Bráðnauðsynlegt að grípa til aðgerða ef ekki á illa að fara Nadine Guðrún Yaghi skrifar 15. júlí 2020 20:00 Spáð er allt að níu prósenta atvinnuleysi í ágúst og óttast er að útlitið á vinnumarkaði muni dökkna á haustmánuðum. Forseti ASÍ segir bráðnauðsynlegt að grípa til aðgerða ef ekki eigi illa að fara. Í júnímánuði nam atvinnuleysi 7,5 prósentum og er mjög svipað nú í júlí, eða á bilinu 7,3-7,7 prósent, samkvæmt nýrri skýrslu Vinnumálastofnunar. Útlit er fyrir að atvinnuleysi muni aukast nokkuð skarpt í ágúst og með haustinu þegar áhrifa hópuppsagna fer að gæta, en alls hefur 7.400 verið sagt upp störfum í hópuppsögnum síðustu mánuði. Atvinnuleysi í landinu gæti þá numið frá 8-9%, samkvæmt skýrslunni. „Það er fullt tilefni til að hafa miklar áhyggjur af stöðunni. Við vissum það strax þegar Covid kom upp að þetta gæti orðið mjög erfið staða,“ segir Drífa Snædal, forseti ASÍ. Það séu góðar og slæmar fréttir í skýrslunni. „Slæmu fréttirnar eru þær að atvinnuleysi er að raungerast og góðu fréttirnar eru þær að auglýsingar eftir starfsfólki eru fleiri samkvæmt þessari skýrslu en var á sama tíma í fyrra,“ segir Drífa. Fólk á aldursbilinu 30 til 50 ára er fjölmennast á skrá hjá Vinnumálstofnun. Fjörutíu prósent af þeim sem eru á atvinnuleysisská eru útlendingar. „Í fyrsta lagi eru óvissuþættirnir töluverðir. Við vitum ekki hvað verður með ferðaþjónustuna í haust og við vitum ekki heldur hlutfall erlendra ríkisborgara sem fara aftur til síns heima,“ segir Drífa Snædal. Ef ekki eigi illa að fara í haust sé bráðnauðsynlegt að hækka atvinnuleysisbætur. „Og lengja í tekjutengdu tímabili atvinnuleysisbóta. Þetta höfum við verið að benda stjórnvöldum á síðan þessi staða kom upp. Við gerum þá kröfu að það verði hlustað á það en við höfum ekki séð þess merki enn þá að það eigi að grípa til aðgerða. Það er orðið mjög aðkallandi,“ segir Drífa. Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
Spáð er allt að níu prósenta atvinnuleysi í ágúst og óttast er að útlitið á vinnumarkaði muni dökkna á haustmánuðum. Forseti ASÍ segir bráðnauðsynlegt að grípa til aðgerða ef ekki eigi illa að fara. Í júnímánuði nam atvinnuleysi 7,5 prósentum og er mjög svipað nú í júlí, eða á bilinu 7,3-7,7 prósent, samkvæmt nýrri skýrslu Vinnumálastofnunar. Útlit er fyrir að atvinnuleysi muni aukast nokkuð skarpt í ágúst og með haustinu þegar áhrifa hópuppsagna fer að gæta, en alls hefur 7.400 verið sagt upp störfum í hópuppsögnum síðustu mánuði. Atvinnuleysi í landinu gæti þá numið frá 8-9%, samkvæmt skýrslunni. „Það er fullt tilefni til að hafa miklar áhyggjur af stöðunni. Við vissum það strax þegar Covid kom upp að þetta gæti orðið mjög erfið staða,“ segir Drífa Snædal, forseti ASÍ. Það séu góðar og slæmar fréttir í skýrslunni. „Slæmu fréttirnar eru þær að atvinnuleysi er að raungerast og góðu fréttirnar eru þær að auglýsingar eftir starfsfólki eru fleiri samkvæmt þessari skýrslu en var á sama tíma í fyrra,“ segir Drífa. Fólk á aldursbilinu 30 til 50 ára er fjölmennast á skrá hjá Vinnumálstofnun. Fjörutíu prósent af þeim sem eru á atvinnuleysisská eru útlendingar. „Í fyrsta lagi eru óvissuþættirnir töluverðir. Við vitum ekki hvað verður með ferðaþjónustuna í haust og við vitum ekki heldur hlutfall erlendra ríkisborgara sem fara aftur til síns heima,“ segir Drífa Snædal. Ef ekki eigi illa að fara í haust sé bráðnauðsynlegt að hækka atvinnuleysisbætur. „Og lengja í tekjutengdu tímabili atvinnuleysisbóta. Þetta höfum við verið að benda stjórnvöldum á síðan þessi staða kom upp. Við gerum þá kröfu að það verði hlustað á það en við höfum ekki séð þess merki enn þá að það eigi að grípa til aðgerða. Það er orðið mjög aðkallandi,“ segir Drífa.
Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira