Heitir því að koma aldrei á grímuskyldu Andri Eysteinsson skrifar 18. júlí 2020 15:35 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Getty/Jabin Botsford Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í viðtali við Fox News að hann muni aldrei gera það að skyldu að klæðast andlitsgrímu í ríkinu. Helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna mældi nýlega með því vegna þess eiginleika grímnanna að þær geti hjálpað við að stöðva útbreiðslu kórónuveirunnar. Dr. Anthony Fauci sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar hvatti ríkisstjóra og sveitastjórnir Bandaríkjanna til þess að beita sér af öllum mætti fyrir því að gera það að skyldu að bera grímu fyrir vitum sínum. BBC greinir frá. „Það er mjög mikilvægt og við ættum öll að nota þær,“ sagði Fauci. Grímuskyldan hefur orðið mikið hitamál í Bandaríkjunum og hefur fjöldi ríkisstjóra sagt að það sé undir hverjum og einum komið hvort hann klæðist grímu á meðal almennings. Þó hafa aðrir ríkisstjórar verið á öndverðum meiði. Til dæmis má þar nefna repúblikanann Kay Ivey, ríkisstjóra Alabama sem snerist hugur þegar kom að grímuskyldu og innleiddi hana í ríkinu. Forsetinn sjálfur hefur verið andsnúinn því að bera grímu fyrir vitum sér en til hans sást með eina slíka í fyrsta sinn fyrir viku síðan. Í viðtalinu við Fox News sagði Trump að fólk ætti að hafa frelsi til þess að ráða því sjálft hvort það klæðist grímu eður ei. Líkt og dr. Fauci hefur yfirmaður Sóttvarnarstofnunar Bandaríkjanna (CDC) gefið út yfirlýsingu þar sem mælt er með því að allir klæðist grímum til að reyna að ná tökum á faraldrinum. Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Fleiri fréttir Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í viðtali við Fox News að hann muni aldrei gera það að skyldu að klæðast andlitsgrímu í ríkinu. Helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna mældi nýlega með því vegna þess eiginleika grímnanna að þær geti hjálpað við að stöðva útbreiðslu kórónuveirunnar. Dr. Anthony Fauci sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar hvatti ríkisstjóra og sveitastjórnir Bandaríkjanna til þess að beita sér af öllum mætti fyrir því að gera það að skyldu að bera grímu fyrir vitum sínum. BBC greinir frá. „Það er mjög mikilvægt og við ættum öll að nota þær,“ sagði Fauci. Grímuskyldan hefur orðið mikið hitamál í Bandaríkjunum og hefur fjöldi ríkisstjóra sagt að það sé undir hverjum og einum komið hvort hann klæðist grímu á meðal almennings. Þó hafa aðrir ríkisstjórar verið á öndverðum meiði. Til dæmis má þar nefna repúblikanann Kay Ivey, ríkisstjóra Alabama sem snerist hugur þegar kom að grímuskyldu og innleiddi hana í ríkinu. Forsetinn sjálfur hefur verið andsnúinn því að bera grímu fyrir vitum sér en til hans sást með eina slíka í fyrsta sinn fyrir viku síðan. Í viðtalinu við Fox News sagði Trump að fólk ætti að hafa frelsi til þess að ráða því sjálft hvort það klæðist grímu eður ei. Líkt og dr. Fauci hefur yfirmaður Sóttvarnarstofnunar Bandaríkjanna (CDC) gefið út yfirlýsingu þar sem mælt er með því að allir klæðist grímum til að reyna að ná tökum á faraldrinum.
Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Fleiri fréttir Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Sjá meira