Óttast að tölfræði um faraldurinn verði notuð í pólitískum tilgangi eftir ný tilmæli til sjúkrahúsa Sylvía Hall skrifar 15. júlí 2020 07:51 Óánægja virðist vera með störf Anthony Fauci, eins helsta smitvarnarsérfræðings ríkisstjórnarinnar, meðal Trump og ríkisstjórnar hans. Vísir/Getty Sjúkrahús munu nú senda tölfræði um kórónuveirusjúklinga og ástand á sjúkrahúsum til stjórnvalda í stað þess að hún verði send beint til sóttvarnarstofnunar Bandaríkjanna. Þetta kemur fram á vef CNN sem hefur fengið það staðfest frá heilbrigðisráðuneyti landsins. New York Times greindi fyrst frá málinu þar sem sérfræðingar lýstu yfir áhyggjum af því að þetta myndi leiða til þess að gögnum yrði haldið frá almenningi eða þau notuð í pólitískum tilgangi. Með þessari ákvörðun mun heilbrigðisráðuneytið fá daglegar skýrslur um sjúklinga frá sjúkrahúsum, tölfræði um fjölda rúma og öndunarvéla sem eru ekki í notkun og aðrar upplýsingar sem gefa yfirsýn yfir alvarleika faraldursins vestanhafs. Mikið hefur gengið á innan Hvíta hússins undanfarna daga í tengslum við kórónuveirufaraldurinn, sem virðist vera í stöðugum vexti í Bandaríkjunum. Hvergi hafa jafn margir greinst með veiruna og hafa hátt í 140 þúsund látist. Óánægja virðist vera með störf Anthony Fauci meðal Trump og ríkisstjórnar hans. Fauci, sem er einn helsti smitvarnasérfræðingur ríkisstjórnarinnar, hefur verið gagnrýndur harðlega af mörgum innan Hvíta hússins og sendu embættismenn fjölmiðlum vestanhafs skjal með upplýsingum sem var ætlað að rýra trúverðugleika hans undir nafnleynd. Í leiðbeiningum sem sendar voru til sjúkrahúsa í Bandaríkjunum kemur skýrt fram að frá og með deginum í dag eigi sjúkrahús ekki að senda upplýsingar um Covid-19 til sóttvarnarstofnunarinnar, sem hefur hingað til fengið upplýsingar frá yfir 25 þúsund sjúkrahúsum landsins. Þess í stað verða þær sendar í gagnagrunn sem er ekki aðgengilegur almenningi, sem er talið geta haft neikvæð áhrif á þá störf heilbrigðisstarfsfólks og annarra sem nýta slíkar upplýsingar til rannsókna. Um það bil 3,5 milljónir hafa greinst með kórónuveiruna í Bandaríkjunum og líkt og áður sagði hafa tæplega 140 þúsund látist af völdum hennar. Mörg ríki hafa gripið til þeirra ráða að herða aðgerðir á ný eða fresta frekari afléttingum um óákveðinn tíma. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Tengdar fréttir Óróleiki og efasemdir í Hvíta húsinu vegna metfjölda smita Starfsmenn Hvíta hússins eru sagðir hafa áhyggjur af því hversu oft Dr. Anthony Fauci hefur haft rangt fyrir sér í tengslum við kórónuveirufaraldurinn. 14. júlí 2020 07:00 Bandarískt bóluefni tilbúið fyrir lokaprófanir Fyrsta bóluefnið sem gerðar voru tilraunir með í Bandaríkjunum hafði þau áhrif á ónæmiskerfið sem vísindamenn höfðu vonast eftir og er bóluefnið tilbúið til lokaprófanna. Það eru því þrjú möguleg bóluefni sem eru lengst komin í þróuninni. 14. júlí 2020 21:59 Sóttvarnastofnun endurskoðar tilmæli eftir óánægju Trump Leiðbeiningar sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna varðandi opnun skóla í kórónuveirufaraldrinum verða endurskoðaðar eftir að Donald Trump forseti gagnrýndi þær fyrir að vera of strangar í dag. Forsetinn hótaði jafnframt að stöðva fjárveitingar til skóla sem vilja ekki opna að fullu í haust. 8. júlí 2020 23:24 Smit á uppleið í 37 ríkjum Bandaríkjanna Nýjum kórónuveirusmitum fer fjölgandi í 37 af 50 ríkjum Bandaríkjanna síðustu tvær vikurnar, miðað við fjórtán daga tímabil snemma í júní, að því er greining Reuters leiðir í ljós. 2. júlí 2020 22:50 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Sjúkrahús munu nú senda tölfræði um kórónuveirusjúklinga og ástand á sjúkrahúsum til stjórnvalda í stað þess að hún verði send beint til sóttvarnarstofnunar Bandaríkjanna. Þetta kemur fram á vef CNN sem hefur fengið það staðfest frá heilbrigðisráðuneyti landsins. New York Times greindi fyrst frá málinu þar sem sérfræðingar lýstu yfir áhyggjum af því að þetta myndi leiða til þess að gögnum yrði haldið frá almenningi eða þau notuð í pólitískum tilgangi. Með þessari ákvörðun mun heilbrigðisráðuneytið fá daglegar skýrslur um sjúklinga frá sjúkrahúsum, tölfræði um fjölda rúma og öndunarvéla sem eru ekki í notkun og aðrar upplýsingar sem gefa yfirsýn yfir alvarleika faraldursins vestanhafs. Mikið hefur gengið á innan Hvíta hússins undanfarna daga í tengslum við kórónuveirufaraldurinn, sem virðist vera í stöðugum vexti í Bandaríkjunum. Hvergi hafa jafn margir greinst með veiruna og hafa hátt í 140 þúsund látist. Óánægja virðist vera með störf Anthony Fauci meðal Trump og ríkisstjórnar hans. Fauci, sem er einn helsti smitvarnasérfræðingur ríkisstjórnarinnar, hefur verið gagnrýndur harðlega af mörgum innan Hvíta hússins og sendu embættismenn fjölmiðlum vestanhafs skjal með upplýsingum sem var ætlað að rýra trúverðugleika hans undir nafnleynd. Í leiðbeiningum sem sendar voru til sjúkrahúsa í Bandaríkjunum kemur skýrt fram að frá og með deginum í dag eigi sjúkrahús ekki að senda upplýsingar um Covid-19 til sóttvarnarstofnunarinnar, sem hefur hingað til fengið upplýsingar frá yfir 25 þúsund sjúkrahúsum landsins. Þess í stað verða þær sendar í gagnagrunn sem er ekki aðgengilegur almenningi, sem er talið geta haft neikvæð áhrif á þá störf heilbrigðisstarfsfólks og annarra sem nýta slíkar upplýsingar til rannsókna. Um það bil 3,5 milljónir hafa greinst með kórónuveiruna í Bandaríkjunum og líkt og áður sagði hafa tæplega 140 þúsund látist af völdum hennar. Mörg ríki hafa gripið til þeirra ráða að herða aðgerðir á ný eða fresta frekari afléttingum um óákveðinn tíma.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Tengdar fréttir Óróleiki og efasemdir í Hvíta húsinu vegna metfjölda smita Starfsmenn Hvíta hússins eru sagðir hafa áhyggjur af því hversu oft Dr. Anthony Fauci hefur haft rangt fyrir sér í tengslum við kórónuveirufaraldurinn. 14. júlí 2020 07:00 Bandarískt bóluefni tilbúið fyrir lokaprófanir Fyrsta bóluefnið sem gerðar voru tilraunir með í Bandaríkjunum hafði þau áhrif á ónæmiskerfið sem vísindamenn höfðu vonast eftir og er bóluefnið tilbúið til lokaprófanna. Það eru því þrjú möguleg bóluefni sem eru lengst komin í þróuninni. 14. júlí 2020 21:59 Sóttvarnastofnun endurskoðar tilmæli eftir óánægju Trump Leiðbeiningar sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna varðandi opnun skóla í kórónuveirufaraldrinum verða endurskoðaðar eftir að Donald Trump forseti gagnrýndi þær fyrir að vera of strangar í dag. Forsetinn hótaði jafnframt að stöðva fjárveitingar til skóla sem vilja ekki opna að fullu í haust. 8. júlí 2020 23:24 Smit á uppleið í 37 ríkjum Bandaríkjanna Nýjum kórónuveirusmitum fer fjölgandi í 37 af 50 ríkjum Bandaríkjanna síðustu tvær vikurnar, miðað við fjórtán daga tímabil snemma í júní, að því er greining Reuters leiðir í ljós. 2. júlí 2020 22:50 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Óróleiki og efasemdir í Hvíta húsinu vegna metfjölda smita Starfsmenn Hvíta hússins eru sagðir hafa áhyggjur af því hversu oft Dr. Anthony Fauci hefur haft rangt fyrir sér í tengslum við kórónuveirufaraldurinn. 14. júlí 2020 07:00
Bandarískt bóluefni tilbúið fyrir lokaprófanir Fyrsta bóluefnið sem gerðar voru tilraunir með í Bandaríkjunum hafði þau áhrif á ónæmiskerfið sem vísindamenn höfðu vonast eftir og er bóluefnið tilbúið til lokaprófanna. Það eru því þrjú möguleg bóluefni sem eru lengst komin í þróuninni. 14. júlí 2020 21:59
Sóttvarnastofnun endurskoðar tilmæli eftir óánægju Trump Leiðbeiningar sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna varðandi opnun skóla í kórónuveirufaraldrinum verða endurskoðaðar eftir að Donald Trump forseti gagnrýndi þær fyrir að vera of strangar í dag. Forsetinn hótaði jafnframt að stöðva fjárveitingar til skóla sem vilja ekki opna að fullu í haust. 8. júlí 2020 23:24
Smit á uppleið í 37 ríkjum Bandaríkjanna Nýjum kórónuveirusmitum fer fjölgandi í 37 af 50 ríkjum Bandaríkjanna síðustu tvær vikurnar, miðað við fjórtán daga tímabil snemma í júní, að því er greining Reuters leiðir í ljós. 2. júlí 2020 22:50