Leikmennirnir fjórir sem Pep Guardiola er sagður vera með augun á Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2020 12:30 David Alaba hefur verið lengi hiá Bayern München og spilaði með liðinu þegar Pep Guardiola var þar. Nú vill Pep fá hann til Manchester City. EPA-EFE/ALEXANDER HASSENSTEIN Liverpool vann yfirburðasigur í ensku úrvalsdeildinni í ár eftir að Manchester City hafði unnið deildina tvö ár í röð. Eftir að Alþjóða íþróttadómstóllinn ógildi bann Manchester City frá Evrópukeppnunum þá hætta menn að pæla í hvaða leikmenn haldi áfram hjá félaginu. Guardiola og bestu leikmenn liðsins eru nú klárir í slaginn og þeir munu fá hjálp. Daily Mail slær því upp að Pep Guardiola sé með augun á fjórum nýjum leikmönnum og hann fær líka fullt af pening frá eigendunum til að kaupa þá í sumar. Leikmennirnir sem eru nú sterklega orðaðir við Manchester City liðið eru varnarmennirnir David Alaba (Bayern) og Kalidou Koulibaly (Napoli), vængmaðurinn Ferran Torres (Valencia) og sóknarmaðurinn Lautaro Martinez (Inter). Pep Guardiola has his eye on four massive signings as he aims to win the title back from Liverpool. https://t.co/N9DRNTDsEO— SPORTbible (@sportbible) July 14, 2020 Það er ljóst að Guardiola þarf að styrkja varnarleikinn en það eru einkum mistök í honum sem hafa þýtt að City liðið hefur tapað níu deildarleikjum á leiktíðinni. Það væri því mjög sterkt að ná í þá David Alaba og Kalidou Koulibaly. David Alaba spilaði fyrir Guardiola hjá Bayern og getur spilað margar stöður á vellinum. Hann hefur spilað sem miðvörður á þessu tímabili en getur einnig spilað á miðjunni og sem bakvörður. Kalidou Koulibaly er einn besti miðvörður heims og hefur einnig verið orðaður við bæði Liverpool og Manchester United. Man City to accelerate rebuild plans with up to five new signings | @TelegraphDucker https://t.co/gH38hxQVWg— Telegraph Football (@TeleFootball) July 13, 2020 Hinn eldfljóti Ferran Torres hefur einnig verið orðaður við Manchester United en samningur hans er að renna út eftir ár og það má búast við því að Valencia reyni að fá eitthvað fyrir hann i sumar. Barcelona er eitt af þeim félögum sem hefur mikinn áhuga á argentínska framherjanum Lautaro Martinez en hann er aðeins 22 ára gamall. Börsungar eiga ekki mikinn pening og hafa verið að reyna að búa til skiptidíl. Inter gæti því freistast til að selja hann frekar til Manchester City. Með góðum liðstyrk er líklegt að Manchester City komist aftur í bílstjórasætið í baráttunni um enska meistaratitilinn því ekki lítur út fyrir að Liverpool ætli að eyða miklu í nýja leikmenn í sumar. Það er líka almennt talið hjálpa Manchester City, með sína svakalegu breidd, að það verða áfram leyfðar fimm skiptingar á næstu leiktíð. Enski boltinn Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Fleiri fréttir Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Í beinni: Ipswich Town - Manchester City | Meistararnir heimsækja nýliðana Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Sjá meira
Liverpool vann yfirburðasigur í ensku úrvalsdeildinni í ár eftir að Manchester City hafði unnið deildina tvö ár í röð. Eftir að Alþjóða íþróttadómstóllinn ógildi bann Manchester City frá Evrópukeppnunum þá hætta menn að pæla í hvaða leikmenn haldi áfram hjá félaginu. Guardiola og bestu leikmenn liðsins eru nú klárir í slaginn og þeir munu fá hjálp. Daily Mail slær því upp að Pep Guardiola sé með augun á fjórum nýjum leikmönnum og hann fær líka fullt af pening frá eigendunum til að kaupa þá í sumar. Leikmennirnir sem eru nú sterklega orðaðir við Manchester City liðið eru varnarmennirnir David Alaba (Bayern) og Kalidou Koulibaly (Napoli), vængmaðurinn Ferran Torres (Valencia) og sóknarmaðurinn Lautaro Martinez (Inter). Pep Guardiola has his eye on four massive signings as he aims to win the title back from Liverpool. https://t.co/N9DRNTDsEO— SPORTbible (@sportbible) July 14, 2020 Það er ljóst að Guardiola þarf að styrkja varnarleikinn en það eru einkum mistök í honum sem hafa þýtt að City liðið hefur tapað níu deildarleikjum á leiktíðinni. Það væri því mjög sterkt að ná í þá David Alaba og Kalidou Koulibaly. David Alaba spilaði fyrir Guardiola hjá Bayern og getur spilað margar stöður á vellinum. Hann hefur spilað sem miðvörður á þessu tímabili en getur einnig spilað á miðjunni og sem bakvörður. Kalidou Koulibaly er einn besti miðvörður heims og hefur einnig verið orðaður við bæði Liverpool og Manchester United. Man City to accelerate rebuild plans with up to five new signings | @TelegraphDucker https://t.co/gH38hxQVWg— Telegraph Football (@TeleFootball) July 13, 2020 Hinn eldfljóti Ferran Torres hefur einnig verið orðaður við Manchester United en samningur hans er að renna út eftir ár og það má búast við því að Valencia reyni að fá eitthvað fyrir hann i sumar. Barcelona er eitt af þeim félögum sem hefur mikinn áhuga á argentínska framherjanum Lautaro Martinez en hann er aðeins 22 ára gamall. Börsungar eiga ekki mikinn pening og hafa verið að reyna að búa til skiptidíl. Inter gæti því freistast til að selja hann frekar til Manchester City. Með góðum liðstyrk er líklegt að Manchester City komist aftur í bílstjórasætið í baráttunni um enska meistaratitilinn því ekki lítur út fyrir að Liverpool ætli að eyða miklu í nýja leikmenn í sumar. Það er líka almennt talið hjálpa Manchester City, með sína svakalegu breidd, að það verða áfram leyfðar fimm skiptingar á næstu leiktíð.
Enski boltinn Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Fleiri fréttir Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Í beinni: Ipswich Town - Manchester City | Meistararnir heimsækja nýliðana Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Sjá meira