Jarðskjálftar virðast ekki tengjast kvikuhreyfingum Kristján Már Unnarsson skrifar 20. júlí 2020 22:41 Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur í viðtali við Stöð 2 í Öskju í dag, jarðvísindahúsi Háskóla Íslands. Stöð 2/Einar Árnason. Skjálftarnir í Fagradalsfjalli síðasta sólarhring eru dæmigerðir fyrir jarðskjálftavirkni Reykjanesskagans en ekki merki um kvikuhreyfingar, að sögn Páls Einarssonar jarðeðlisfræðings. Það verði þó áfram að halda þeim möguleika opnum að umbrotahrinan endi með eldgosi. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Hálft ár er frá því almannavarnir héldu fund með íbúum Grindavíkur þegar lýst var yfir óvissustigi vegna kvikusöfnuar við fjallið Þorbjörn. Þegar íbúar hrökkva svo upp við jarðskjálfta hvað eftir annað spyrja eflaust margir hvort eldgos sé að brjótast út. „Nei, eðli þessarar skjálftavirkni sem við sáum í gærkvöldi, í nótt og í morgun.. – hún er ekkert sérstaklega kvikuleg að sjá. Þetta er eiginlega bara mjög dæmigerð jarðskjálftavirkni fyrir Reykjanesskagann,“ segir Páll. Skjálftarnir núna eru einkum við Fagradalsfjall en Páll segir þetta framhald atburðarrásar sem hófst þar í desember og hefur teygst vestur fyrir Reykjanestá. „Þetta eru flekaskilin sem þarna eru að hreyfast. En það sem er nýtt í þessu er í fyrsta lagi það hvað þetta er búið að standa lengi, í raun og veru, virknin. Og svo er staðfest að það fylgir þessu núna kvikuhreyfing. Og það höfum við ekki séð áður í sambandi við skjálftahrinur á Reykjanesi.“ Kvikusöfnun hafi þó að mestu verið bundin við svæðið vestan við Þorbjörn, þar hafi land risið um tólf sentímetra. Páll segir ekkert benda til að kvikan þar hafi farið á hreyfingu og telur hann ekki líklegt að gos sé á næsta leyti. „En við þurfum að halda öllum möguleikum opnum. Og einn af þeim er vissulega að þarna brjótist út eldvirkni á yfirborði og hraunrennsli,“ segir Páll Einarsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Almannavarnir Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Skjálftarnir í Fagradalsfjalli síðasta sólarhring eru dæmigerðir fyrir jarðskjálftavirkni Reykjanesskagans en ekki merki um kvikuhreyfingar, að sögn Páls Einarssonar jarðeðlisfræðings. Það verði þó áfram að halda þeim möguleika opnum að umbrotahrinan endi með eldgosi. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Hálft ár er frá því almannavarnir héldu fund með íbúum Grindavíkur þegar lýst var yfir óvissustigi vegna kvikusöfnuar við fjallið Þorbjörn. Þegar íbúar hrökkva svo upp við jarðskjálfta hvað eftir annað spyrja eflaust margir hvort eldgos sé að brjótast út. „Nei, eðli þessarar skjálftavirkni sem við sáum í gærkvöldi, í nótt og í morgun.. – hún er ekkert sérstaklega kvikuleg að sjá. Þetta er eiginlega bara mjög dæmigerð jarðskjálftavirkni fyrir Reykjanesskagann,“ segir Páll. Skjálftarnir núna eru einkum við Fagradalsfjall en Páll segir þetta framhald atburðarrásar sem hófst þar í desember og hefur teygst vestur fyrir Reykjanestá. „Þetta eru flekaskilin sem þarna eru að hreyfast. En það sem er nýtt í þessu er í fyrsta lagi það hvað þetta er búið að standa lengi, í raun og veru, virknin. Og svo er staðfest að það fylgir þessu núna kvikuhreyfing. Og það höfum við ekki séð áður í sambandi við skjálftahrinur á Reykjanesi.“ Kvikusöfnun hafi þó að mestu verið bundin við svæðið vestan við Þorbjörn, þar hafi land risið um tólf sentímetra. Páll segir ekkert benda til að kvikan þar hafi farið á hreyfingu og telur hann ekki líklegt að gos sé á næsta leyti. „En við þurfum að halda öllum möguleikum opnum. Og einn af þeim er vissulega að þarna brjótist út eldvirkni á yfirborði og hraunrennsli,“ segir Páll Einarsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Almannavarnir Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira