Nánar verði fylgst með svæðinu í kjölfar jarðskjálftahrinu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. júlí 2020 17:59 Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar. Mynd/Grindavíkurbær Fundi almannavarnanefndar Grindavíkur lauk fyrr í dag. Þar var farið yfir jarðskjálftahrinu sem riðið hefur yfir á Reykjanesskaga. Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar segir að fylgst verði nánar með svæðinu við Fagradalsfjall í kjölfar jarðskjálftahrinunar. Skjálfti af stærðinni 5 varð við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga upp úr klukkan hálf tólf í gærkvöldi, en margir minni eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið, bæði í nótt og í morgun. Að sögn Fannars Jónassonar, bæjarstjóra Grindavíkurbæjar, var meginefni fundarins að fá sérfræðing frá Veðurstofunni til að fara yfir stöðuna, það sem hefur verið að gerast og hvers megi vænta í framhaldinu. „Þetta var upplýsandi fundur. Ég held það megi segja að grunnlínan í þessu sé sú að þarna séu flekaskil að hrökkva til eða rekast saman, eins og gerist stöðugt á Reykjanesinu eða annars staðar þar sem þessir stóru flekar mætast. Það eru í sjálfu sér ekki slæm tíðindi miðað við það að þá fylgir þessu ekki kvikuinnskot eða vísbendingar um gosóróa. Engu að síður er þetta dálítið óþægilegt og heldur öflugir skjálftar sem fylgja þessu,“ segir Fannar í samtali við fréttastofu. Hyggja á nánari mælingar Hann segir að þó mælingar sérfræðinga bendi ekki til þess að skjálftarnir geti verið fyrirboðar um eldsumbrot á svæðinu standi til að fylgjast nánar með jarðhræringum á svæðinu í kringum Fagradalsfjall. „Þessir jarðskjálftar hafa verið að færast austar en síðustu mánuði. Þeir voru þarna í kring um fjallið Þorbjörn og eru komnir austar. Nú stendur til að efla mælingar á þessu svæði og fara að nýta líka GPS-tækni frá gervihnöttum til að kanna hvort það geti verið landris í tengslum við þetta,“ segir Fannar og bætir við að niðurstaðna úr þeim mælingum megi vænta á næstu dögum. Hann segir jafnframt að Veðurstofan fylgist vel með gangi mála, og sé í viðbragðsstöðu, kunni eitthvað ískyggilegt að eiga sér stað. Þá verði strax haft samband við viðeigandi viðbragðsaðila. Fólk almennt tiltölulega rólegt Aðspurður um skoðanir fólks á svæðinu og líðan vegna skjálftanna segir Fannar að viðbrögð fólks séu mismunandi. „Það þarf ekki að koma á óvart að það séu áframhaldandi skjálftar en engu að síður bregður mönnum við. Það er misjafnt hvernig fólk tekur þessu, sumir eru sallarólegir en öðrum líður ekki vel.“ Þó segir Fannar að almennt virðist fólk á svæðinu taka málunum með ró. „Þetta er ekki kjörstaða, en svona er þetta.“ Þá hvetur Fannar fólk á svæðinu til þess að fara inn á heimasíður Veðurstofunnar og Almannavarna og kynna sér jarðskjálfta og viðeigandi viðbrögð við þeim. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Tengdar fréttir Grindvíkingar halda ró sinni í hættuástandi Hundruð tilkynninga um jarðskjálfta við Grindavík hafa borist Veðurstofu Íslands, sá öflugasti var af stærðinni 5. 20. júlí 2020 15:00 400 tilkynningar vegna skjálftanna í morgun Um 1.400 jarðskjálftar hafa mælst á Reykjanesi síðasta sólarhring og þar af um sjö hundruð eftir miðnætti. 20. júlí 2020 06:27 „Þessi var klárlega einn af þeim stærri“ Íbúi í Grindavík fann vel fyrir skjálftanum 20. júlí 2020 00:32 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Fleiri fréttir Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Sjá meira
Fundi almannavarnanefndar Grindavíkur lauk fyrr í dag. Þar var farið yfir jarðskjálftahrinu sem riðið hefur yfir á Reykjanesskaga. Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar segir að fylgst verði nánar með svæðinu við Fagradalsfjall í kjölfar jarðskjálftahrinunar. Skjálfti af stærðinni 5 varð við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga upp úr klukkan hálf tólf í gærkvöldi, en margir minni eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið, bæði í nótt og í morgun. Að sögn Fannars Jónassonar, bæjarstjóra Grindavíkurbæjar, var meginefni fundarins að fá sérfræðing frá Veðurstofunni til að fara yfir stöðuna, það sem hefur verið að gerast og hvers megi vænta í framhaldinu. „Þetta var upplýsandi fundur. Ég held það megi segja að grunnlínan í þessu sé sú að þarna séu flekaskil að hrökkva til eða rekast saman, eins og gerist stöðugt á Reykjanesinu eða annars staðar þar sem þessir stóru flekar mætast. Það eru í sjálfu sér ekki slæm tíðindi miðað við það að þá fylgir þessu ekki kvikuinnskot eða vísbendingar um gosóróa. Engu að síður er þetta dálítið óþægilegt og heldur öflugir skjálftar sem fylgja þessu,“ segir Fannar í samtali við fréttastofu. Hyggja á nánari mælingar Hann segir að þó mælingar sérfræðinga bendi ekki til þess að skjálftarnir geti verið fyrirboðar um eldsumbrot á svæðinu standi til að fylgjast nánar með jarðhræringum á svæðinu í kringum Fagradalsfjall. „Þessir jarðskjálftar hafa verið að færast austar en síðustu mánuði. Þeir voru þarna í kring um fjallið Þorbjörn og eru komnir austar. Nú stendur til að efla mælingar á þessu svæði og fara að nýta líka GPS-tækni frá gervihnöttum til að kanna hvort það geti verið landris í tengslum við þetta,“ segir Fannar og bætir við að niðurstaðna úr þeim mælingum megi vænta á næstu dögum. Hann segir jafnframt að Veðurstofan fylgist vel með gangi mála, og sé í viðbragðsstöðu, kunni eitthvað ískyggilegt að eiga sér stað. Þá verði strax haft samband við viðeigandi viðbragðsaðila. Fólk almennt tiltölulega rólegt Aðspurður um skoðanir fólks á svæðinu og líðan vegna skjálftanna segir Fannar að viðbrögð fólks séu mismunandi. „Það þarf ekki að koma á óvart að það séu áframhaldandi skjálftar en engu að síður bregður mönnum við. Það er misjafnt hvernig fólk tekur þessu, sumir eru sallarólegir en öðrum líður ekki vel.“ Þó segir Fannar að almennt virðist fólk á svæðinu taka málunum með ró. „Þetta er ekki kjörstaða, en svona er þetta.“ Þá hvetur Fannar fólk á svæðinu til þess að fara inn á heimasíður Veðurstofunnar og Almannavarna og kynna sér jarðskjálfta og viðeigandi viðbrögð við þeim.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Tengdar fréttir Grindvíkingar halda ró sinni í hættuástandi Hundruð tilkynninga um jarðskjálfta við Grindavík hafa borist Veðurstofu Íslands, sá öflugasti var af stærðinni 5. 20. júlí 2020 15:00 400 tilkynningar vegna skjálftanna í morgun Um 1.400 jarðskjálftar hafa mælst á Reykjanesi síðasta sólarhring og þar af um sjö hundruð eftir miðnætti. 20. júlí 2020 06:27 „Þessi var klárlega einn af þeim stærri“ Íbúi í Grindavík fann vel fyrir skjálftanum 20. júlí 2020 00:32 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Fleiri fréttir Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Sjá meira
Grindvíkingar halda ró sinni í hættuástandi Hundruð tilkynninga um jarðskjálfta við Grindavík hafa borist Veðurstofu Íslands, sá öflugasti var af stærðinni 5. 20. júlí 2020 15:00
400 tilkynningar vegna skjálftanna í morgun Um 1.400 jarðskjálftar hafa mælst á Reykjanesi síðasta sólarhring og þar af um sjö hundruð eftir miðnætti. 20. júlí 2020 06:27
„Þessi var klárlega einn af þeim stærri“ Íbúi í Grindavík fann vel fyrir skjálftanum 20. júlí 2020 00:32