Fjöldi tilfella í Brasilíu kominn yfir tvær milljónir Andri Eysteinsson skrifar 16. júlí 2020 23:39 Bolsonaro, sem hér sést í bakgrunninum eftir að hann smitaðist af kórónuveirunni, hefur verið gagnrýndur fyrir viðbrögð við faraldrinum. Getty/Andre Borges Fjöldi Brasilíumanna sem greinst hafa smitaðir af kórónuveirunni hafa tvöfaldast á undanförnum 27 dögum. Alls hafa greinst yfir tvær milljónir tilfella í suður-ameríkuríkinu víðfeðma. Samkvæmt opinberum gögnum hafa að meðaltali greinst 40.000 tilfelli á dag undanfarnar vikur í landinu þar sem næst flest tilfelli hafa greinst. Það er eingöngu í Bandaríkjunum þar sem fleiri hafa smitast samkvæmt opinberum gögnum. Sé hröð fjölgun smitaðra í Brasilíu borin saman við Bandaríkin sést að talsverður munur er á útbreiðsluhraða. Önnur milljón tilfella var staðfest 43 dögum eftir að fyrsta milljónin var staðfest í Bandaríkjunum en eins og áður sagði þurfti einungis 27 daga til í Brasilíu. Alls hafa 2.012.151 tilfelli greinst í ríkinu og hafa 76.688 látið lífið. Um 210 milljónir manna búa í landinu sem er sjötta fjölmennasta ríki veraldar. Viðbrögð Jair Bolsonaro, forseta Brasilíu, við faraldrinum hafa verið gagnrýnd harðlega og hefur kastast í kekki á milli forseta og dómstóla sem kröfðust þess að Bolsonaro myndi klæðast grímu á opinberum vettvangi. Það hafði Bolsonaro ekki tekið í mál og mætti ógrímuklæddur á mótmæli sem haldin voru gegn sóttvarnartakmörkunum sem komið hafði verið á í ýmsum borgum landsins. Vinsældir forsetans hafa þá farið ört minnkandi og telja 44% Brasilíumanna nú að stjórn hans standi sig skelfilega eða illa í starfi. 36% voru á þeirri skoðun í lok síðasta árs. Bolsonaro greindist sjálfur smitaður af kórónuveirunni á dögunum en hann hefur ítrekað krafist þess að ríkisstjórar ríkja Brasilíu láti af takmörkunum sem þykir hafa stuðlað að frekari útbreiðslu veirunnar í Brasilíu. Brasilía Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Fjöldi Brasilíumanna sem greinst hafa smitaðir af kórónuveirunni hafa tvöfaldast á undanförnum 27 dögum. Alls hafa greinst yfir tvær milljónir tilfella í suður-ameríkuríkinu víðfeðma. Samkvæmt opinberum gögnum hafa að meðaltali greinst 40.000 tilfelli á dag undanfarnar vikur í landinu þar sem næst flest tilfelli hafa greinst. Það er eingöngu í Bandaríkjunum þar sem fleiri hafa smitast samkvæmt opinberum gögnum. Sé hröð fjölgun smitaðra í Brasilíu borin saman við Bandaríkin sést að talsverður munur er á útbreiðsluhraða. Önnur milljón tilfella var staðfest 43 dögum eftir að fyrsta milljónin var staðfest í Bandaríkjunum en eins og áður sagði þurfti einungis 27 daga til í Brasilíu. Alls hafa 2.012.151 tilfelli greinst í ríkinu og hafa 76.688 látið lífið. Um 210 milljónir manna búa í landinu sem er sjötta fjölmennasta ríki veraldar. Viðbrögð Jair Bolsonaro, forseta Brasilíu, við faraldrinum hafa verið gagnrýnd harðlega og hefur kastast í kekki á milli forseta og dómstóla sem kröfðust þess að Bolsonaro myndi klæðast grímu á opinberum vettvangi. Það hafði Bolsonaro ekki tekið í mál og mætti ógrímuklæddur á mótmæli sem haldin voru gegn sóttvarnartakmörkunum sem komið hafði verið á í ýmsum borgum landsins. Vinsældir forsetans hafa þá farið ört minnkandi og telja 44% Brasilíumanna nú að stjórn hans standi sig skelfilega eða illa í starfi. 36% voru á þeirri skoðun í lok síðasta árs. Bolsonaro greindist sjálfur smitaður af kórónuveirunni á dögunum en hann hefur ítrekað krafist þess að ríkisstjórar ríkja Brasilíu láti af takmörkunum sem þykir hafa stuðlað að frekari útbreiðslu veirunnar í Brasilíu.
Brasilía Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira