Ákvörðun Icelandair lögleg að mati sérfræðings í vinnurétti Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 18. júlí 2020 19:25 Mikil umræða hefur skapast meðal verkalýðshreyfingarinnar vegna ákvörðunar Icelandair. Lögmaður ASÍ segir ákvörðunina brjóta gegn lögum um stéttarfélög og vinnudeilur. Sérfræðingur í vinnurétti segir það langsótt. „Mér finnst þetta svolítið langsótt að flokka þetta undir þá ákvörðun vegna þess að mér sýnist þessi ákvörðun hjá Ielandair vera einhvers konar neyðarréttarleg ákvörðun. Að ef þeir geri þetta ekki þá horfi þeir fram á slíkt fjárhagslegt tjón að það valdi gjaldþroti,“ sagði Lára V. Júlíusdóttir, hæstaréttarlögmaður og sérfræðingur í vinnurétti. Ákvörðun atvinnurekandans sé í fljótu bragði ekki þess eðlis að hafa áhrif á vinnudeilur. Lára V. Júlíusdóttir er hæstaréttarlögmaður.AÐSEND „Hann getur ekki haft starfsmann í starfi á þessum kjörum og því er honum sú leið ein fær önnur en að lýsa til gjaldþrota,“ sagði Lára. Hún segir að forgangsákvæði kjarasamnings Flugfreyjufélagsins og Icelandair sem rann út árið 2018 gæti komið í veg fyrir að Icelandair geti samið við annan aðila en Flugfreyjufélagið. „Þetta þýðir það að atvinnurekandi má ekki ráða aðra til starfsins en hann verður að láta félagsmenn í Flugfreyjufélaginu ganga fyrir. Þetta forgangsréttarákvæði virkar þannig að á meðan það er í gildi þá geta samtök atvinnulífsins ekki gert samning við eitthvert annað félag um þessi sömu störf.“ „Ef Flugfreyjufélagið er ekki til viðræðna lengur þá er það spurning hvort að Icelandair sé bundið þessum forgangsréttarákvæðum,“ sagði Lára. Icelandair Vinnumarkaður Kjaramál Tengdar fréttir Icelandair hafi skipulega brotið upp FFÍ til að ganga í augun á fjárfestum Halla Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands, fer hörðum orðum um stjórnendur Icelandair á Facebook-síðu sinni í gær. 18. júlí 2020 11:41 Getur ekki orða bundist vegna deilna Icelandair og flugfreyja: „Verkalýðsforkólfar fara nú hamförum“ Guðmundur Þórður Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handknattleik, segir verkalýðsforystuna fara hamförum í ummælum um mál Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands. 17. júlí 2020 22:41 Flugfreyjur boða allsherjarverkfall Atkvæðagreiðsla um boðun vinnustöðvunar flugfreyja hefst klukkan 10 að morgni 24. júlí næstkomandi og mun henni ljúka klukkan 12 á hádegi þann 27. júlí. 17. júlí 2020 18:10 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Mikil umræða hefur skapast meðal verkalýðshreyfingarinnar vegna ákvörðunar Icelandair. Lögmaður ASÍ segir ákvörðunina brjóta gegn lögum um stéttarfélög og vinnudeilur. Sérfræðingur í vinnurétti segir það langsótt. „Mér finnst þetta svolítið langsótt að flokka þetta undir þá ákvörðun vegna þess að mér sýnist þessi ákvörðun hjá Ielandair vera einhvers konar neyðarréttarleg ákvörðun. Að ef þeir geri þetta ekki þá horfi þeir fram á slíkt fjárhagslegt tjón að það valdi gjaldþroti,“ sagði Lára V. Júlíusdóttir, hæstaréttarlögmaður og sérfræðingur í vinnurétti. Ákvörðun atvinnurekandans sé í fljótu bragði ekki þess eðlis að hafa áhrif á vinnudeilur. Lára V. Júlíusdóttir er hæstaréttarlögmaður.AÐSEND „Hann getur ekki haft starfsmann í starfi á þessum kjörum og því er honum sú leið ein fær önnur en að lýsa til gjaldþrota,“ sagði Lára. Hún segir að forgangsákvæði kjarasamnings Flugfreyjufélagsins og Icelandair sem rann út árið 2018 gæti komið í veg fyrir að Icelandair geti samið við annan aðila en Flugfreyjufélagið. „Þetta þýðir það að atvinnurekandi má ekki ráða aðra til starfsins en hann verður að láta félagsmenn í Flugfreyjufélaginu ganga fyrir. Þetta forgangsréttarákvæði virkar þannig að á meðan það er í gildi þá geta samtök atvinnulífsins ekki gert samning við eitthvert annað félag um þessi sömu störf.“ „Ef Flugfreyjufélagið er ekki til viðræðna lengur þá er það spurning hvort að Icelandair sé bundið þessum forgangsréttarákvæðum,“ sagði Lára.
Icelandair Vinnumarkaður Kjaramál Tengdar fréttir Icelandair hafi skipulega brotið upp FFÍ til að ganga í augun á fjárfestum Halla Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands, fer hörðum orðum um stjórnendur Icelandair á Facebook-síðu sinni í gær. 18. júlí 2020 11:41 Getur ekki orða bundist vegna deilna Icelandair og flugfreyja: „Verkalýðsforkólfar fara nú hamförum“ Guðmundur Þórður Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handknattleik, segir verkalýðsforystuna fara hamförum í ummælum um mál Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands. 17. júlí 2020 22:41 Flugfreyjur boða allsherjarverkfall Atkvæðagreiðsla um boðun vinnustöðvunar flugfreyja hefst klukkan 10 að morgni 24. júlí næstkomandi og mun henni ljúka klukkan 12 á hádegi þann 27. júlí. 17. júlí 2020 18:10 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Icelandair hafi skipulega brotið upp FFÍ til að ganga í augun á fjárfestum Halla Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands, fer hörðum orðum um stjórnendur Icelandair á Facebook-síðu sinni í gær. 18. júlí 2020 11:41
Getur ekki orða bundist vegna deilna Icelandair og flugfreyja: „Verkalýðsforkólfar fara nú hamförum“ Guðmundur Þórður Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handknattleik, segir verkalýðsforystuna fara hamförum í ummælum um mál Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands. 17. júlí 2020 22:41
Flugfreyjur boða allsherjarverkfall Atkvæðagreiðsla um boðun vinnustöðvunar flugfreyja hefst klukkan 10 að morgni 24. júlí næstkomandi og mun henni ljúka klukkan 12 á hádegi þann 27. júlí. 17. júlí 2020 18:10