Uppsagnir verða dregnar til baka Vésteinn Örn Pétursson og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 19. júlí 2020 02:42 Öllum flugfreyjum hjá Icelandair var sagt upp á föstudaginn. Þær uppsagnir verða að óbreyttu dregnar til baka. Uppsagnir sem Icelandair tilkynnti um á föstudaginn, og náðu til allra flugfreyja og flugliða sem starfa hjá félaginu, verða dregnar til baka eftir að nýr kjarasamningur var undirritaður í nótt. Flugmenn munu þar af leiðandi ekki gegna störfum öryggisliða, sem flugfreyjur gegna alla jafna, líkt og til stóð. Formaður Flugfreyjufélags Íslands segist ganga sátt frá borði. Forstjóri Icelandair kveðst vongóður um að samningurinn verði samþykktur. „Við göngum frá borði mjög sátt. Þetta eru búnir að vera mjög erfiðir dagar og þessu lýkur með undirritun. Nú hefst bara kynning fyrir okkar félagsmönnum sem munu fá að kjósa um nýjan kjarasamning,“ segir Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður FFÍ, í samtali við fréttastofu. Stefnt er að því að samningurinn verði kynntur strax á mánudaginn og atkvæðagreiðsla um samninginn mun standa yfir til 26. júlí. Er samningurinn að miklu leyti frábrugðinn þeim samningi sem hafði verið undirritaður áður og var felldur? „Hann byggir á þeim samningi þó með nokkrum breytingum sem við munum kynna félagsmönnum,“ svarar Guðlaug. Icelandair sagði á föstudaginn upp öllum flugfreyjum og flugliðum sem starfa hjá Icelandair en verða þær uppsagnir dregnar til baka. „Þær uppsagnir sem tilkynntar voru í gær, og voru fyrirhugaðar, verða dregnar til baka og við horfum bara björtum augum á það að ennþá fleiri uppsagnir verða dregnar til baka á næstu vikum,“ segir Guðlaug. Samningurinn sem undirritaður var í kvöld gildir fram í september 2025. Fréttin hefur verið uppfærð. Icelandair Kjaramál Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Sjá meira
Uppsagnir sem Icelandair tilkynnti um á föstudaginn, og náðu til allra flugfreyja og flugliða sem starfa hjá félaginu, verða dregnar til baka eftir að nýr kjarasamningur var undirritaður í nótt. Flugmenn munu þar af leiðandi ekki gegna störfum öryggisliða, sem flugfreyjur gegna alla jafna, líkt og til stóð. Formaður Flugfreyjufélags Íslands segist ganga sátt frá borði. Forstjóri Icelandair kveðst vongóður um að samningurinn verði samþykktur. „Við göngum frá borði mjög sátt. Þetta eru búnir að vera mjög erfiðir dagar og þessu lýkur með undirritun. Nú hefst bara kynning fyrir okkar félagsmönnum sem munu fá að kjósa um nýjan kjarasamning,“ segir Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður FFÍ, í samtali við fréttastofu. Stefnt er að því að samningurinn verði kynntur strax á mánudaginn og atkvæðagreiðsla um samninginn mun standa yfir til 26. júlí. Er samningurinn að miklu leyti frábrugðinn þeim samningi sem hafði verið undirritaður áður og var felldur? „Hann byggir á þeim samningi þó með nokkrum breytingum sem við munum kynna félagsmönnum,“ svarar Guðlaug. Icelandair sagði á föstudaginn upp öllum flugfreyjum og flugliðum sem starfa hjá Icelandair en verða þær uppsagnir dregnar til baka. „Þær uppsagnir sem tilkynntar voru í gær, og voru fyrirhugaðar, verða dregnar til baka og við horfum bara björtum augum á það að ennþá fleiri uppsagnir verða dregnar til baka á næstu vikum,“ segir Guðlaug. Samningurinn sem undirritaður var í kvöld gildir fram í september 2025. Fréttin hefur verið uppfærð.
Icelandair Kjaramál Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Sjá meira