„Þessi ákvörðun er hneyksli“ Sindri Sverrisson skrifar 14. júlí 2020 14:00 Jürgen Klopp og Jose Mourinho eru ekki hrifnir af niðurstöðu CAS. VÍSIR/GETTY Var gærdagurinn góður eða slæmur fyrir fótboltaheiminn? Pep Guardiola er á öndverðum meiði við Jürgen Klopp hvað skoðun á því varðar. José Mourinho segir ákvörðun alþjóða íþróttadómstólsins, um að draga til baka Evrópubann Manchester City en sekta samt félagið, algjört hneyksli. UEFA úrskurðaði í febrúar Manchester City í tveggja ára bann frá Evrópukeppnum vegna meintra brota á reglum um fjárhagslega háttvísi. Alþjóða íþróttadómstóllinn, CAS, sneri þeim úrskurði í gær og lækkaði jafnframt sekt City úr 30 milljónum evra í 10 milljónir evra. Þá sekt fær félagið fyrir að hafa ekki verið samvinnuþýtt í rannsókn málsins, sem snerist um það hvort að City hefði falið rekstrartap með peningum frá Sheikh Mansour, eiganda félagsins, í gegnum auglýsingasamninga. „Ég óska engum neins slæms en ég tel ekki að gærdagurinn hafi verið góður dagur fyrir fótboltann. Reglurnar um fjárhagslega háttvísi eru góð hugmynd og voru settar til að verja liðin og keppnirnar, og félögin verða að gæta þess að peningarnir sem þau nota komi úr réttum áttum,“ sagði Klopp á blaðamannafundi í dag. „Ég kem frá Þýskalandi þar sem að kerfið er annað varðandi félögin, ekki þannig að þau séu í höndum eigenda, og á meðan að svo er þá koma ekki upp svona vandamál. Það er skýrt hvaðan peningarnir koma,“ sagði Klopp sem kvaðst þó ánægður með það að City yrði í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. „Hvað mig sjálfan varðar þá er ég ánægður með að Manchester City spili í Meistaradeildinni því ef að liðið myndi spila 12 leikjum minna þá sé ég ekki að önnur lið í úrvalsdeildinni eigi möguleika.“ Klippa: Mourinho gagnrýndi ákvörðun CAS „Við ættum að fá afsökunarbeiðni“ Stjóri Tottenham var allt annað en hrifinn af niðurstöðu alþjóða íþróttadómstólsins. „Þessi ákvörðun er hneyksli því ef að City er saklaust þá ætti liðið ekki að fá 10 milljóna evru sekt. Ef að maður er ekki sekur þá á maður ekki að fá sekt. Ef að þeir eru sekir þá er ákvörðunin líka hneyksli og þeir hefðu átt að fá bann. Ég veit ekki hvort að Manchester City er sekt eða ekki en ákvörðunin er skandall hvort sem er,“ sagði Mourinho. Pep Guardiola hefur alltaf sagst sannfærður um sakleysi Manchester City.VÍSIR/GETTY Guardiola, stjóri City, var spurður út í ummæli Mourinho á blaðamannafundi: „Við ættum að fá afsökunarbeiðni. Ef að við hefðum gert eitthvað rangt þá myndum við auðvitað una þeirri niðurstöðu. Við höfum rétt á að verja okkur þegar við teljum okkur ekki hafa gert neitt rangt. Þetta var góður dagur fyrir fótboltann. Ef að við hefðum brotið reglurnar þá hefðum við fengið bann. Félagið trúði því að það hefði gert allt rétt og nú hafa dómararnir þrír sagt að svo sé. Fólkið sem sagði að við værum að ljúga og svindla skeytti engu um að fólk er saklaust uns sekt er sönnuð,“ sagði Guardiola. Enski boltinn Tengdar fréttir Manchester City missir ekki sæti sitt í Meistaradeildinni Manchester City fær að taka þátt í Meistaradeildinni á næsta tímabili eftir úrskurð Alþjóða íþróttadómstólsins í dag. 13. júlí 2020 08:42 Pep Guardiola sagður fá að eyða 150 milljónum punda í nýja leikmenn í sumar Manchester City fagnaði sigri á UEFA í gær og mun láta til sín taka á leikmannamarkaðnum í sumarglugganum. 14. júlí 2020 08:30 Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira
Var gærdagurinn góður eða slæmur fyrir fótboltaheiminn? Pep Guardiola er á öndverðum meiði við Jürgen Klopp hvað skoðun á því varðar. José Mourinho segir ákvörðun alþjóða íþróttadómstólsins, um að draga til baka Evrópubann Manchester City en sekta samt félagið, algjört hneyksli. UEFA úrskurðaði í febrúar Manchester City í tveggja ára bann frá Evrópukeppnum vegna meintra brota á reglum um fjárhagslega háttvísi. Alþjóða íþróttadómstóllinn, CAS, sneri þeim úrskurði í gær og lækkaði jafnframt sekt City úr 30 milljónum evra í 10 milljónir evra. Þá sekt fær félagið fyrir að hafa ekki verið samvinnuþýtt í rannsókn málsins, sem snerist um það hvort að City hefði falið rekstrartap með peningum frá Sheikh Mansour, eiganda félagsins, í gegnum auglýsingasamninga. „Ég óska engum neins slæms en ég tel ekki að gærdagurinn hafi verið góður dagur fyrir fótboltann. Reglurnar um fjárhagslega háttvísi eru góð hugmynd og voru settar til að verja liðin og keppnirnar, og félögin verða að gæta þess að peningarnir sem þau nota komi úr réttum áttum,“ sagði Klopp á blaðamannafundi í dag. „Ég kem frá Þýskalandi þar sem að kerfið er annað varðandi félögin, ekki þannig að þau séu í höndum eigenda, og á meðan að svo er þá koma ekki upp svona vandamál. Það er skýrt hvaðan peningarnir koma,“ sagði Klopp sem kvaðst þó ánægður með það að City yrði í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. „Hvað mig sjálfan varðar þá er ég ánægður með að Manchester City spili í Meistaradeildinni því ef að liðið myndi spila 12 leikjum minna þá sé ég ekki að önnur lið í úrvalsdeildinni eigi möguleika.“ Klippa: Mourinho gagnrýndi ákvörðun CAS „Við ættum að fá afsökunarbeiðni“ Stjóri Tottenham var allt annað en hrifinn af niðurstöðu alþjóða íþróttadómstólsins. „Þessi ákvörðun er hneyksli því ef að City er saklaust þá ætti liðið ekki að fá 10 milljóna evru sekt. Ef að maður er ekki sekur þá á maður ekki að fá sekt. Ef að þeir eru sekir þá er ákvörðunin líka hneyksli og þeir hefðu átt að fá bann. Ég veit ekki hvort að Manchester City er sekt eða ekki en ákvörðunin er skandall hvort sem er,“ sagði Mourinho. Pep Guardiola hefur alltaf sagst sannfærður um sakleysi Manchester City.VÍSIR/GETTY Guardiola, stjóri City, var spurður út í ummæli Mourinho á blaðamannafundi: „Við ættum að fá afsökunarbeiðni. Ef að við hefðum gert eitthvað rangt þá myndum við auðvitað una þeirri niðurstöðu. Við höfum rétt á að verja okkur þegar við teljum okkur ekki hafa gert neitt rangt. Þetta var góður dagur fyrir fótboltann. Ef að við hefðum brotið reglurnar þá hefðum við fengið bann. Félagið trúði því að það hefði gert allt rétt og nú hafa dómararnir þrír sagt að svo sé. Fólkið sem sagði að við værum að ljúga og svindla skeytti engu um að fólk er saklaust uns sekt er sönnuð,“ sagði Guardiola.
Enski boltinn Tengdar fréttir Manchester City missir ekki sæti sitt í Meistaradeildinni Manchester City fær að taka þátt í Meistaradeildinni á næsta tímabili eftir úrskurð Alþjóða íþróttadómstólsins í dag. 13. júlí 2020 08:42 Pep Guardiola sagður fá að eyða 150 milljónum punda í nýja leikmenn í sumar Manchester City fagnaði sigri á UEFA í gær og mun láta til sín taka á leikmannamarkaðnum í sumarglugganum. 14. júlí 2020 08:30 Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira
Manchester City missir ekki sæti sitt í Meistaradeildinni Manchester City fær að taka þátt í Meistaradeildinni á næsta tímabili eftir úrskurð Alþjóða íþróttadómstólsins í dag. 13. júlí 2020 08:42
Pep Guardiola sagður fá að eyða 150 milljónum punda í nýja leikmenn í sumar Manchester City fagnaði sigri á UEFA í gær og mun láta til sín taka á leikmannamarkaðnum í sumarglugganum. 14. júlí 2020 08:30