Fauci segir ófrægingarherferð Bandaríkjastjórnar gegn sér vera furðulega Andri Eysteinsson skrifar 15. júlí 2020 23:54 Anthony Fauci stýrir Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnun Bandaríkjanna. Vísir/EPA Dr. Anthony Fauci helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna segir að tilraunir Hvíta hússins til þess að koma óorði á sig vera furðulegar. Fauci hvetur þá íbúa Bandaríkjanna til að hætta kjánaskapnum og takast á við faraldur kórónuveirunnar. Fauci, sem hefur lýst sig mótfallinn því að ræsa samfélag Bandaríkjanna að nýju með þeim hraða sem yfirvöld kjósa, hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir þær skoðanir sínar af Donald Trump Bandaríkjaforseta auk margra flokksfélaga forsetans úr röðum Repúblikana. Borið hefur á því undanfarnar vikur og daga að faraldurinn blossi upp með miklum hraða í þeim ríkjum sem opnuðu hvað hraðast og fylgdu ekki ráðgjöf Fauci. „Eitt af vandamálunum er þessi sundrung í samfélaginu og með henni er orðið erfitt að átta sig á því hvað hefur gengið vel og hvað illa,“ sagði Fauci í viðtali við The Atlantic. „Við verðum að núllstilla okkur, hætta þessum kjánaskap og komast að því hvernig við getum náð stjórn á þessu,“ sagði sérfræðingurinn. Á dögunum gaf Hvíta húsið út lista af staðhæfingum Fauci vegna faraldursins sem ekki reyndust standast skoðun þegar hann var farinn af stað. Bandaríkjaforseti sagði þá í dag að hann kynni að meta ráðleggingar Fauci en sagðist ekki alltaf sammála honum. „Mér finnst þetta smá furðulegt. Ég skil þetta ekki alveg,“ sagði Fauci spurður um þessa ófrægingarherferð ríkisstjórnarinnar. Fauci sagði að staðreyndin væri sú að tilfellum kórónuveirunnar væri að fjölga í landinu og Bandaríkjamenn yrðu að gera betur. Ríki þyrftu að samhæfa aðgerðir sínar og vinna að sama markmiði. „Í stað þess að velta þessum leikjum ráðamanna fyrir okkur, þá skulum við einbeita okkur að verkefninu,“ sagði Fauci. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Sjá meira
Dr. Anthony Fauci helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna segir að tilraunir Hvíta hússins til þess að koma óorði á sig vera furðulegar. Fauci hvetur þá íbúa Bandaríkjanna til að hætta kjánaskapnum og takast á við faraldur kórónuveirunnar. Fauci, sem hefur lýst sig mótfallinn því að ræsa samfélag Bandaríkjanna að nýju með þeim hraða sem yfirvöld kjósa, hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir þær skoðanir sínar af Donald Trump Bandaríkjaforseta auk margra flokksfélaga forsetans úr röðum Repúblikana. Borið hefur á því undanfarnar vikur og daga að faraldurinn blossi upp með miklum hraða í þeim ríkjum sem opnuðu hvað hraðast og fylgdu ekki ráðgjöf Fauci. „Eitt af vandamálunum er þessi sundrung í samfélaginu og með henni er orðið erfitt að átta sig á því hvað hefur gengið vel og hvað illa,“ sagði Fauci í viðtali við The Atlantic. „Við verðum að núllstilla okkur, hætta þessum kjánaskap og komast að því hvernig við getum náð stjórn á þessu,“ sagði sérfræðingurinn. Á dögunum gaf Hvíta húsið út lista af staðhæfingum Fauci vegna faraldursins sem ekki reyndust standast skoðun þegar hann var farinn af stað. Bandaríkjaforseti sagði þá í dag að hann kynni að meta ráðleggingar Fauci en sagðist ekki alltaf sammála honum. „Mér finnst þetta smá furðulegt. Ég skil þetta ekki alveg,“ sagði Fauci spurður um þessa ófrægingarherferð ríkisstjórnarinnar. Fauci sagði að staðreyndin væri sú að tilfellum kórónuveirunnar væri að fjölga í landinu og Bandaríkjamenn yrðu að gera betur. Ríki þyrftu að samhæfa aðgerðir sínar og vinna að sama markmiði. „Í stað þess að velta þessum leikjum ráðamanna fyrir okkur, þá skulum við einbeita okkur að verkefninu,“ sagði Fauci.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Sjá meira