Fylkismenn hafa ekki unnið fleiri deildarleiki í röð í átján ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2020 13:00 Fylkismenn hafa unnið síðustu fjóra leiki sína í Pepsi Max deildinni með markatölunni 10-3. Vísir/Vilhelm Fylkismenn unnu sinn fjórða leik í röð í Pepsi Max deildinni í gærkvöldi en þetta er í fyrsta sinn í sjö ár sem liðið nær að vinna svo marga deildarleiki í röð. Fylkir tapaði tveimur fyrstu leikjum sínum í Pepsi Max deildinni í sumar en hefur fylgt því eftir með því að vinna Gróttu, Fjölni, KA og nú síðast FH í gærkvöldi. Fylkir vann síðast fjóra leiki í röð í júlí og ágúst árið 2013. Það þarf síðan að fara enn lengra aftur í tímann til að finna lengri sigurgöngu hjá Fylkisliðinu. Fylkir vann síðast fleiri en fjóra deildarleiki í röð tímabilið 2002 þegar liðið vann fimm leiki í röð í júlí og ágúst. Það er lengsta sigurganga Fylkis í efstu deild. Fylkir endaði í öðru sæti sumarið 2002 en missti þá af Íslandsmeistaratitlinum í lokaumferðunum. Fylkir var sjö mínútum frá því að tryggja sér titilinn í næstsíðustu umferðinni og tapaði síðan í lokaumferðinni upp á Akranesi. KR náði að jafna metin í 1-1 í Árbænum í næstsíðustu umferðinni og tryggði sér síðan Íslandsmeistaratitilinn með 5-0 sigri á Þór í lokaumferðinni. Þyrlan fór því með Íslandsmeistarabikarinn frá Skaganum og upp á KR-völl. Fylkir hefur aldrei verið nærri því að verða Íslandsmeistari. Markaskorararnir í 2-1 sigrinum á FH í Kaplakrika eru hvorugir búnir að halda upp á tvítugsafmælið sitt. Arnór Borg Guðjohnsen, sem skoraði sigurmarkið fjórum mínútum eftir að hann kom inn á sem varamaður verður tvítugur í september og Þórður Gunnar Hafþórsson, sem kom Fylki í 1-0, verður ekki nítján ára fyrr en í ágúst. Fylkismenn hafa reyndar unnið fimm síðustu leiki sína því fyrsti sigurinn á tímabilinu var 8-0 sigur á ÍH í 32 liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Eftir það hefur Árbæjarliðið unnið alla sína leiki í Pepsi Max deildinni. Lengstu sigurgöngur Fylkis í efstu deild: 5 - 2002 4 - 2020 (enn í gangi) 4 - 2013 3 - 2000 3 - 2002 3 - 2004 3 - 2007 3 - 2008 3 - 2009 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Handbolti Fleiri fréttir „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Sjá meira
Fylkismenn unnu sinn fjórða leik í röð í Pepsi Max deildinni í gærkvöldi en þetta er í fyrsta sinn í sjö ár sem liðið nær að vinna svo marga deildarleiki í röð. Fylkir tapaði tveimur fyrstu leikjum sínum í Pepsi Max deildinni í sumar en hefur fylgt því eftir með því að vinna Gróttu, Fjölni, KA og nú síðast FH í gærkvöldi. Fylkir vann síðast fjóra leiki í röð í júlí og ágúst árið 2013. Það þarf síðan að fara enn lengra aftur í tímann til að finna lengri sigurgöngu hjá Fylkisliðinu. Fylkir vann síðast fleiri en fjóra deildarleiki í röð tímabilið 2002 þegar liðið vann fimm leiki í röð í júlí og ágúst. Það er lengsta sigurganga Fylkis í efstu deild. Fylkir endaði í öðru sæti sumarið 2002 en missti þá af Íslandsmeistaratitlinum í lokaumferðunum. Fylkir var sjö mínútum frá því að tryggja sér titilinn í næstsíðustu umferðinni og tapaði síðan í lokaumferðinni upp á Akranesi. KR náði að jafna metin í 1-1 í Árbænum í næstsíðustu umferðinni og tryggði sér síðan Íslandsmeistaratitilinn með 5-0 sigri á Þór í lokaumferðinni. Þyrlan fór því með Íslandsmeistarabikarinn frá Skaganum og upp á KR-völl. Fylkir hefur aldrei verið nærri því að verða Íslandsmeistari. Markaskorararnir í 2-1 sigrinum á FH í Kaplakrika eru hvorugir búnir að halda upp á tvítugsafmælið sitt. Arnór Borg Guðjohnsen, sem skoraði sigurmarkið fjórum mínútum eftir að hann kom inn á sem varamaður verður tvítugur í september og Þórður Gunnar Hafþórsson, sem kom Fylki í 1-0, verður ekki nítján ára fyrr en í ágúst. Fylkismenn hafa reyndar unnið fimm síðustu leiki sína því fyrsti sigurinn á tímabilinu var 8-0 sigur á ÍH í 32 liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Eftir það hefur Árbæjarliðið unnið alla sína leiki í Pepsi Max deildinni. Lengstu sigurgöngur Fylkis í efstu deild: 5 - 2002 4 - 2020 (enn í gangi) 4 - 2013 3 - 2000 3 - 2002 3 - 2004 3 - 2007 3 - 2008 3 - 2009
Lengstu sigurgöngur Fylkis í efstu deild: 5 - 2002 4 - 2020 (enn í gangi) 4 - 2013 3 - 2000 3 - 2002 3 - 2004 3 - 2007 3 - 2008 3 - 2009
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Handbolti Fleiri fréttir „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki