Sagðist ætla að „stúta“ fyrrverandi eiginkonu sinni Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. júlí 2020 15:50 Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/vilhelm Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku dæmdur í tólf mánaða fangelsi, þar af níu mánuði skilorðsbundna, fyrir að hóta fyrrverandi eiginkonu sinni og barnsmóður lífláti í gegnum tölvupóst. Þá var hann einnig dæmdur fyrir brot á nálgunarbanni gagnvart konunni með ítrekuðum tölvupóstsendingum. Maðurinn var annars vegar ákærður fyrir brot í nánu sambandi með því að hafa í maí í fyrra sent fyrrverandi eiginkonu sinni tölvupóst og hótað henni lífláti, sem var til þess fallið að vekja hjá henni ótta um líf sitt og velferð. Ákæran laut að eftirfarandi skilaboðum: „Ég ætla að stúta þér.“ Þá var maðurinn einnig ákærður fyrir brot á nálgunarbanni með því að hafa á um vikutímabili í maí og júní 2019 sent fyrrverandi eiginkonu sinni tölvupóst. Tölvupóstarnir voru á þriðja tug. Þá var honum einnig gefin að sök eldri brot á nálgunarbanni gagnvart konunni á mánaðartímabili í desember og janúar síðastliðnum. Þar var um að ræða tæplega tuttugu tölvupósta. Í dómi segir að maðurinn hafi játað brot sín skýlaust og taldist sannað að hann hefði gerst sekur um brot sín. Maðurinn hafði áður verið dæmdur í níu mánaða fangelsi fyrir brot í nánu sambandi í nóvember 2017 og afplánaði óskilorðsbundinn hluta þeirrar refsingar, eða þrjá mánuði. Brotin sem hann var nú sakfelldur fyrir voru að hluta framin innan skilorðs. Litið var til þess við ákvörðun refsingar að maðurinn játaði brot sín og þá lá fyrir ítarlegt vottorð frá geðlækni hans, þar sem margþættur geðvandi hans er rakinn. Þá hefur maðurinn sótt meðferð hjá Heimilisfriði, meðferðar- og þekkingarmiðstöð um ofbeldi í nánum samböndum. Hins vegar var einnig litið til þess að brot mannsins beindust gegn fyrrverandi eiginkonu hans og barnsmóður. Brotin voru litin alvarlegum augum enda lét hann sér ekki segjast eftir að hann var dæmdur árið 2017, að því er segir í dómi. Þar hafi hann brotið gróflega og ítrekað gegn friðhelgi konunnar. Dómsmál Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Fleiri fréttir Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Sjá meira
Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku dæmdur í tólf mánaða fangelsi, þar af níu mánuði skilorðsbundna, fyrir að hóta fyrrverandi eiginkonu sinni og barnsmóður lífláti í gegnum tölvupóst. Þá var hann einnig dæmdur fyrir brot á nálgunarbanni gagnvart konunni með ítrekuðum tölvupóstsendingum. Maðurinn var annars vegar ákærður fyrir brot í nánu sambandi með því að hafa í maí í fyrra sent fyrrverandi eiginkonu sinni tölvupóst og hótað henni lífláti, sem var til þess fallið að vekja hjá henni ótta um líf sitt og velferð. Ákæran laut að eftirfarandi skilaboðum: „Ég ætla að stúta þér.“ Þá var maðurinn einnig ákærður fyrir brot á nálgunarbanni með því að hafa á um vikutímabili í maí og júní 2019 sent fyrrverandi eiginkonu sinni tölvupóst. Tölvupóstarnir voru á þriðja tug. Þá var honum einnig gefin að sök eldri brot á nálgunarbanni gagnvart konunni á mánaðartímabili í desember og janúar síðastliðnum. Þar var um að ræða tæplega tuttugu tölvupósta. Í dómi segir að maðurinn hafi játað brot sín skýlaust og taldist sannað að hann hefði gerst sekur um brot sín. Maðurinn hafði áður verið dæmdur í níu mánaða fangelsi fyrir brot í nánu sambandi í nóvember 2017 og afplánaði óskilorðsbundinn hluta þeirrar refsingar, eða þrjá mánuði. Brotin sem hann var nú sakfelldur fyrir voru að hluta framin innan skilorðs. Litið var til þess við ákvörðun refsingar að maðurinn játaði brot sín og þá lá fyrir ítarlegt vottorð frá geðlækni hans, þar sem margþættur geðvandi hans er rakinn. Þá hefur maðurinn sótt meðferð hjá Heimilisfriði, meðferðar- og þekkingarmiðstöð um ofbeldi í nánum samböndum. Hins vegar var einnig litið til þess að brot mannsins beindust gegn fyrrverandi eiginkonu hans og barnsmóður. Brotin voru litin alvarlegum augum enda lét hann sér ekki segjast eftir að hann var dæmdur árið 2017, að því er segir í dómi. Þar hafi hann brotið gróflega og ítrekað gegn friðhelgi konunnar.
Dómsmál Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Fleiri fréttir Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Sjá meira