Afkastageta fimmtánfaldast með nýjum verkferlum Andri Eysteinsson skrifar 21. júlí 2020 14:33 Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans lagði áherslu á að þjóðin sýndi þolgæði eða þrautseigju á komandi misserum. Lögreglan Afkastageta Sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans í greiningu kórónuveirusmita úr sýnum hefur fimmtán faldast að mati starfsfólks og mun aukast enn á næstu vikum og mánuðum að sögn Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans. Páll var einn þeirra sem stóðu fyrir svörum á upplýsingafundi Almannavarna vegna kórónuveirufaraldursins sem haldinn var í dag. Páll segir að allt hafi þetta tekist af tilstilli frábærs starfsfólks bæði Landspítala og Íslenskrar erfðagreiningar sem áður sinnti skimun á landamærunum. Landspítalinn hefur nú tekið við skimun á landamærunum og frá og með síðasta sunnudegi fer öll vinnsla fram í húsnæði Sýkla- og veirufræðideildarinnar við Ármúla. Páll sagði að yfir 2000 sýni hefðu verið meðhöndluð í gær og gekk að hans sögn allt vel fyrir sig. „Sú aðferð að keyra saman fimm skimunarsýni reynist vel og nýtir betur tæki og hvarfefni en kallar á móti á flóknari ferla,“ sagði Páll. Forstjórinn segir að sérhannað tölvukerfi Íslenskrar erfðagreiningar sem haldi utan um sýni hafi verið aðlagað aðstæðum á veirufræðideildar og kann hann starfsfólki ÍE miklar þakkir. Páll sagði að eftir að ljóst yrði að spítalinn myndi taka við landamæraskimun hafi allir farið upp á dekk við að tryggja það að spítalinn gæti tekið við verkefninu krefjandi og flókna sem bar brátt að. „Bókstaflega var lögð nótt við nýtan dag,“ sagði Páll sem sagði að tryggja hefði þurft mannskap, breytingar á húsnæði en það flóknasta hafi verið að setja upp og búa til nýja verkferla. Þetta hafi allt tekist. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjá meira
Afkastageta Sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans í greiningu kórónuveirusmita úr sýnum hefur fimmtán faldast að mati starfsfólks og mun aukast enn á næstu vikum og mánuðum að sögn Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans. Páll var einn þeirra sem stóðu fyrir svörum á upplýsingafundi Almannavarna vegna kórónuveirufaraldursins sem haldinn var í dag. Páll segir að allt hafi þetta tekist af tilstilli frábærs starfsfólks bæði Landspítala og Íslenskrar erfðagreiningar sem áður sinnti skimun á landamærunum. Landspítalinn hefur nú tekið við skimun á landamærunum og frá og með síðasta sunnudegi fer öll vinnsla fram í húsnæði Sýkla- og veirufræðideildarinnar við Ármúla. Páll sagði að yfir 2000 sýni hefðu verið meðhöndluð í gær og gekk að hans sögn allt vel fyrir sig. „Sú aðferð að keyra saman fimm skimunarsýni reynist vel og nýtir betur tæki og hvarfefni en kallar á móti á flóknari ferla,“ sagði Páll. Forstjórinn segir að sérhannað tölvukerfi Íslenskrar erfðagreiningar sem haldi utan um sýni hafi verið aðlagað aðstæðum á veirufræðideildar og kann hann starfsfólki ÍE miklar þakkir. Páll sagði að eftir að ljóst yrði að spítalinn myndi taka við landamæraskimun hafi allir farið upp á dekk við að tryggja það að spítalinn gæti tekið við verkefninu krefjandi og flókna sem bar brátt að. „Bókstaflega var lögð nótt við nýtan dag,“ sagði Páll sem sagði að tryggja hefði þurft mannskap, breytingar á húsnæði en það flóknasta hafi verið að setja upp og búa til nýja verkferla. Þetta hafi allt tekist.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjá meira