„Þessi var klárlega einn af þeim stærri“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. júlí 2020 00:32 Grindavík. Vísir/Egill Smári Jökull Jónsson, íbúi í Grindavík, segist hafa fundið vel fyrir jarðskjálftanum sem varð þrjá kílómetra norður af Fagradalsfjalli á Reykjanesi upp úr klukkan hálf tólf í kvöld. Skjálftinn hafi varað lengur en margir aðrir skjálftar sem riðið hafa yfir á Reykjanesi að undanförnu. „Hann fannst mjög vel. Það er búið að vera mikið af skjálftum hérna síðustu mánuðina en þessi var klárlega einn af þeim stærri. Það hristist allt vel hérna í húsinu. Svo þegar maður heyrir hluti hristast, þá veit maður að skjálftinn er stærri en venjulega.“ Smári segir að strax og skjálftinn fannst hafi umræður á Facebook-hópum utan um Grindavík og hverfi á svæðinu farið á fullt. „Svo hefur maður séð fólk sem maður þekkir á höfuðborgarsvæðinu sem hefur fundið þetta líka. En það voru margir í Grindavík sem fóru strax að skrifa, það er greinilegt að margir fundu vel fyrir skjálftanum.“ Stærri skjálftarnir geta verið óþægilegir Síðustu daga hafa verið talsverðar jarðhræringar á Reykjanesi, og þá einkum við fjallið Þorbjörn skammt frá Grindavík. Smári segir að í upphafi hafi ástandið verið súrrealískt, en það hafi þó að vissu leyti fjarað út. Stórir skjálftar sem þessir minni íbúa á svæðinu þó óneitanlega á náttúruöflin sem krauma undir niðri. Smári er búsettur í Grindavík og fann vel fyrir skjálftanum.Mynd/Aðsend „Ég held að fólk hafi ekki alveg vitað hvað það átti að gera fyrst, þegar það var viðvörun út af mögulegu eldgosi. En svo hefur það aðeins fjarað út, einhverjar beinar áhyggjur af því. Svo þegar þessir skjálftar koma, þá fer fólk að hugsa um það,“ segir Smári. Sjálfur segist hann ekki hafa teljandi áhyggjur, þó stærri skjálftarnir geti verið óþægilegir. „Sumir eru samt hærra á skalanum hvað varðar hræðslu. Ég held að það séu alls konar viðbrögð. Maður er alveg búinn að ganga frá ýmsum hlutum, betur en maður hafði gert.“ Eftirskjálfti beint í æð Þegar blaðamaður spurði Smára spjörunum úr um skjálftann gerði sá síðarnefndi hlé á máli sínu til þess að svara syni sínum. Sonur hans hafði þá komið fram til þess að tilkynna föður sínum um að eftirskjálfti hefði orðið, en þetta var um klukkan átta mínútur yfir miðnætti. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að eftirskjálftinn hafi einnig fundist á höfuðborgarsvæðinu. „Sonur minn var að koma hérna fram og sagðist hafa fundið annan, ég fann ekki neitt. En eins og ég segi, fólk er náttúrulega bara smeykt og finnst þetta óþægilegt.“ Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Smári Jökull Jónsson, íbúi í Grindavík, segist hafa fundið vel fyrir jarðskjálftanum sem varð þrjá kílómetra norður af Fagradalsfjalli á Reykjanesi upp úr klukkan hálf tólf í kvöld. Skjálftinn hafi varað lengur en margir aðrir skjálftar sem riðið hafa yfir á Reykjanesi að undanförnu. „Hann fannst mjög vel. Það er búið að vera mikið af skjálftum hérna síðustu mánuðina en þessi var klárlega einn af þeim stærri. Það hristist allt vel hérna í húsinu. Svo þegar maður heyrir hluti hristast, þá veit maður að skjálftinn er stærri en venjulega.“ Smári segir að strax og skjálftinn fannst hafi umræður á Facebook-hópum utan um Grindavík og hverfi á svæðinu farið á fullt. „Svo hefur maður séð fólk sem maður þekkir á höfuðborgarsvæðinu sem hefur fundið þetta líka. En það voru margir í Grindavík sem fóru strax að skrifa, það er greinilegt að margir fundu vel fyrir skjálftanum.“ Stærri skjálftarnir geta verið óþægilegir Síðustu daga hafa verið talsverðar jarðhræringar á Reykjanesi, og þá einkum við fjallið Þorbjörn skammt frá Grindavík. Smári segir að í upphafi hafi ástandið verið súrrealískt, en það hafi þó að vissu leyti fjarað út. Stórir skjálftar sem þessir minni íbúa á svæðinu þó óneitanlega á náttúruöflin sem krauma undir niðri. Smári er búsettur í Grindavík og fann vel fyrir skjálftanum.Mynd/Aðsend „Ég held að fólk hafi ekki alveg vitað hvað það átti að gera fyrst, þegar það var viðvörun út af mögulegu eldgosi. En svo hefur það aðeins fjarað út, einhverjar beinar áhyggjur af því. Svo þegar þessir skjálftar koma, þá fer fólk að hugsa um það,“ segir Smári. Sjálfur segist hann ekki hafa teljandi áhyggjur, þó stærri skjálftarnir geti verið óþægilegir. „Sumir eru samt hærra á skalanum hvað varðar hræðslu. Ég held að það séu alls konar viðbrögð. Maður er alveg búinn að ganga frá ýmsum hlutum, betur en maður hafði gert.“ Eftirskjálfti beint í æð Þegar blaðamaður spurði Smára spjörunum úr um skjálftann gerði sá síðarnefndi hlé á máli sínu til þess að svara syni sínum. Sonur hans hafði þá komið fram til þess að tilkynna föður sínum um að eftirskjálfti hefði orðið, en þetta var um klukkan átta mínútur yfir miðnætti. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að eftirskjálftinn hafi einnig fundist á höfuðborgarsvæðinu. „Sonur minn var að koma hérna fram og sagðist hafa fundið annan, ég fann ekki neitt. En eins og ég segi, fólk er náttúrulega bara smeykt og finnst þetta óþægilegt.“
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira