Anna Kolbrún þarf að greiða danska innheimtufyrirtækinu Sylvía Hall skrifar 14. júlí 2020 10:47 Anna Kolbrún Árnadóttir. Vísir/Getty Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, þarf að greiða danska innheimtufyrirtækinu Lowell Danmark 68.561 danska krónu vegna láns sem hún tók hjá danska bankanum Fionia Bank og fór í vanskil. Upphæðin samsvarar tæplega einni og hálfri milljón íslenskra króna en dómur féll í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku. Fionia Bank fór í slitameðferð árið 2006, skömmu eftir að Anna Kolbrún gerði sátt við bankann um ákveðna fjárhæð. Bankinn var yfirtekinn af danska fjármálaeftirlitinu sem seldi hluta til Nordea bankans. Krafa Önnu var síðan yfirtekin af Lowell Danmark. Lowell Danmark fór fram á að Anna Kolbrún myndi greiða 623.281 danskar krónur, eða rúmlega 13 milljónir íslenskra króna, vegna lánsins með 8,05 prósent ársvöxtum frá 12. desember 2016 að frádregnum 54.328 innborgunum. Dómurinn taldi ósannað að krafan sem fyrirtækið fékk framselda hafi numið hærri upphæð en 68.561 danskri krónu. Vísir greindi frá málinu í mars og sagði Eiríkur Gunnsteinsson, verjandi Önnu Kolbrúnar, að það Anna Kolbrún hafi greitt samviskulega af láninu frá 2006 til byrjun árs 2009 og svo óreglulega til 2014. Eftir að krafan fór í innheimtu hafi verið ágreiningur um hana. Lowell Danmark var gert að greiða Önnu Kolbrúnu 473.300 krónur í málskostnað. Dómsmál Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Fleiri fréttir Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Sjá meira
Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, þarf að greiða danska innheimtufyrirtækinu Lowell Danmark 68.561 danska krónu vegna láns sem hún tók hjá danska bankanum Fionia Bank og fór í vanskil. Upphæðin samsvarar tæplega einni og hálfri milljón íslenskra króna en dómur féll í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku. Fionia Bank fór í slitameðferð árið 2006, skömmu eftir að Anna Kolbrún gerði sátt við bankann um ákveðna fjárhæð. Bankinn var yfirtekinn af danska fjármálaeftirlitinu sem seldi hluta til Nordea bankans. Krafa Önnu var síðan yfirtekin af Lowell Danmark. Lowell Danmark fór fram á að Anna Kolbrún myndi greiða 623.281 danskar krónur, eða rúmlega 13 milljónir íslenskra króna, vegna lánsins með 8,05 prósent ársvöxtum frá 12. desember 2016 að frádregnum 54.328 innborgunum. Dómurinn taldi ósannað að krafan sem fyrirtækið fékk framselda hafi numið hærri upphæð en 68.561 danskri krónu. Vísir greindi frá málinu í mars og sagði Eiríkur Gunnsteinsson, verjandi Önnu Kolbrúnar, að það Anna Kolbrún hafi greitt samviskulega af láninu frá 2006 til byrjun árs 2009 og svo óreglulega til 2014. Eftir að krafan fór í innheimtu hafi verið ágreiningur um hana. Lowell Danmark var gert að greiða Önnu Kolbrúnu 473.300 krónur í málskostnað.
Dómsmál Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Fleiri fréttir Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Sjá meira