Myndband: Mini John Cooper Works GP fer Nürburgring á 8:03 Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 20. júlí 2020 07:00 Mini John Cooper Works GP. Væntingarnar voru miklar fyrir Mini John Cooper Works GP, jafnvel áður en hann var frumsýndur í nóvember síðastliðnum. Vélin, tveggja lítra, fjögurra strokka með forþjöppu, skilar 302 hestöflum. Þetta er því öflugasti og hraðskreiðasti Mini sem framleiddur hefur verið. Yfirbyggingin er jafn svakaleg og vélin með vindskeið og sérsmíðuðum stuðurum og sílsum. Vélin er 74 hestöflum en hefðbundin John Cooper Works sem þykir nú enginn snigill. Mini hefur ekki gefið út opinberan tíma fyrir Nürburgring en segir þó að bíllinn fari hringinn á undir átta mínútum. Youtube-rásin Sport Auto fór hringinn á sínum eigin bíl, til að sannreyna staðhæfingu Mini. Þeirra bíll í höndum ökumannsins Christian Gebhardt fór hringinn á 8:03,85 sem er ekki undir átta mínútum. En kannski nógu nálægt til að ætla megi að Mini hafi eitthvað til síns máls með að hafa farið undir átta mínútur. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent
Væntingarnar voru miklar fyrir Mini John Cooper Works GP, jafnvel áður en hann var frumsýndur í nóvember síðastliðnum. Vélin, tveggja lítra, fjögurra strokka með forþjöppu, skilar 302 hestöflum. Þetta er því öflugasti og hraðskreiðasti Mini sem framleiddur hefur verið. Yfirbyggingin er jafn svakaleg og vélin með vindskeið og sérsmíðuðum stuðurum og sílsum. Vélin er 74 hestöflum en hefðbundin John Cooper Works sem þykir nú enginn snigill. Mini hefur ekki gefið út opinberan tíma fyrir Nürburgring en segir þó að bíllinn fari hringinn á undir átta mínútum. Youtube-rásin Sport Auto fór hringinn á sínum eigin bíl, til að sannreyna staðhæfingu Mini. Þeirra bíll í höndum ökumannsins Christian Gebhardt fór hringinn á 8:03,85 sem er ekki undir átta mínútum. En kannski nógu nálægt til að ætla megi að Mini hafi eitthvað til síns máls með að hafa farið undir átta mínútur.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent