Körfuknattleiksmaðurinn Stanley Robinson, fyrrverandi leikmaður Keflavíkur, er látinn, 32 ára að aldri.
Robinson varð 32 ára í síðustu viku. Móðir hans kom að honum látnum á heimili hans í Birmingham í Alabama. Dánarorsök er ókunn en í bandarískum miðlum er haft eftir lögreglu að ekkert bendi til þess að dauða Robinson hafi borið að með saknæmum hætti.
The UConn Basketball family grieves the loss of a great player and an even greater person, Stanley Sticks Robinson. Our thoughts and prayers are with Stanley s family at this difficult time
— UConn Men's Basketball (@UConnMBB) July 22, 2020
Rest In Peace, Sticks. pic.twitter.com/ihm5z0h1OK
Robinson var stjörnuleikmaður í liði UConn Huskies í bandaríska háskólakörfuboltanum, vann 90 leiki með liðinu á árunum 2006-2010 og komst með því í Final Four árið 2009. „Hann er klárlega einn besti íþróttamaður sem ég hef þjálfað. Hann var ekki bara dáður af liðsfélögum sínum því allri sem hittu „Sticks“ [gælunafn Robinson] kunnu vel við hann. Hann verður alltaf Husky,“ sagði Jim Calhoun sem þjálfaði Robinson í háskólaboltanum.
Eftir útskrift var Robinson valinn af Orlando Magic í nýliðavali NBA-deildarinnar en félagið skipti honum svo út og eftir það lék Robinson meðal annars í Úrúgvæ, Síle og á Íslandi. Hann kom til Keflavíkur haustið 2017 og lék fimm leiki, undir stjórn Friðriks Inga Rúnarssonar, en yfirgaf svo félagið um áramótin.