De Bruyne og Sterling bættu eigin met Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. júlí 2020 19:30 Þessir hafa átt ágætis tímabil. EPA/GERRY PENNY Manchester City mætti Watford í fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Til að gera langa sögu stutta þá vann City öruggan 4-0 sigur og Watford eru enn í bullandi fallbaráttu. Sterling skoraði fyrstu tvö mörk leiksins og var tekin af velli áður en hann náði að fullkomna þrennu sína þó svo að hann hafi fengið tækifæri til þess. Með mörkunum er Sterling kominn upp í 19 mörk í deildinni á leiktíðinni. Hinn 25 ára gamli Sterling hefur aldrei skorað jafn mörg mörk á einu og sama tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni. Á síðustu leiktíð skoraði kantmaðurinn öflugi 17 mörk í deildinni og þar áður náði hann að koma knettinum 18 sinnum í net andstæðinganna. Hann er nú kominn upp í 19 mörk og gæti vel farið yfir 20 marka múrinn þar sem Manchester City mætir nú þegar föllnu liði Norwich City í síðustu umferð deildarinnar um næstu helgi. 19 goals.Raheem Sterling's best-ever scoring season in the Premier League yet pic.twitter.com/AU97NPCB7T— B/R Football (@brfootball) July 21, 2020 Sterling var ekki eini maðurinn sem sló persónulegt met í leiknum en Kevin De Bruyne lagði upp sitt nítjánda mark á tímabilinu þegar hann átti aukaspyrnu fyrir mark Watford á 66. mínútu. Þar mætti Aymeric Laporte og stangaði knöttinn í netið. De Bruyne lagði upp 18 mörk tímabilið 2016 til 2017 og ári síðar lagði hann upp 16 mörk. Hann var mikið frá vegna meiðsla á síðustu leiktíð en hefur heldur betur bætt upp fyrir það í vetur - og sumar. KDB grabs his 19th assist of the Premier League season, his own personal best pic.twitter.com/7Ken1kSOKN— B/R Football (@brfootball) July 21, 2020 Manchester City mun enda í 2. sæti deildarinnar og þó það séu vonbrigði þá er liðið marka-hæsta lið Evrópu með 97 mörk í ensku úrvalsdeildinni. Þeir þurfa því þrjú mörk gegn Norwich til að ná 100 mörkum í deildinni. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Manchester City átti ekki í neinum vandræðum með Watford Manchester City vann einstaklega þægilegan 4-0 sigur á Watford í fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. 21. júlí 2020 18:50 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Fleiri fréttir Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Í beinni: Ipswich Town - Manchester City | Meistararnir heimsækja nýliðana Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Sjá meira
Manchester City mætti Watford í fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Til að gera langa sögu stutta þá vann City öruggan 4-0 sigur og Watford eru enn í bullandi fallbaráttu. Sterling skoraði fyrstu tvö mörk leiksins og var tekin af velli áður en hann náði að fullkomna þrennu sína þó svo að hann hafi fengið tækifæri til þess. Með mörkunum er Sterling kominn upp í 19 mörk í deildinni á leiktíðinni. Hinn 25 ára gamli Sterling hefur aldrei skorað jafn mörg mörk á einu og sama tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni. Á síðustu leiktíð skoraði kantmaðurinn öflugi 17 mörk í deildinni og þar áður náði hann að koma knettinum 18 sinnum í net andstæðinganna. Hann er nú kominn upp í 19 mörk og gæti vel farið yfir 20 marka múrinn þar sem Manchester City mætir nú þegar föllnu liði Norwich City í síðustu umferð deildarinnar um næstu helgi. 19 goals.Raheem Sterling's best-ever scoring season in the Premier League yet pic.twitter.com/AU97NPCB7T— B/R Football (@brfootball) July 21, 2020 Sterling var ekki eini maðurinn sem sló persónulegt met í leiknum en Kevin De Bruyne lagði upp sitt nítjánda mark á tímabilinu þegar hann átti aukaspyrnu fyrir mark Watford á 66. mínútu. Þar mætti Aymeric Laporte og stangaði knöttinn í netið. De Bruyne lagði upp 18 mörk tímabilið 2016 til 2017 og ári síðar lagði hann upp 16 mörk. Hann var mikið frá vegna meiðsla á síðustu leiktíð en hefur heldur betur bætt upp fyrir það í vetur - og sumar. KDB grabs his 19th assist of the Premier League season, his own personal best pic.twitter.com/7Ken1kSOKN— B/R Football (@brfootball) July 21, 2020 Manchester City mun enda í 2. sæti deildarinnar og þó það séu vonbrigði þá er liðið marka-hæsta lið Evrópu með 97 mörk í ensku úrvalsdeildinni. Þeir þurfa því þrjú mörk gegn Norwich til að ná 100 mörkum í deildinni.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Manchester City átti ekki í neinum vandræðum með Watford Manchester City vann einstaklega þægilegan 4-0 sigur á Watford í fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. 21. júlí 2020 18:50 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Fleiri fréttir Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Í beinni: Ipswich Town - Manchester City | Meistararnir heimsækja nýliðana Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Sjá meira
Manchester City átti ekki í neinum vandræðum með Watford Manchester City vann einstaklega þægilegan 4-0 sigur á Watford í fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. 21. júlí 2020 18:50