Segja Kínverja hafa reynt að stela rannsóknum á bóluefni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. júlí 2020 18:38 Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur ákært tvo kínverska karlmenn, þá Li Xiaoyu og Dong Jiazhi, fyrir að reyna að brjótast inn í tölvukerfi bandarískra fyrirtækja sem unnið hafa að bóluefni við kórónuveirunni sem veldur sjúkdómnum Covid-19. Ráðuneytið telur þá meðal annars hafa unnið fyrir kínversk stjórnvöld. Samkvæmt ákærunni, sem spannar 11 ákæruliði, hófust tilraunir tvíeykisins til þess að brjótast inn í tölvukerfi fjölda tækni-, lyfja og varnarmálafyrirtækja fyrir meira en áratug síðan. Eins kemur þar fram að þeim hafi tekist að stela miklu magni gagna frá Bandaríkjunum, en einnig frá Ástralíu, Belgíu, Þýskalandi, Japan, Litáen, Hollandi, Spáni, Suður-Kóreu, Svíþjóð og Bretlandi. „Í að minnsta kosti eitt skipti reyndu hakkararnir að kúga rafmynt út úr fórnarlambi sínu, með því að hóta að birta frumkóða á hugverki viðkomandi á netinu. Mun nýlegar reyndu hinir ákærðu að finna veikleika á tölvukerfum fyrirtækja sem vinna að bóluefni gegn Covid-19, tækni við prófun og meðferð við sjúkdómnum,“ segir í yfirlýsingu dómsmálaráðuneytisins um málið. Gögn tengd bóluefninu eru þó ekki meðal þeirra gagna sem mennirnir eru taldir hafa komist yfir. Þá telur ráðuneytið að mennirnir hafi unnið fyrir leyniþjónustu Kínverja, og veitt henni upplýsingar. Mennirnir tveir eru ekki staddir í Bandaríkjunum og því ekki í haldi yfirvalda. Það var þó mat alríkissaksóknara að ólíklegt væri að mennirnir kæmu til með að stíga á Bandaríska grundu á næstunni. Því hafi dómsmálaráðuneytið tekið ákvörðun um að gefa ákæruna út opinberlega, í tilraun til þess að hún geti verið öðrum víti til varnaðar, frekar en að bíða þess að mennirnir kæmu til Bandaríkjanna. Bandaríkin Kína Tölvuárásir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Fleiri fréttir Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Sjá meira
Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur ákært tvo kínverska karlmenn, þá Li Xiaoyu og Dong Jiazhi, fyrir að reyna að brjótast inn í tölvukerfi bandarískra fyrirtækja sem unnið hafa að bóluefni við kórónuveirunni sem veldur sjúkdómnum Covid-19. Ráðuneytið telur þá meðal annars hafa unnið fyrir kínversk stjórnvöld. Samkvæmt ákærunni, sem spannar 11 ákæruliði, hófust tilraunir tvíeykisins til þess að brjótast inn í tölvukerfi fjölda tækni-, lyfja og varnarmálafyrirtækja fyrir meira en áratug síðan. Eins kemur þar fram að þeim hafi tekist að stela miklu magni gagna frá Bandaríkjunum, en einnig frá Ástralíu, Belgíu, Þýskalandi, Japan, Litáen, Hollandi, Spáni, Suður-Kóreu, Svíþjóð og Bretlandi. „Í að minnsta kosti eitt skipti reyndu hakkararnir að kúga rafmynt út úr fórnarlambi sínu, með því að hóta að birta frumkóða á hugverki viðkomandi á netinu. Mun nýlegar reyndu hinir ákærðu að finna veikleika á tölvukerfum fyrirtækja sem vinna að bóluefni gegn Covid-19, tækni við prófun og meðferð við sjúkdómnum,“ segir í yfirlýsingu dómsmálaráðuneytisins um málið. Gögn tengd bóluefninu eru þó ekki meðal þeirra gagna sem mennirnir eru taldir hafa komist yfir. Þá telur ráðuneytið að mennirnir hafi unnið fyrir leyniþjónustu Kínverja, og veitt henni upplýsingar. Mennirnir tveir eru ekki staddir í Bandaríkjunum og því ekki í haldi yfirvalda. Það var þó mat alríkissaksóknara að ólíklegt væri að mennirnir kæmu til með að stíga á Bandaríska grundu á næstunni. Því hafi dómsmálaráðuneytið tekið ákvörðun um að gefa ákæruna út opinberlega, í tilraun til þess að hún geti verið öðrum víti til varnaðar, frekar en að bíða þess að mennirnir kæmu til Bandaríkjanna.
Bandaríkin Kína Tölvuárásir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Fleiri fréttir Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Sjá meira