Fjöldi tilfella í Brasilíu kominn yfir tvær milljónir Andri Eysteinsson skrifar 16. júlí 2020 23:39 Bolsonaro, sem hér sést í bakgrunninum eftir að hann smitaðist af kórónuveirunni, hefur verið gagnrýndur fyrir viðbrögð við faraldrinum. Getty/Andre Borges Fjöldi Brasilíumanna sem greinst hafa smitaðir af kórónuveirunni hafa tvöfaldast á undanförnum 27 dögum. Alls hafa greinst yfir tvær milljónir tilfella í suður-ameríkuríkinu víðfeðma. Samkvæmt opinberum gögnum hafa að meðaltali greinst 40.000 tilfelli á dag undanfarnar vikur í landinu þar sem næst flest tilfelli hafa greinst. Það er eingöngu í Bandaríkjunum þar sem fleiri hafa smitast samkvæmt opinberum gögnum. Sé hröð fjölgun smitaðra í Brasilíu borin saman við Bandaríkin sést að talsverður munur er á útbreiðsluhraða. Önnur milljón tilfella var staðfest 43 dögum eftir að fyrsta milljónin var staðfest í Bandaríkjunum en eins og áður sagði þurfti einungis 27 daga til í Brasilíu. Alls hafa 2.012.151 tilfelli greinst í ríkinu og hafa 76.688 látið lífið. Um 210 milljónir manna búa í landinu sem er sjötta fjölmennasta ríki veraldar. Viðbrögð Jair Bolsonaro, forseta Brasilíu, við faraldrinum hafa verið gagnrýnd harðlega og hefur kastast í kekki á milli forseta og dómstóla sem kröfðust þess að Bolsonaro myndi klæðast grímu á opinberum vettvangi. Það hafði Bolsonaro ekki tekið í mál og mætti ógrímuklæddur á mótmæli sem haldin voru gegn sóttvarnartakmörkunum sem komið hafði verið á í ýmsum borgum landsins. Vinsældir forsetans hafa þá farið ört minnkandi og telja 44% Brasilíumanna nú að stjórn hans standi sig skelfilega eða illa í starfi. 36% voru á þeirri skoðun í lok síðasta árs. Bolsonaro greindist sjálfur smitaður af kórónuveirunni á dögunum en hann hefur ítrekað krafist þess að ríkisstjórar ríkja Brasilíu láti af takmörkunum sem þykir hafa stuðlað að frekari útbreiðslu veirunnar í Brasilíu. Brasilía Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Fleiri fréttir Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Sjá meira
Fjöldi Brasilíumanna sem greinst hafa smitaðir af kórónuveirunni hafa tvöfaldast á undanförnum 27 dögum. Alls hafa greinst yfir tvær milljónir tilfella í suður-ameríkuríkinu víðfeðma. Samkvæmt opinberum gögnum hafa að meðaltali greinst 40.000 tilfelli á dag undanfarnar vikur í landinu þar sem næst flest tilfelli hafa greinst. Það er eingöngu í Bandaríkjunum þar sem fleiri hafa smitast samkvæmt opinberum gögnum. Sé hröð fjölgun smitaðra í Brasilíu borin saman við Bandaríkin sést að talsverður munur er á útbreiðsluhraða. Önnur milljón tilfella var staðfest 43 dögum eftir að fyrsta milljónin var staðfest í Bandaríkjunum en eins og áður sagði þurfti einungis 27 daga til í Brasilíu. Alls hafa 2.012.151 tilfelli greinst í ríkinu og hafa 76.688 látið lífið. Um 210 milljónir manna búa í landinu sem er sjötta fjölmennasta ríki veraldar. Viðbrögð Jair Bolsonaro, forseta Brasilíu, við faraldrinum hafa verið gagnrýnd harðlega og hefur kastast í kekki á milli forseta og dómstóla sem kröfðust þess að Bolsonaro myndi klæðast grímu á opinberum vettvangi. Það hafði Bolsonaro ekki tekið í mál og mætti ógrímuklæddur á mótmæli sem haldin voru gegn sóttvarnartakmörkunum sem komið hafði verið á í ýmsum borgum landsins. Vinsældir forsetans hafa þá farið ört minnkandi og telja 44% Brasilíumanna nú að stjórn hans standi sig skelfilega eða illa í starfi. 36% voru á þeirri skoðun í lok síðasta árs. Bolsonaro greindist sjálfur smitaður af kórónuveirunni á dögunum en hann hefur ítrekað krafist þess að ríkisstjórar ríkja Brasilíu láti af takmörkunum sem þykir hafa stuðlað að frekari útbreiðslu veirunnar í Brasilíu.
Brasilía Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Fleiri fréttir Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Sjá meira