Bók um „hættulegasta mann heims“ rauk út á fyrsta degi Sylvía Hall skrifar 17. júlí 2020 07:55 Bókin fjallar um Donald Trump Bandaríkjaforseta og dregur upp dökka mynd af honum og uppeldi hans. Vísir/Getty Bók Mary Trump seldist í næstum milljón eintökum og situr í efsta sæti metsölulista Amazon eftir fyrsta dag í sölu. Sló hún met hjá útgefanda en alls 950 þúsund eintök seldust á fyrsta degi. Bókin fjallar um æsku Trump, uppeldi hans og hvernig fjölskylda hans hafði áhrif á þann mann sem hann er í dag. Bókin ber titilinn „Too Much and Never Enough: How My Family Created the World‘s Most Dangerous Man“, sem mætti þýða sem „Of mikið og aldrei nóg: Hvernig fjölskylda mín skapaði hættulegasta mann heims“. Í bókinni fer Mary yfir samband Trump við föður sinn Fred Trump, sem jafnframt er afi Mary en hún er dóttir Freds Trump yngri. Segir hún afa sinn vera siðblindan eineltissegg sem kramdi alla góðmennsku og samkennd úr þeim sem umgengust hann, en samband hennar við fjölskylduna hefur verið stirt. Þá dregur Mary Trump upp dökka mynd af Trump forseta í bókinni og nýtir þekkingu sína sem doktor í klínískri sálfræði til þess að greina föðurbróður sinn með ýmsa skapgerðarbresti. Simon & Schuster, útgefandi bókarinnar, flýtti útgáfudegi bókarinnar eftir að dómari komst að þeirri niðurstöðu að fyrirtækið væri ekki bundið af samningi um þagnmælsku sem Mary Trump skrifaði undir fyrir um tuttugu árum. Mary hefur farið í þónokkur viðtöl vegna útgáfu bókarinnar eftir dómsúrskurðinn. Í viðtali við Washington Post sagði hún ekkert vafamál að forsetinn væri rasisti. Það væri skýr afleiðing uppeldisins, en í fjölskyldunni hefði það viðgengist að viðhafa fordóma í garð gyðinga og nota niðrandi orð um svart fólk. Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Reynir enn að koma í veg fyrir afhendingu skattagagna Þó að Hæstiréttur Bandaríkjanna hafi úrskurðað að saksóknari á Manhattan skuli fá afhendar skattskýrslur Donald Trump Bandaríkjaforseta vegna rannsóknar á högum hans er forsetinn ekki af baki dottinn. 15. júlí 2020 21:54 Ósennilegt að skattskýrslur Trump líti dagsins ljós fyrir kosningar Tveir dómar Hæstaréttar Bandaríkjanna í dag voru tímabundinn sigur Donalds Trump Bandaríkjaforseta í tilraunum hans til að koma í veg fyrir að skattskýrslur og fjármálaupplýsingar hans verði gerðar opinberar fyrir kosningar. 9. júlí 2020 18:52 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fleiri fréttir Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Sjá meira
Bók Mary Trump seldist í næstum milljón eintökum og situr í efsta sæti metsölulista Amazon eftir fyrsta dag í sölu. Sló hún met hjá útgefanda en alls 950 þúsund eintök seldust á fyrsta degi. Bókin fjallar um æsku Trump, uppeldi hans og hvernig fjölskylda hans hafði áhrif á þann mann sem hann er í dag. Bókin ber titilinn „Too Much and Never Enough: How My Family Created the World‘s Most Dangerous Man“, sem mætti þýða sem „Of mikið og aldrei nóg: Hvernig fjölskylda mín skapaði hættulegasta mann heims“. Í bókinni fer Mary yfir samband Trump við föður sinn Fred Trump, sem jafnframt er afi Mary en hún er dóttir Freds Trump yngri. Segir hún afa sinn vera siðblindan eineltissegg sem kramdi alla góðmennsku og samkennd úr þeim sem umgengust hann, en samband hennar við fjölskylduna hefur verið stirt. Þá dregur Mary Trump upp dökka mynd af Trump forseta í bókinni og nýtir þekkingu sína sem doktor í klínískri sálfræði til þess að greina föðurbróður sinn með ýmsa skapgerðarbresti. Simon & Schuster, útgefandi bókarinnar, flýtti útgáfudegi bókarinnar eftir að dómari komst að þeirri niðurstöðu að fyrirtækið væri ekki bundið af samningi um þagnmælsku sem Mary Trump skrifaði undir fyrir um tuttugu árum. Mary hefur farið í þónokkur viðtöl vegna útgáfu bókarinnar eftir dómsúrskurðinn. Í viðtali við Washington Post sagði hún ekkert vafamál að forsetinn væri rasisti. Það væri skýr afleiðing uppeldisins, en í fjölskyldunni hefði það viðgengist að viðhafa fordóma í garð gyðinga og nota niðrandi orð um svart fólk.
Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Reynir enn að koma í veg fyrir afhendingu skattagagna Þó að Hæstiréttur Bandaríkjanna hafi úrskurðað að saksóknari á Manhattan skuli fá afhendar skattskýrslur Donald Trump Bandaríkjaforseta vegna rannsóknar á högum hans er forsetinn ekki af baki dottinn. 15. júlí 2020 21:54 Ósennilegt að skattskýrslur Trump líti dagsins ljós fyrir kosningar Tveir dómar Hæstaréttar Bandaríkjanna í dag voru tímabundinn sigur Donalds Trump Bandaríkjaforseta í tilraunum hans til að koma í veg fyrir að skattskýrslur og fjármálaupplýsingar hans verði gerðar opinberar fyrir kosningar. 9. júlí 2020 18:52 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fleiri fréttir Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Sjá meira
Reynir enn að koma í veg fyrir afhendingu skattagagna Þó að Hæstiréttur Bandaríkjanna hafi úrskurðað að saksóknari á Manhattan skuli fá afhendar skattskýrslur Donald Trump Bandaríkjaforseta vegna rannsóknar á högum hans er forsetinn ekki af baki dottinn. 15. júlí 2020 21:54
Ósennilegt að skattskýrslur Trump líti dagsins ljós fyrir kosningar Tveir dómar Hæstaréttar Bandaríkjanna í dag voru tímabundinn sigur Donalds Trump Bandaríkjaforseta í tilraunum hans til að koma í veg fyrir að skattskýrslur og fjármálaupplýsingar hans verði gerðar opinberar fyrir kosningar. 9. júlí 2020 18:52