Icelandair hafi skipulega brotið upp FFÍ til að ganga í augun á fjárfestum Sylvía Hall skrifar 18. júlí 2020 11:41 Halla Gunnarsdóttir er framkvæmdastjóri ASÍ. Vísir/Vilhelm Halla Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands, fer hörðum orðum um stjórnendur Icelandair á Facebook-síðu sinni í gær. Hún segir félagið aldrei hafa viljað semja við Flugfreyjufélag Íslands heldur hafi markmiðið alltaf verið að „brjóta stéttarfélag flugfreyja á bak aftur“ til þess að ganga í augun á fjárfestum. „Það sem er hræðilegast við aðgerðir Icelandair er að þær voru þaulskipulagðar,“ skrifar Halla um málið. Hún segir það oft gleymast í umræðunni að þjóðin sé stærsti bakhjarl félagsins í gegnum lífeyrissjóði og ofan á það bætist ríkisstuðningur. Hún segir upplýsingar frá Icelandair benda til þess að launakostnaður flugfreyja sé um sjö prósent af rekstrarkostnaði. Það hafi því verið pólitísk ákvörðun að slíta viðræðunum sem snúist minna um kostnað. „Það er því pólitísk, ekki peningaleg, ákvörðun að ráðast gegn þeim af slíku offorsi. Niðurbrotstilraunum verður svarað af fullri hörku,“ skrifar Halla og bætir við að réttindi launafólks séu grunnur að allri almennri velferð á Íslandi. Munu beina því til lífeyrissjóða að taka ekki þátt í hlutafjárútboðinu Drífa Snædal, forseti ASÍ, sagði ákvörðun Icelandair að slíta viðræðunum vera ótrúlega ósvífni og vanvirðingu gagnvart starfsfólki. Í samtali við fréttastofu í gær sagðist hún ekki vita dæmi þess að slíkt hefði komið upp á íslenskum vinnumarkaði. „Ég veit ekki fordæmi þess að félag ætli að fara svona gegn eigin starfsfólki og í rauninni að þrýsta niður launum einhliða,“ sagði Drífa. Drífa Snædal, forseti ASÍ.Vísir/Vilhelm Hún sagði ASÍ gera þá kröfu að hvorki lífeyrissjóðir né stjórnvöld taki þátt í fyrirhuguðu hlutafjárútboði félagsins. Það væri ábyrgð þeirra að styðja ekki við fyrirtæki sem færu svo „freklega gegn starfsfólki og vinnumarkaðnum“. „Ég get ekki séð annað en að félagið sé þarna að fara mjög illa að ráði sínu ef að þeir ætla að njóta trausts og trúnaðar fólks til þess að fara í hlutafjárútboð.“ Kjaramál Icelandair Fréttir af flugi Tengdar fréttir Segir Icelandair sýna af sér „ótrúlega ósvífni“ Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir það „ótrúlega ósvífni“ af hálfu Icelandair að ganga frá yfirstandandi kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands. 17. júlí 2020 14:54 „Hljótum að gera kröfu um að stjórnendum Icelandair verði skipt tafarlaust út“ VR mun beina þeim tilmælum til stjórnarmanna sinna í Lífeyrissjóði Verzlunarmanna að þeir beiti sér fyrir því að lífeyrissjóðurinn muni sniðganga frekari fjárfestingar í flugfélaginu Icelandair og taki ekki þátt í væntanlegu hlutafjárútboði félagsins sem á að fara fram í ágúst. 17. júlí 2020 15:39 Telur að VR sé komið út á hála braut með orðum formannsins um lífeyrissjóðina Snorri Jakobsson hjá greiningarfyrirtækinu Jakobsson Capital telur að Ragnar Þór Ingólfsson formaður sé kominn út á hála braut ef VR beitir sér fyrir því að fjárfestingarsjóðir Lífeyrissjóðs Verzlunarmanna séu nýttir í pólitískum tilgangi. 17. júlí 2020 19:45 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Fleiri fréttir Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Sjá meira
Halla Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands, fer hörðum orðum um stjórnendur Icelandair á Facebook-síðu sinni í gær. Hún segir félagið aldrei hafa viljað semja við Flugfreyjufélag Íslands heldur hafi markmiðið alltaf verið að „brjóta stéttarfélag flugfreyja á bak aftur“ til þess að ganga í augun á fjárfestum. „Það sem er hræðilegast við aðgerðir Icelandair er að þær voru þaulskipulagðar,“ skrifar Halla um málið. Hún segir það oft gleymast í umræðunni að þjóðin sé stærsti bakhjarl félagsins í gegnum lífeyrissjóði og ofan á það bætist ríkisstuðningur. Hún segir upplýsingar frá Icelandair benda til þess að launakostnaður flugfreyja sé um sjö prósent af rekstrarkostnaði. Það hafi því verið pólitísk ákvörðun að slíta viðræðunum sem snúist minna um kostnað. „Það er því pólitísk, ekki peningaleg, ákvörðun að ráðast gegn þeim af slíku offorsi. Niðurbrotstilraunum verður svarað af fullri hörku,“ skrifar Halla og bætir við að réttindi launafólks séu grunnur að allri almennri velferð á Íslandi. Munu beina því til lífeyrissjóða að taka ekki þátt í hlutafjárútboðinu Drífa Snædal, forseti ASÍ, sagði ákvörðun Icelandair að slíta viðræðunum vera ótrúlega ósvífni og vanvirðingu gagnvart starfsfólki. Í samtali við fréttastofu í gær sagðist hún ekki vita dæmi þess að slíkt hefði komið upp á íslenskum vinnumarkaði. „Ég veit ekki fordæmi þess að félag ætli að fara svona gegn eigin starfsfólki og í rauninni að þrýsta niður launum einhliða,“ sagði Drífa. Drífa Snædal, forseti ASÍ.Vísir/Vilhelm Hún sagði ASÍ gera þá kröfu að hvorki lífeyrissjóðir né stjórnvöld taki þátt í fyrirhuguðu hlutafjárútboði félagsins. Það væri ábyrgð þeirra að styðja ekki við fyrirtæki sem færu svo „freklega gegn starfsfólki og vinnumarkaðnum“. „Ég get ekki séð annað en að félagið sé þarna að fara mjög illa að ráði sínu ef að þeir ætla að njóta trausts og trúnaðar fólks til þess að fara í hlutafjárútboð.“
Kjaramál Icelandair Fréttir af flugi Tengdar fréttir Segir Icelandair sýna af sér „ótrúlega ósvífni“ Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir það „ótrúlega ósvífni“ af hálfu Icelandair að ganga frá yfirstandandi kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands. 17. júlí 2020 14:54 „Hljótum að gera kröfu um að stjórnendum Icelandair verði skipt tafarlaust út“ VR mun beina þeim tilmælum til stjórnarmanna sinna í Lífeyrissjóði Verzlunarmanna að þeir beiti sér fyrir því að lífeyrissjóðurinn muni sniðganga frekari fjárfestingar í flugfélaginu Icelandair og taki ekki þátt í væntanlegu hlutafjárútboði félagsins sem á að fara fram í ágúst. 17. júlí 2020 15:39 Telur að VR sé komið út á hála braut með orðum formannsins um lífeyrissjóðina Snorri Jakobsson hjá greiningarfyrirtækinu Jakobsson Capital telur að Ragnar Þór Ingólfsson formaður sé kominn út á hála braut ef VR beitir sér fyrir því að fjárfestingarsjóðir Lífeyrissjóðs Verzlunarmanna séu nýttir í pólitískum tilgangi. 17. júlí 2020 19:45 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Fleiri fréttir Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Sjá meira
Segir Icelandair sýna af sér „ótrúlega ósvífni“ Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir það „ótrúlega ósvífni“ af hálfu Icelandair að ganga frá yfirstandandi kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands. 17. júlí 2020 14:54
„Hljótum að gera kröfu um að stjórnendum Icelandair verði skipt tafarlaust út“ VR mun beina þeim tilmælum til stjórnarmanna sinna í Lífeyrissjóði Verzlunarmanna að þeir beiti sér fyrir því að lífeyrissjóðurinn muni sniðganga frekari fjárfestingar í flugfélaginu Icelandair og taki ekki þátt í væntanlegu hlutafjárútboði félagsins sem á að fara fram í ágúst. 17. júlí 2020 15:39
Telur að VR sé komið út á hála braut með orðum formannsins um lífeyrissjóðina Snorri Jakobsson hjá greiningarfyrirtækinu Jakobsson Capital telur að Ragnar Þór Ingólfsson formaður sé kominn út á hála braut ef VR beitir sér fyrir því að fjárfestingarsjóðir Lífeyrissjóðs Verzlunarmanna séu nýttir í pólitískum tilgangi. 17. júlí 2020 19:45