Völdu Júlían, Fjallið, Fúsa og Gunnar Nelson til að verja leikstjórnandann Ásdísi Hjálmsdóttur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2020 10:30 Ásdís Hjálmsdóttir ætti ekki að eiga í miklum vandræðum með að kasta langt og þá er gott að vita af útherjanum Guðjóni Val Sigurðssyni. Getty/ Ian Walton Hvernig væri íslenska landsliðið í amerískum fótbolta? Strákarnir í hlaðvarpsþættinum Tíu Jardarnir fundu réttu leikmennina í hverja stöðu úr hópi íslensk afreksíþróttafólks og útkoman var áhugaverð. Hlaðvarpsþátturinn Tíu Jardarnir fjallar um amerískan fótbolta og í nýjasta þættinum urðu þeir við ósk hlustanda um að henda í íslenska landsliðið í amerískum fótbolta. Sú leið var farin að horfa á íslenskt afreksíþróttafólk í gegnum tíðina og finna réttu stöðuna fyrir hvert þeirra. Okkar nýjasti þáttur bauð upp á skemmtilega æfingu on the spot, þar sem við vorum beðnir um að henda í íslenska landsliðið í amerískum fótbolta!Þetta var niðurstaðan, hvernig lýst ykkur á?#nflisland #tiujardarnir pic.twitter.com/4LUd9uh2Iv— Tíu Jardarnir (@tiujardarnir) July 13, 2020 Ellefu leikmenn skipa sóknarlið í amerískum fótbolta, allt frá leikstjórnanda niður í mennina á bardagalínunni. Það er óhætt að segja að þeir hafi verið fljótir að finna stöðu fyrir handboltamanninn Guðjón Val Sigurðsson sem er náttúrulega fæddur fyrstu útherji enda enginn í handboltaheiminum betri en hann í hraðaupphlaupum. Í fyrstu hugsuðu þeir sér að nota handboltamennina Aron Pálmarsson eða Ólaf Stefánsson sem leikstjórnanda eða körfuboltamennina Jón Arnór Stefánsson og Martin Hermannsson en á endanum féllust þeir á að að spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir yrði leikstjórnandi liðsins enda vön að kasta langt. KR-ingurinn Óskar Örn Hauksson er hlaupari liðsins og Kristófer Acox er innherji sem er staða sem margir fyrrum körfuboltamenn spila í NFL. Hinir útherjarnir auk Guðjóns Vals voru þau Margrét Lára Viðarsdóttir og Jóhann Berg Guðmundsson. Það þarf líka að hugsa um að verja leikstjórnandann. Kúluvarparinn Hreinn Halldórsson var valinn sem senter en í sóknarlínunni voru síðan ekki minni menn en kraftakarlinn Hafþór Júlíus Björnsson, Íþróttamaður ársins og kraftlyftingamaninn Júlían Jóhann Karl Jóhannsson, handboltamaðurinn Sigfús Sigurðsson og bardagamaðurinn Gunnar Nelson. Það er ljóst að Ásdís ætti að fá tíma til að senda boltann fram ef þessir menn væru að passa upp á hana. Að lokum var komið að því að velja þjálfarana. Guðjón Þórðarson var aðalþjálfari liðsins, Guðmundur Guðmundsson er sóknarþjálfari og Alfreð Gíslason er varnarþjálfari. Það má hlusta hér á nýjasta hlaðvarpsþáttinn en umfjöllunin um liðið hefst eftir 56 mínútur. NFL Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti „Engin draumastaða“ Handbolti Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Fleiri fréttir Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út „Engin draumastaða“ Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Dagskráin: Körfuboltakvöld og risa Íslendingaslagur í Þýskalandi Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Sjá meira
Hvernig væri íslenska landsliðið í amerískum fótbolta? Strákarnir í hlaðvarpsþættinum Tíu Jardarnir fundu réttu leikmennina í hverja stöðu úr hópi íslensk afreksíþróttafólks og útkoman var áhugaverð. Hlaðvarpsþátturinn Tíu Jardarnir fjallar um amerískan fótbolta og í nýjasta þættinum urðu þeir við ósk hlustanda um að henda í íslenska landsliðið í amerískum fótbolta. Sú leið var farin að horfa á íslenskt afreksíþróttafólk í gegnum tíðina og finna réttu stöðuna fyrir hvert þeirra. Okkar nýjasti þáttur bauð upp á skemmtilega æfingu on the spot, þar sem við vorum beðnir um að henda í íslenska landsliðið í amerískum fótbolta!Þetta var niðurstaðan, hvernig lýst ykkur á?#nflisland #tiujardarnir pic.twitter.com/4LUd9uh2Iv— Tíu Jardarnir (@tiujardarnir) July 13, 2020 Ellefu leikmenn skipa sóknarlið í amerískum fótbolta, allt frá leikstjórnanda niður í mennina á bardagalínunni. Það er óhætt að segja að þeir hafi verið fljótir að finna stöðu fyrir handboltamanninn Guðjón Val Sigurðsson sem er náttúrulega fæddur fyrstu útherji enda enginn í handboltaheiminum betri en hann í hraðaupphlaupum. Í fyrstu hugsuðu þeir sér að nota handboltamennina Aron Pálmarsson eða Ólaf Stefánsson sem leikstjórnanda eða körfuboltamennina Jón Arnór Stefánsson og Martin Hermannsson en á endanum féllust þeir á að að spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir yrði leikstjórnandi liðsins enda vön að kasta langt. KR-ingurinn Óskar Örn Hauksson er hlaupari liðsins og Kristófer Acox er innherji sem er staða sem margir fyrrum körfuboltamenn spila í NFL. Hinir útherjarnir auk Guðjóns Vals voru þau Margrét Lára Viðarsdóttir og Jóhann Berg Guðmundsson. Það þarf líka að hugsa um að verja leikstjórnandann. Kúluvarparinn Hreinn Halldórsson var valinn sem senter en í sóknarlínunni voru síðan ekki minni menn en kraftakarlinn Hafþór Júlíus Björnsson, Íþróttamaður ársins og kraftlyftingamaninn Júlían Jóhann Karl Jóhannsson, handboltamaðurinn Sigfús Sigurðsson og bardagamaðurinn Gunnar Nelson. Það er ljóst að Ásdís ætti að fá tíma til að senda boltann fram ef þessir menn væru að passa upp á hana. Að lokum var komið að því að velja þjálfarana. Guðjón Þórðarson var aðalþjálfari liðsins, Guðmundur Guðmundsson er sóknarþjálfari og Alfreð Gíslason er varnarþjálfari. Það má hlusta hér á nýjasta hlaðvarpsþáttinn en umfjöllunin um liðið hefst eftir 56 mínútur.
NFL Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti „Engin draumastaða“ Handbolti Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Fleiri fréttir Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út „Engin draumastaða“ Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Dagskráin: Körfuboltakvöld og risa Íslendingaslagur í Þýskalandi Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga