Bókhaldsbrellur með þorsk Örn Pálsson skrifar 19. júlí 2020 16:16 Í fréttum RÚV sl. fimmtudag 16. júlí sagði Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra: „Ég hef ítrekað sagt að ef það er svigrúm þar þá munum við nýta það í þágu strandveiðanna.“ Fyrr í viðtalinu hafði komið fram hjá ráðherra: „Varðandi framhaldið þá er ráðuneytið mitt núna í þessum töluðu orðum að taka saman hvort það séu lausar aflaheimildir í öðrum pottum innan 5,3 prósenta kerfisins. Ég vonast eftir því að við getum lokið þessu innan tíðar,“. Stóra samhengið Landssamband smábátaeigenda (LS) er þeirrar skoðunar að yfirvofandi stöðvun strandveiða í fyrstu viku ágústmánaðar snúist ekki um hvort tekist hafi að afla þorskveiðiheimilda inn í 5,3% pottinn í skiptum fyrir aðrar tegundir. Það er deginum ljósara að ráðherra er heimilt að auka við þorskveiðiheimildir til strandveiða. Stóra samhengið hlýtur að snúast um það hvort farið er umfram leyfilegan heildarafla í þorski á fiskveiðiárinu, en ekki að setja upp einhverjar bókhaldsbrellur til útreikninga. Um miðjan maí gerði ráðherra breytingu á ákvæði reglugerðar um veiðar í atvinnuskyni. Þar ákvað hann að útgerðum yrði heimilað að flytja 25% úthlutaðs aflamarks yfir á næsta fiskveiðiár í stað 15% eins og reglur hafa kveðið á um. LS hafði óskað eftir þessari breytingu þann 23. mars vegna óvissu um verð og sölu afla vegna áhrifa frá Covid-19. Svigrúm til aukningar Greinilegt er að útgerðir hafa nýtt sér heimildina með því að hægja á veiðum og freista þess að auka verðmæti veiðiheimildanna. Samanburður milli fiskveiðiára til og með 15. júlí sýnir að í ár á eftir að veiða 12% af leyfilegum heildarafla í þorski en 9% á sama tíma í fyrra, mismunur upp á 9.555 tonn. Tölurnar sýna að auknar heimildir til flutnings milli ára hafa gefið ráðherra gott svigrúm til að auka þorskafla til strandveiða. Það er í raun með ólíkindum að berjast þurfi fyrir svo sjálfsögðum hlut í því ástandi sem nú ríkir í þjóðfélaginu. Beðið eftir ákvörðun ráðherra Sjómenn 650 báta bíða nú ákvörðunar sjávarútvegsráðherra um það hvort þeir verði að binda og hætta veiðum í byrjun næsta mánaðar eða verði heimilt að nýta strandveiðileyfið til ágústloka eins og það er stílað á. Ákvörðun þessa efnis er hjá sjávarútvegsráðherra. Veiðiheimildirnar eru í hendi ráðherra sem á þessum tímapunkti verða best nýttar með veiðum strandveiðibáta til ágústloka. Höfundur er framkvæmdastjóri landssambands smábátaeigenda Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Mest lesið Grindavík lifir Kristín María Birgisdóttir,Dagmar Valsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Grindavík lifir Kristín María Birgisdóttir,Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Í fréttum RÚV sl. fimmtudag 16. júlí sagði Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra: „Ég hef ítrekað sagt að ef það er svigrúm þar þá munum við nýta það í þágu strandveiðanna.“ Fyrr í viðtalinu hafði komið fram hjá ráðherra: „Varðandi framhaldið þá er ráðuneytið mitt núna í þessum töluðu orðum að taka saman hvort það séu lausar aflaheimildir í öðrum pottum innan 5,3 prósenta kerfisins. Ég vonast eftir því að við getum lokið þessu innan tíðar,“. Stóra samhengið Landssamband smábátaeigenda (LS) er þeirrar skoðunar að yfirvofandi stöðvun strandveiða í fyrstu viku ágústmánaðar snúist ekki um hvort tekist hafi að afla þorskveiðiheimilda inn í 5,3% pottinn í skiptum fyrir aðrar tegundir. Það er deginum ljósara að ráðherra er heimilt að auka við þorskveiðiheimildir til strandveiða. Stóra samhengið hlýtur að snúast um það hvort farið er umfram leyfilegan heildarafla í þorski á fiskveiðiárinu, en ekki að setja upp einhverjar bókhaldsbrellur til útreikninga. Um miðjan maí gerði ráðherra breytingu á ákvæði reglugerðar um veiðar í atvinnuskyni. Þar ákvað hann að útgerðum yrði heimilað að flytja 25% úthlutaðs aflamarks yfir á næsta fiskveiðiár í stað 15% eins og reglur hafa kveðið á um. LS hafði óskað eftir þessari breytingu þann 23. mars vegna óvissu um verð og sölu afla vegna áhrifa frá Covid-19. Svigrúm til aukningar Greinilegt er að útgerðir hafa nýtt sér heimildina með því að hægja á veiðum og freista þess að auka verðmæti veiðiheimildanna. Samanburður milli fiskveiðiára til og með 15. júlí sýnir að í ár á eftir að veiða 12% af leyfilegum heildarafla í þorski en 9% á sama tíma í fyrra, mismunur upp á 9.555 tonn. Tölurnar sýna að auknar heimildir til flutnings milli ára hafa gefið ráðherra gott svigrúm til að auka þorskafla til strandveiða. Það er í raun með ólíkindum að berjast þurfi fyrir svo sjálfsögðum hlut í því ástandi sem nú ríkir í þjóðfélaginu. Beðið eftir ákvörðun ráðherra Sjómenn 650 báta bíða nú ákvörðunar sjávarútvegsráðherra um það hvort þeir verði að binda og hætta veiðum í byrjun næsta mánaðar eða verði heimilt að nýta strandveiðileyfið til ágústloka eins og það er stílað á. Ákvörðun þessa efnis er hjá sjávarútvegsráðherra. Veiðiheimildirnar eru í hendi ráðherra sem á þessum tímapunkti verða best nýttar með veiðum strandveiðibáta til ágústloka. Höfundur er framkvæmdastjóri landssambands smábátaeigenda
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun