Endrick kom inn á sem varamaður fyrir Kylian Mbappé og skoraði tvívegis í framlengingunni í 5-2 sigri á Celta Vigo.
Hinn átján ára gamli Brasilíumaður byrjaði tímabilið vel, skoraði bæði í spænsku deildinni og Meistaradeildinni, en hafði síðan ekki skorað síðan 17. september. Hann hefur líka aðeins fengið að spila 83 mínútur samanlagt í spænsku deildinni á leiktíðinni.
„Ég legg mikla vinnu á mig á hverjum degi,“ sagði Endrick við Real Madrid TV.
„Ég tileinka þessi tvö mörk honum Antonio Rüdiger. Hann veit hvað hann gerir fyrir mig á hverjum degi,“ sagði Endrick.
„Hann hrósar mér aldrei og það er bara gott mál. Hann segir mér hvað ég á að gera, að halda áfram að hlaupa og halda áfram að berjast fyrir mínu,“ sagði Endrick.
„Á æfingunni í gær þá lét hann mig hafa fyrir hlutunum. Ég hugsað um það þegar ég kom heim. Hann er frábær manneskja og þessi mörk eru fyrir hann,“ sagði Endrick.
„Fyrra markið var mjög mikilvægt fyrir mig. Þetta er mín vinna. Ég þarf að standa mig fyrir mitt félag og skora mörk. Að skora mark fyrir Real, fyrir þessa stuðningsmenn, fyrir liðsfélagana, starfsmennina og alla. Því fylgir góð tilfinning. Ég klúraði færum í síðasta bikarleik en í dag fékk ég tvö færi og nýtti þau bæði,“ sagði Endrick.