Dregur úr úrkomu á Vestfjörðum um hádegi á morgun Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. júlí 2020 23:41 Mikil úrkoma hefur verið á Vestfjörðum síðasta sólarhringinn. Vísir/Páll Appelsínugul viðvörun á Vestfjörðum fellur úr gildi á miðnættin en hún hefur verið í gildi frá hádegi vegna mikillar úrkomu á svæðinu. Að sögn vakthafandi veðurfræðings á Veðurstofu Íslands hefur eitthvað dregið úr úrkomu en enn á töluvert magn úrkomu eftir að falla. „Það er ekki fyrr en um og eftir hádegi á morgun sem þetta er almennilega í rénun. Það er búið að rigna heil ósköp og úrkomuákefðin var mest hérna í nótt og í morgun,“ segir vakthafandi veðurfræðingur í samtali við fréttastofu. Draga á úr úrkomu upp úr hádegi á morgun. Enn eigi þó eftir að falla um 25 mm af úrkomu á Flateyri og sömu sögu er að segja um Ísafjörð. Á Súðavík eigi að draga úr úrkomu í kvöld en hún hefjist þar aftur í nótt og gera megi ráð fyrir að enn eigi eftir að rigna um 10 mm. Á Suðureyri verði töluverð úrkoma inn í nóttina en úr henni muni líklegast draga í fyrramálið. „Þetta mun ekki almennilega lagast fyrr en í fyrramálið og fram að hádegi, þá er þetta að lagast töluvert. En þetta getur verið slæmt í nótt.“ Engar tilkynningar hafi þó borist um frekara grjóthrun eða aurskriður í kvöld eins og gerði fyrr í dag. Tengdar fréttir Ræsin hafa ekki undan á Suðureyri „Það var hviðótt og það rigndi helvíti hraustlega,“ segir íbúi á svæðinu. 17. júlí 2020 12:54 Grjót féll úr hlíðum með miklum drunum á Ísafirði vegna úrkomunnar og kindur leituðu skjóls í göngum Mikil rigningarspá gékk eftir í gærkvöldi og í nótt á Vestfjörðum. Grjót féll úr hlíðum með miklum drunum á Ísafirði síðdegis vegna úrkomunnar og kindur leituðu skjóls í Vestfjarðargöngum. 17. júlí 2020 19:30 Móttaka Rauða krossins á Suðureyri opin áfram í kvöld og nótt Rauði krossinn á Ísafirði opnaði fyrr í dag móttöku á Suðureyri vegna mikilla aurskriða og grjóthruns úr hlíðum fyrir ofan bæinn. Miðstöðin verður opin áfram í kvöld og í nótt vegna veðurs. 17. júlí 2020 18:33 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Djúp lægð beinir illviðri til landsins Næsta lægð skellur á landið og von á asahláku og hvassvirði „Þetta verður hvasst, blautt og hlýtt“ Appelsínugular viðvaranir bætast við þær gulu Gengur í storm með slyddu eða snjókomu „Hvert kemst vatnið? Allt þetta vatn sem er á leiðinni?“ Gefa út gula viðvörun fyrir landið allt Fallegt vetrarveður en vetrarkyrrðin úti á morgun Snjómokstur hófst um klukkan fjögur í nótt Víða mikil snjókoma og órólegar umhleypingar í kortunum Snjómagnið verulegt en ekki óeðlilegt miðað við árstíma Snjókoma í flestum landshlutum Útlit fyrir rólegt helgarveður Snjóar sunnan- og vestanlands í kvöld Gular viðvaranir vegna snjókomu á sunnanverðu landinu Hvasst og víða rigning eða slydda sunnantil Hvassviðri við suður- og vesturströndina Veður gengið niður en fer kólnandi Áfram norðaustanhríð og appelsínugular viðvaranir Hvessir sunnan- og austantil í kvöld Kólnar í veðri Vindur nær stormstyrk á norðvestanverðu landinu Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Auknar líkur á skriðum á Vestfjörðum, Vestur- og Suðurlandi Bætir í úrkomu og hiti nær tíu stigum Suðlægur vindur og væta sunnan- og vestantil Veðurviðvaranir um allt land vegna hvassviðris og hláku Úrkomusvæði vaxandi lægðar nálgast óðum Víða skúrir og hlýnandi veður Bjart, kalt og hægur vindur Sjá meira
Appelsínugul viðvörun á Vestfjörðum fellur úr gildi á miðnættin en hún hefur verið í gildi frá hádegi vegna mikillar úrkomu á svæðinu. Að sögn vakthafandi veðurfræðings á Veðurstofu Íslands hefur eitthvað dregið úr úrkomu en enn á töluvert magn úrkomu eftir að falla. „Það er ekki fyrr en um og eftir hádegi á morgun sem þetta er almennilega í rénun. Það er búið að rigna heil ósköp og úrkomuákefðin var mest hérna í nótt og í morgun,“ segir vakthafandi veðurfræðingur í samtali við fréttastofu. Draga á úr úrkomu upp úr hádegi á morgun. Enn eigi þó eftir að falla um 25 mm af úrkomu á Flateyri og sömu sögu er að segja um Ísafjörð. Á Súðavík eigi að draga úr úrkomu í kvöld en hún hefjist þar aftur í nótt og gera megi ráð fyrir að enn eigi eftir að rigna um 10 mm. Á Suðureyri verði töluverð úrkoma inn í nóttina en úr henni muni líklegast draga í fyrramálið. „Þetta mun ekki almennilega lagast fyrr en í fyrramálið og fram að hádegi, þá er þetta að lagast töluvert. En þetta getur verið slæmt í nótt.“ Engar tilkynningar hafi þó borist um frekara grjóthrun eða aurskriður í kvöld eins og gerði fyrr í dag.
Tengdar fréttir Ræsin hafa ekki undan á Suðureyri „Það var hviðótt og það rigndi helvíti hraustlega,“ segir íbúi á svæðinu. 17. júlí 2020 12:54 Grjót féll úr hlíðum með miklum drunum á Ísafirði vegna úrkomunnar og kindur leituðu skjóls í göngum Mikil rigningarspá gékk eftir í gærkvöldi og í nótt á Vestfjörðum. Grjót féll úr hlíðum með miklum drunum á Ísafirði síðdegis vegna úrkomunnar og kindur leituðu skjóls í Vestfjarðargöngum. 17. júlí 2020 19:30 Móttaka Rauða krossins á Suðureyri opin áfram í kvöld og nótt Rauði krossinn á Ísafirði opnaði fyrr í dag móttöku á Suðureyri vegna mikilla aurskriða og grjóthruns úr hlíðum fyrir ofan bæinn. Miðstöðin verður opin áfram í kvöld og í nótt vegna veðurs. 17. júlí 2020 18:33 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Djúp lægð beinir illviðri til landsins Næsta lægð skellur á landið og von á asahláku og hvassvirði „Þetta verður hvasst, blautt og hlýtt“ Appelsínugular viðvaranir bætast við þær gulu Gengur í storm með slyddu eða snjókomu „Hvert kemst vatnið? Allt þetta vatn sem er á leiðinni?“ Gefa út gula viðvörun fyrir landið allt Fallegt vetrarveður en vetrarkyrrðin úti á morgun Snjómokstur hófst um klukkan fjögur í nótt Víða mikil snjókoma og órólegar umhleypingar í kortunum Snjómagnið verulegt en ekki óeðlilegt miðað við árstíma Snjókoma í flestum landshlutum Útlit fyrir rólegt helgarveður Snjóar sunnan- og vestanlands í kvöld Gular viðvaranir vegna snjókomu á sunnanverðu landinu Hvasst og víða rigning eða slydda sunnantil Hvassviðri við suður- og vesturströndina Veður gengið niður en fer kólnandi Áfram norðaustanhríð og appelsínugular viðvaranir Hvessir sunnan- og austantil í kvöld Kólnar í veðri Vindur nær stormstyrk á norðvestanverðu landinu Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Auknar líkur á skriðum á Vestfjörðum, Vestur- og Suðurlandi Bætir í úrkomu og hiti nær tíu stigum Suðlægur vindur og væta sunnan- og vestantil Veðurviðvaranir um allt land vegna hvassviðris og hláku Úrkomusvæði vaxandi lægðar nálgast óðum Víða skúrir og hlýnandi veður Bjart, kalt og hægur vindur Sjá meira
Ræsin hafa ekki undan á Suðureyri „Það var hviðótt og það rigndi helvíti hraustlega,“ segir íbúi á svæðinu. 17. júlí 2020 12:54
Grjót féll úr hlíðum með miklum drunum á Ísafirði vegna úrkomunnar og kindur leituðu skjóls í göngum Mikil rigningarspá gékk eftir í gærkvöldi og í nótt á Vestfjörðum. Grjót féll úr hlíðum með miklum drunum á Ísafirði síðdegis vegna úrkomunnar og kindur leituðu skjóls í Vestfjarðargöngum. 17. júlí 2020 19:30
Móttaka Rauða krossins á Suðureyri opin áfram í kvöld og nótt Rauði krossinn á Ísafirði opnaði fyrr í dag móttöku á Suðureyri vegna mikilla aurskriða og grjóthruns úr hlíðum fyrir ofan bæinn. Miðstöðin verður opin áfram í kvöld og í nótt vegna veðurs. 17. júlí 2020 18:33