Blikinn Brynjólfur Andersen Willumsson er með yfirburðarforystu í Pepsi Max deild karla þegar kemur að því að reyna að sóla andstæðinga sína.
Brynjólfur hefur reynt 11,36 sinnum að leika á menn að meðaltali á hverjar 90 mínútur sem hann hefur spilað í sumar samkvæmt úttekt Wyscout.
Næstur á eftir Brynjólfi er FH-ingurinn Jónatan Ingi Jónsson með 8,73 reynda einleik að meðaltali á hverjar 90 mínútur. Þriðji er síðan Axel Freyr Harðarson hjá Gróttu með 8,50 reynda einleiki á 90 mínútur.
Brynjólfur var reyndar frekar rólegur í fyrstu þremur leikjunum en í undanförnum tveimur leikjum hefur hann reynt alls 33 sinnum að sóla andstæðinga sína þar af 21 sinni í leiknum á móti KA fyrir norðan.
Í 56,9 prósent tilfella hefur þetta gengið upp hjá Brynjólfi og þetta skilaði meðal annars einu marki á móti KA fyrir norðan.
Blikar eru það lið sem hefur reynt oftast að sóla andstæðinginn, 24,67 sinnum í hverjum leik og Brynjólfur á því næstum því helminginn af þeim tilraunum. Nýliðar Gróttu eru aftur á móti í öðru sæti (37,69) og Stjarnan er í því þriðja (26,26).
FH-ingar eiga kannski manninn í öðru sæti á þessum lista en það breytir ekki því að FH-liðið rekur lestina og er það lið sem hefur reynt sjaldnast að sóla andstæðing í Pepsi Max deildinni til þessa. Fjölni og HK eru í næstu sætum fyrir ofan.
Flestir reyndir einleikir á hverjar 90 mínútur í Pepsi Max deild karla:
(Tölfræði frá Wyscout til og með 12. júlí 2020)
- 1. Brynjólfur Andersen Willumsson, Breiðabliki 11,36
- 2. Jónatan Ingi Jónsson, FH 8,73
- 3. Axel Freyr Harðarson, Gróttu 8,50
- 4. Axel Sigurðarson, Gróttu 8,41
- 5. Atli Sigurjónsson, KR 8,21
- 6. Aron Bjarnason, Val 7,33
- 7. Valgeir Valgeirsson. HK 6,94
- 8. Djair Parfitt-Williams, Fylki 6,70
- 9. Hallgrímur Mar Steingrímsson, KA 5,78
- 10. Valdimar Þór Ingimundarson, Fylki 5,72