaupmáttur launa aldrei hærri Andri Eysteinsson skrifar 23. júlí 2020 19:56 Kaupmáttur launa hefur aldrei verið hærri en kemur líklega til með að dragast saman á næstunni að mati hagfræðings. Stjórnendur fyrirtækja gætu séð hag í því að segja upp kjarasamningum þar sem margar forsendur séu brostnar. Vinnuveitendur hafi þó sýnt að þeir vilji halda friðinn á vinnumarkaði. Verðbólga milli aprílmánaða 2019 og 2020 var 2,2% og hækkun launavísitölu 6,7% á sama tímabili. Aðalhagfræðingur Landsbankans segir að þetta geri það að verkum að kaupmáttaraukning hefur aldrei mælst hærri en í apríl. „Kaupmáttur hefur aldrei verið meiri heldur en þessa dagana. Hann tók stökk upp á við í apríl, bæði vegna kjarasamninga opinberra starfsmanna og almennra launahækkana á markaðnum vegna kjarasamninga. Þá tók kaupmátturinn gott stökk upp á við og hefur hangið þar síðan, segir Ari Skúlason, hagfræðingur hjá Landsbankanum. „Hann á auðvitað eftir að lækka þegar líður á árið þar sem við eigum ekki von á miklum launabreytingum fyrr en eftir áramót.“ Margar stéttir hafa undirritað kjarasamninga undanfarna mánuði og allt að ár aftur í tímann og kemur til endurskoðunar flestra þeirra í september. „Þetta eru samningar sem eru orðnir rúmlega árs gamlir. Það er eins og gerist oft, endurskoðun sem þarf að klárast fyrir ákveðinn tíma. Hún þarf að klárast fyrir lok september. Þá kemur í ljóst hvort þetta haldi áfram eða verði sagt upp,“ sagði Ari. Hann segir að minnkandi eftirspurn vegna kórónuveirufaraldursins geti hins vegar haft áhrif á afstöðu atvinnurekenda til kjarasamningana. „Upp að janúar á næsta ári þegar að breytingarnar verða álíka miklar og var í apríl á þessu ári. Einhverjir munu koma til með að hugsa í þá áttina, það er ekkert hægt að útiloka það. Yfirleitt er það nú þannig að atvinnurekendur á Íslandi gefa yfirleitt mikið fyrir að hafa frið á markaðnum,“ sagði Ari Skúlason hagfræðingur. Markaðir Efnahagsmál Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Sjá meira
Kaupmáttur launa hefur aldrei verið hærri en kemur líklega til með að dragast saman á næstunni að mati hagfræðings. Stjórnendur fyrirtækja gætu séð hag í því að segja upp kjarasamningum þar sem margar forsendur séu brostnar. Vinnuveitendur hafi þó sýnt að þeir vilji halda friðinn á vinnumarkaði. Verðbólga milli aprílmánaða 2019 og 2020 var 2,2% og hækkun launavísitölu 6,7% á sama tímabili. Aðalhagfræðingur Landsbankans segir að þetta geri það að verkum að kaupmáttaraukning hefur aldrei mælst hærri en í apríl. „Kaupmáttur hefur aldrei verið meiri heldur en þessa dagana. Hann tók stökk upp á við í apríl, bæði vegna kjarasamninga opinberra starfsmanna og almennra launahækkana á markaðnum vegna kjarasamninga. Þá tók kaupmátturinn gott stökk upp á við og hefur hangið þar síðan, segir Ari Skúlason, hagfræðingur hjá Landsbankanum. „Hann á auðvitað eftir að lækka þegar líður á árið þar sem við eigum ekki von á miklum launabreytingum fyrr en eftir áramót.“ Margar stéttir hafa undirritað kjarasamninga undanfarna mánuði og allt að ár aftur í tímann og kemur til endurskoðunar flestra þeirra í september. „Þetta eru samningar sem eru orðnir rúmlega árs gamlir. Það er eins og gerist oft, endurskoðun sem þarf að klárast fyrir ákveðinn tíma. Hún þarf að klárast fyrir lok september. Þá kemur í ljóst hvort þetta haldi áfram eða verði sagt upp,“ sagði Ari. Hann segir að minnkandi eftirspurn vegna kórónuveirufaraldursins geti hins vegar haft áhrif á afstöðu atvinnurekenda til kjarasamningana. „Upp að janúar á næsta ári þegar að breytingarnar verða álíka miklar og var í apríl á þessu ári. Einhverjir munu koma til með að hugsa í þá áttina, það er ekkert hægt að útiloka það. Yfirleitt er það nú þannig að atvinnurekendur á Íslandi gefa yfirleitt mikið fyrir að hafa frið á markaðnum,“ sagði Ari Skúlason hagfræðingur.
Markaðir Efnahagsmál Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Sjá meira