Íslenska ullin aldrei vinsælli en nú Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. júlí 2020 12:04 Margrét Jónsdóttir, sauðfjárbóndi og hannyrðakona, sem dásamar íslensku ullina. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Vinsældir íslensku ullarinnar hafa sjaldan eða aldrei verið eins vinsælar eins og núna enda mikill áhugi á prjónaskap, ekki síst í kjölfar kórónuveirunar þegar fólk er mikið heima. Sauðfjárbóndi segir að sauðfé megi ekki fækka meira á Íslandi svo það verði nú ull til að prjóna úr. Þeir sem vinna mikið með íslenska ull og prjónagarn af henni hafa fundið fyrir miklu meiri sölu og áhuga á garninu eftir að kórónaveiran kom upp í vetur. Þá var fólk mikið heima og nýtti þá tímann til að prjóna. Margrét Jónsdóttir, sauðfjárbóndi á bænum Syðra Velli í Flóa er mikil hannyrðakona og prjónar mikið en hún tilheyrir Þingborgarhópnum svo nefnda sem er með verslun í Þingborg í Flóahreppi þar sem lopapeysur úr íslenskri ull og garn er selt í miklu mæli. „Já, við finnum fyrir miklum áhuga og ekki síst núna en það hefur verið mikill áhugi í mörg ár á prjónaskap en auðvitað sprungið mikið meira út núna þegar fólk er mikið meira heima, fólk hefur haft tíma til að sinna sínum áhugamálum. Ullin er náttúrulega alltaf skemmtilegasta hráefnið og fólk hefur mjög mikinn áhuga á ullinni,“ segir Margrét og bætir við. „Ullin er svolítið inn eins og sagt er, hún er koma inn meira, sem þetta náttúruvæna hráefni, það er kannski dálítið verið að enduruppgötva ull, sem hráefni í fatnað. Ullin er umhverfisvæn og brotnar niður í náttúrunni, þetta er náttúrulegt efni og kindin þarf að losna við ullina. Þær eru klipptar á haustin, hún verður að losna við reifið sitt, þannig að þetta er frábært hráefni.“ Mikill áhugi er um allt land á íslensku ullinni enda konur og einstaka karl dugleg að prjóna úr henni. Hér er sunnlenskar áhugakonur um íslensku ullinna á námskeiði sem þær sóttu á sínum tímaMagnús Hlynur Hreiðarsson. Íslensku sauðkindinni fækkar og fækka alltaf í landinu en Margrét vonar að þeim fækki ekki meira. „Auðvitað má ekki henni fækka of mikið, ég vona bara að henni fækki ekki meira, helst vildum við að henni fjölgaði, fólk nýti þessar afurðir meira, sem kindin gefur af sér en auðvitað verður þetta allt að vera í jafnvægi," segir Margrét. Þess má geta að í haust verður haldin Ullarvika á Suðurlandi þar sem boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá um íslensku ullina. Allar nánari upplýsingar eru á heimasíðu verkefnisins, ullarvikan.is Lorya Björk vinnur mikið með íslenska ull og er hluti af hópi kvenna á Suðurlandi sem kemur mikið saman til að vinna og prjóna úr ullinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Landbúnaður Flóahreppur Prjónaskapur Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Vinsældir íslensku ullarinnar hafa sjaldan eða aldrei verið eins vinsælar eins og núna enda mikill áhugi á prjónaskap, ekki síst í kjölfar kórónuveirunar þegar fólk er mikið heima. Sauðfjárbóndi segir að sauðfé megi ekki fækka meira á Íslandi svo það verði nú ull til að prjóna úr. Þeir sem vinna mikið með íslenska ull og prjónagarn af henni hafa fundið fyrir miklu meiri sölu og áhuga á garninu eftir að kórónaveiran kom upp í vetur. Þá var fólk mikið heima og nýtti þá tímann til að prjóna. Margrét Jónsdóttir, sauðfjárbóndi á bænum Syðra Velli í Flóa er mikil hannyrðakona og prjónar mikið en hún tilheyrir Þingborgarhópnum svo nefnda sem er með verslun í Þingborg í Flóahreppi þar sem lopapeysur úr íslenskri ull og garn er selt í miklu mæli. „Já, við finnum fyrir miklum áhuga og ekki síst núna en það hefur verið mikill áhugi í mörg ár á prjónaskap en auðvitað sprungið mikið meira út núna þegar fólk er mikið meira heima, fólk hefur haft tíma til að sinna sínum áhugamálum. Ullin er náttúrulega alltaf skemmtilegasta hráefnið og fólk hefur mjög mikinn áhuga á ullinni,“ segir Margrét og bætir við. „Ullin er svolítið inn eins og sagt er, hún er koma inn meira, sem þetta náttúruvæna hráefni, það er kannski dálítið verið að enduruppgötva ull, sem hráefni í fatnað. Ullin er umhverfisvæn og brotnar niður í náttúrunni, þetta er náttúrulegt efni og kindin þarf að losna við ullina. Þær eru klipptar á haustin, hún verður að losna við reifið sitt, þannig að þetta er frábært hráefni.“ Mikill áhugi er um allt land á íslensku ullinni enda konur og einstaka karl dugleg að prjóna úr henni. Hér er sunnlenskar áhugakonur um íslensku ullinna á námskeiði sem þær sóttu á sínum tímaMagnús Hlynur Hreiðarsson. Íslensku sauðkindinni fækkar og fækka alltaf í landinu en Margrét vonar að þeim fækki ekki meira. „Auðvitað má ekki henni fækka of mikið, ég vona bara að henni fækki ekki meira, helst vildum við að henni fjölgaði, fólk nýti þessar afurðir meira, sem kindin gefur af sér en auðvitað verður þetta allt að vera í jafnvægi," segir Margrét. Þess má geta að í haust verður haldin Ullarvika á Suðurlandi þar sem boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá um íslensku ullina. Allar nánari upplýsingar eru á heimasíðu verkefnisins, ullarvikan.is Lorya Björk vinnur mikið með íslenska ull og er hluti af hópi kvenna á Suðurlandi sem kemur mikið saman til að vinna og prjóna úr ullinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Landbúnaður Flóahreppur Prjónaskapur Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira