Segir Icelandair sýna af sér „ótrúlega ósvífni“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. júlí 2020 14:54 Drífa Snædal er forseti ASÍ. Vísir/Vilhelm Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir það „ótrúlega ósvífni“ af hálfu Icelandair að ganga frá yfirstandandi kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands. Fyrr í dag gaf félagið út yfirlýsingu þar sem fram kom að félagið hefði slitið viðræðum við FFÍ og öllum flugfreyjum og flugþjónum á vegum félagsins verði sagt upp. „Þetta er gríðarleg vanvirðing gagnvart starfsfólki, og við munum leita leiða til að vinda ofan af þessu,“ segir Drífa í samtali við fréttastofu. Hún segir ASÍ núna ráða ráðum sínum með Flugfreyjufélaginu varðandi næstu skref í málinu. „Síðan áttum við fund í gær ásamt öðrum stéttarfélögum sem eiga starfsfólk hjá Icelandair og á flugvellinum. Við erum að sjálfsögðu að velta við öllum steinum um hvað hægt er að gera,“ segir Drífa. Eftir fundinn gaf ASÍ út yfirlýsingu þar sem sagt var að ekki mætti skilja orð Icelandair um að „leita annarra leiða“ í deilunni en þannig að Icelandair ætli sér að „virða að vettugi leikreglur íslenska vinnumarkaðarins og fara í félagsleg undirboð.“ Vert er að taka fram að þegar yfirlýsingin var gefin út lá ákvörðun Icelandair, um að slíta viðræðum við FFÍ, ekki fyrir. Í tilkynningu Icelandair sem gefin var út í dag segir að félagið geri ráð fyrir að hefja viðræður við annan samningsaðila á íslenskum vinnumarkaði um framtíðarkjör „öryggis- og þjónustuliða“ hjá félaginu. Telur að gengið sé í störf flugfreyja Í tilkynningu Icelandair kemur einnig fram að frá og með 20. júlí næstkomandi muni flugmenn starfa sem öryggisliðar um borð í vélum flugfélagsins. Telur Drífa að með þessu sé verið að ganga í störf flugfreyja og þjóna. „Ég myndi halda að þarna væri verið að ganga í störf annarra. Það er alveg ljóst að það á eftir að skera úr um fjölmörg ágreiningsmál í þessu.“ Greint hefur verið frá því að stjórn og samninganefnd FFÍ hafi gengist við mistökum við undirritun kjarasamnings félagsins við Icelandair í yfirlýsingu til félagsmanna sinna. Félaginu hafi yfirsést breytingar á orðalagi tveggja ákvæða í samningnum. Samningurinn var felldur með tæpum 73% atkvæða félagsmanna. Aðspurð segist Drífa ekki hægt að velta ábyrgðinni einhliða á Icelandair hvað það varðar. „En þetta fjallar auðvitað um samningsvilja. Það eru oft gerð mistök í kjarasamningum. Það er þá einhvers konar traust milli samningsaðila að greiða úr því. Það er því ekkert einsdæmi að slíkt verði,“ segir Drífa. Icelandair hafi sýnt flugfreyjum vanvirðingu Hún telji að samningurinn hafi þó einnig verið felldur vegna „þeirrar vanvirðingar sem Icelandair var að sýna flugfreyjum.“ „Með framferði þeirra öllu í þessum viðræðum. Við skulum hafa það í huga að flugfreyjur hafa verið samningslausar í tvö ár. Það var engin Covid-krísa sem gerir það að verkum að það var sest að samningaborðinu, heldur er þetta lengri deila en svo.“ Hún segir flugfreyjur hafa lagt mikinn metnað í að miðla málum gagnvart Icelandair, og að ríkur samningsvilji hafi verið innan þeirra raða. „Það er ekki samningsvilji af hendi Icelandair, og það er alvarlegt mál.“ Aðspurð segist Drífa ekki vera búin að útiloka nein viðbrögð eða aðgerðir af hálfi Alþýðusambandsins vegna málsins. Samúðarverkföll hafi til að mynda ekki verið slegin af borðinu. „Það kemur allt til greina.“ Fréttir af flugi Icelandair Kjaramál Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Sjá meira
Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir það „ótrúlega ósvífni“ af hálfu Icelandair að ganga frá yfirstandandi kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands. Fyrr í dag gaf félagið út yfirlýsingu þar sem fram kom að félagið hefði slitið viðræðum við FFÍ og öllum flugfreyjum og flugþjónum á vegum félagsins verði sagt upp. „Þetta er gríðarleg vanvirðing gagnvart starfsfólki, og við munum leita leiða til að vinda ofan af þessu,“ segir Drífa í samtali við fréttastofu. Hún segir ASÍ núna ráða ráðum sínum með Flugfreyjufélaginu varðandi næstu skref í málinu. „Síðan áttum við fund í gær ásamt öðrum stéttarfélögum sem eiga starfsfólk hjá Icelandair og á flugvellinum. Við erum að sjálfsögðu að velta við öllum steinum um hvað hægt er að gera,“ segir Drífa. Eftir fundinn gaf ASÍ út yfirlýsingu þar sem sagt var að ekki mætti skilja orð Icelandair um að „leita annarra leiða“ í deilunni en þannig að Icelandair ætli sér að „virða að vettugi leikreglur íslenska vinnumarkaðarins og fara í félagsleg undirboð.“ Vert er að taka fram að þegar yfirlýsingin var gefin út lá ákvörðun Icelandair, um að slíta viðræðum við FFÍ, ekki fyrir. Í tilkynningu Icelandair sem gefin var út í dag segir að félagið geri ráð fyrir að hefja viðræður við annan samningsaðila á íslenskum vinnumarkaði um framtíðarkjör „öryggis- og þjónustuliða“ hjá félaginu. Telur að gengið sé í störf flugfreyja Í tilkynningu Icelandair kemur einnig fram að frá og með 20. júlí næstkomandi muni flugmenn starfa sem öryggisliðar um borð í vélum flugfélagsins. Telur Drífa að með þessu sé verið að ganga í störf flugfreyja og þjóna. „Ég myndi halda að þarna væri verið að ganga í störf annarra. Það er alveg ljóst að það á eftir að skera úr um fjölmörg ágreiningsmál í þessu.“ Greint hefur verið frá því að stjórn og samninganefnd FFÍ hafi gengist við mistökum við undirritun kjarasamnings félagsins við Icelandair í yfirlýsingu til félagsmanna sinna. Félaginu hafi yfirsést breytingar á orðalagi tveggja ákvæða í samningnum. Samningurinn var felldur með tæpum 73% atkvæða félagsmanna. Aðspurð segist Drífa ekki hægt að velta ábyrgðinni einhliða á Icelandair hvað það varðar. „En þetta fjallar auðvitað um samningsvilja. Það eru oft gerð mistök í kjarasamningum. Það er þá einhvers konar traust milli samningsaðila að greiða úr því. Það er því ekkert einsdæmi að slíkt verði,“ segir Drífa. Icelandair hafi sýnt flugfreyjum vanvirðingu Hún telji að samningurinn hafi þó einnig verið felldur vegna „þeirrar vanvirðingar sem Icelandair var að sýna flugfreyjum.“ „Með framferði þeirra öllu í þessum viðræðum. Við skulum hafa það í huga að flugfreyjur hafa verið samningslausar í tvö ár. Það var engin Covid-krísa sem gerir það að verkum að það var sest að samningaborðinu, heldur er þetta lengri deila en svo.“ Hún segir flugfreyjur hafa lagt mikinn metnað í að miðla málum gagnvart Icelandair, og að ríkur samningsvilji hafi verið innan þeirra raða. „Það er ekki samningsvilji af hendi Icelandair, og það er alvarlegt mál.“ Aðspurð segist Drífa ekki vera búin að útiloka nein viðbrögð eða aðgerðir af hálfi Alþýðusambandsins vegna málsins. Samúðarverkföll hafi til að mynda ekki verið slegin af borðinu. „Það kemur allt til greina.“
Fréttir af flugi Icelandair Kjaramál Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Sjá meira