Jarðskjálfti á Reykjanesi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. júlí 2020 23:47 Samkvæmt Veðurstofunni varð skjálftinn skammt frá Fagradalsfjalli á Reykjanesi. Loftmyndir Snarpur jarðskjálfti sem var 5 að stærð varð við Fagradalsfjall á Reykjanesi um klukkan 23:36 í kvöld, samkvæmt fyrstu niðurstöðum á vef Veðurstofunnar. Unnið er að nánari staðsetningu og stærðarútreikngum. Skjálftinn fannst vel á Suðurnesjum, víða á höfuðborgarsvæðinu, austur í Landeyjar og upp í Holta- og Landssveit á Suðurlandi, sem og vestur á Akranes, ef marka má færslur á samfélagsmiðlum. Veðurstofunni hafa einnig borist óstaðfestar tilkynningar um grjótrhun úr Fagradalsfjalli, en í samtali við Vísi sagði náttúruvársérfræðingur hjá stofnuninni að ein náttúruvá, til dæmis jarðskjálfti, gæti oft leitt til annarrar, til að mynda grjóthruns. Skjálftinn er skráður 5 að stærð, þrjá kílómetra norður af Fagradalsfjalli, í óyfirförnum frumniðurstöðum sem finna má á vef Veðurstofunnar. Margir minni eftirskjálftar hafa mælst á svæðinu í kjölfar stóra skjálftans, sá stærsti 3,5 að stærð klukkan 00:08, samkvæmt óyfirförnum frumniðurstöðum. Sá skjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum, samkvæmt ábendingum sem fréttastofu hafa borist. JARÐSKJÁLFTI— Margrét Erla Maack (@mokkilitli) July 19, 2020 Alvöru jarðskjálfti hér í gamla vesturbænum - eitt stykki titrandi fjölbýlishús. Eru landsmenn ekki allir óhultir? #skjálfti— Isold Uggadottir (@IsoldUggadottir) July 19, 2020 Þessi skjálfti titraði sæmilega í Árbænum. Hasar í Grindavík?— Sigfús Örn (@sigfusorn) July 19, 2020 Skjálfti! 🦖— Nína Richter (@Kisumamma) July 19, 2020 Okei hvað var þetta stór jarðskjálfti!? Verður eldgos í Reykjavík? Hvar eru jarðskjálftafræðingarnir!?!— Þorsteinn V. (@idnadarmadurinn) July 19, 2020 Jarðskjálfti!! Fannst vel hér á Nesinu.— Árni Helgason (@arnih) July 19, 2020 Í tilkynningu frá almannavörnum segir að um 700 skjálftar hafi orðið við Fagradalsfjall í dag og viðbúið sé að þeir verði fleiri. Fólk er hvatt til að kynna sér viðbrögð vegna jarðskjálfta sem finna má hér. Fréttin hefur verið uppfærð. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira
Snarpur jarðskjálfti sem var 5 að stærð varð við Fagradalsfjall á Reykjanesi um klukkan 23:36 í kvöld, samkvæmt fyrstu niðurstöðum á vef Veðurstofunnar. Unnið er að nánari staðsetningu og stærðarútreikngum. Skjálftinn fannst vel á Suðurnesjum, víða á höfuðborgarsvæðinu, austur í Landeyjar og upp í Holta- og Landssveit á Suðurlandi, sem og vestur á Akranes, ef marka má færslur á samfélagsmiðlum. Veðurstofunni hafa einnig borist óstaðfestar tilkynningar um grjótrhun úr Fagradalsfjalli, en í samtali við Vísi sagði náttúruvársérfræðingur hjá stofnuninni að ein náttúruvá, til dæmis jarðskjálfti, gæti oft leitt til annarrar, til að mynda grjóthruns. Skjálftinn er skráður 5 að stærð, þrjá kílómetra norður af Fagradalsfjalli, í óyfirförnum frumniðurstöðum sem finna má á vef Veðurstofunnar. Margir minni eftirskjálftar hafa mælst á svæðinu í kjölfar stóra skjálftans, sá stærsti 3,5 að stærð klukkan 00:08, samkvæmt óyfirförnum frumniðurstöðum. Sá skjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum, samkvæmt ábendingum sem fréttastofu hafa borist. JARÐSKJÁLFTI— Margrét Erla Maack (@mokkilitli) July 19, 2020 Alvöru jarðskjálfti hér í gamla vesturbænum - eitt stykki titrandi fjölbýlishús. Eru landsmenn ekki allir óhultir? #skjálfti— Isold Uggadottir (@IsoldUggadottir) July 19, 2020 Þessi skjálfti titraði sæmilega í Árbænum. Hasar í Grindavík?— Sigfús Örn (@sigfusorn) July 19, 2020 Skjálfti! 🦖— Nína Richter (@Kisumamma) July 19, 2020 Okei hvað var þetta stór jarðskjálfti!? Verður eldgos í Reykjavík? Hvar eru jarðskjálftafræðingarnir!?!— Þorsteinn V. (@idnadarmadurinn) July 19, 2020 Jarðskjálfti!! Fannst vel hér á Nesinu.— Árni Helgason (@arnih) July 19, 2020 Í tilkynningu frá almannavörnum segir að um 700 skjálftar hafi orðið við Fagradalsfjall í dag og viðbúið sé að þeir verði fleiri. Fólk er hvatt til að kynna sér viðbrögð vegna jarðskjálfta sem finna má hér. Fréttin hefur verið uppfærð.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira