Sara kom sjálfri sér á óvart og vann gull í KIA Silfurhringnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júlí 2020 14:30 Sara Sigmundsdóttir með gullverðlaunin sem hún vann á Laugarvatni um helgina. Skjámynd/Instagram Íslenska CrossFit konan Sara Sigmundsdóttir kom fyrst í mark í sínum flokki í árlegu hjólakeppninni sem fór fram í kringum Laugarvatn um helgina. CrossFit fólkið þarf að vera tilbúið í alla mögulegar æfingar í sínum keppnum og þar á meðal að hjóla. Æfingar og keppnir á hjóli hafa greinilega skilað sínu hjá Söru. Sara Sigmundsdóttir kom fyrst í mark í flokki 20 til 29 ára í KIA Silfurhringnum með því að klára kílómetrana fimmtíu á einum klukkutíma, 47 mínútum og sex sekúndum. Mótshaldarar þurftu reyndar að breyta leiðinni skömmu fyrir keppni og að þessu sinni var hjóla í vestur í Silfurhringnum frá Laugarvatni upp Lyngalsheiðina og í átt að Þingvöllum. Þaðan var síðan farið sömu leið til baka. Sara sagði frá árangri sínum á Instagram: „Tók þátt í Silfurhringnum á laugardaginn og það gekk mun betur en ég hefði getað ímyndað mér,“ skrifaði Sara eins og sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram Did the Silfurhringurinn bicycle competition on Saturday and it went way better than I could ever have imagined Big thanks to @triverslun for setting me up with a bike and everything else I needed for the comp. _ #ilovecompeting #kiasilfurhringurinn #triverslun #cubebikes #foodspringathletics #unbroken #fitaid #iceland A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) on Jul 13, 2020 at 3:36am PDT Sara Sigmundsdóttir endaði í sjöunda sæti í opna flokki KIA silfurhringsins. Margrét Pálsdóttir vann KIA silfurhringinn í kvennaflokki, Helga Guðrún Ólafsdóttir varð önnur og Anna Cecilia Inghammar tók þriðja sætið. Margrét Pálsdóttir kom í mark á einum klukkutíma, 33 mínútum og 27 sekúndum og var því rúmum tólf mínútum á undan Söru. Sara varð tæpum níu mínútum frá verðlaunapallinum í opnum flokki. Sam Gateman vann KIA gullhringinn í karlaflokki, Huub Deelstra varð annar og Eyjólfur Guðgeirsson varð þriðji. Elín Björg Björnsdóttir vann KIA gullhringinn í kvennaflokki, Hrefna Sigurbjörg Jóhannsdóttir varð önnur og Katrín Pálsdóttir varð þriðja. Ole Bjorn Smisethjell vann KIA silfurhringinn í karlaflokki, Brynjar Örn Borgþórsson varð annar og Guðni Ásbjörnsson varð þriðji. Guðmundur Arason Öfjörð vann KIA bronshringinn í karlaflokki, Yngvi Guðmundsson varð annar og Sigurður Grétar Ólafsson varð þriðji. Þóra Katrín Gunnarsdóttir vann KIA bronshringinn í kvennaflokki, Kristín Pálsdóttir varð önnur og Elísabet Jónsdóttir varð þriðja. Hjólreiðar CrossFit Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Fleiri fréttir Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Kolbeinn mætir ósigruðum kappa Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út „Engin draumastaða“ Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Dagskráin: Körfuboltakvöld og risa Íslendingaslagur í Þýskalandi Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Sjá meira
Íslenska CrossFit konan Sara Sigmundsdóttir kom fyrst í mark í sínum flokki í árlegu hjólakeppninni sem fór fram í kringum Laugarvatn um helgina. CrossFit fólkið þarf að vera tilbúið í alla mögulegar æfingar í sínum keppnum og þar á meðal að hjóla. Æfingar og keppnir á hjóli hafa greinilega skilað sínu hjá Söru. Sara Sigmundsdóttir kom fyrst í mark í flokki 20 til 29 ára í KIA Silfurhringnum með því að klára kílómetrana fimmtíu á einum klukkutíma, 47 mínútum og sex sekúndum. Mótshaldarar þurftu reyndar að breyta leiðinni skömmu fyrir keppni og að þessu sinni var hjóla í vestur í Silfurhringnum frá Laugarvatni upp Lyngalsheiðina og í átt að Þingvöllum. Þaðan var síðan farið sömu leið til baka. Sara sagði frá árangri sínum á Instagram: „Tók þátt í Silfurhringnum á laugardaginn og það gekk mun betur en ég hefði getað ímyndað mér,“ skrifaði Sara eins og sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram Did the Silfurhringurinn bicycle competition on Saturday and it went way better than I could ever have imagined Big thanks to @triverslun for setting me up with a bike and everything else I needed for the comp. _ #ilovecompeting #kiasilfurhringurinn #triverslun #cubebikes #foodspringathletics #unbroken #fitaid #iceland A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) on Jul 13, 2020 at 3:36am PDT Sara Sigmundsdóttir endaði í sjöunda sæti í opna flokki KIA silfurhringsins. Margrét Pálsdóttir vann KIA silfurhringinn í kvennaflokki, Helga Guðrún Ólafsdóttir varð önnur og Anna Cecilia Inghammar tók þriðja sætið. Margrét Pálsdóttir kom í mark á einum klukkutíma, 33 mínútum og 27 sekúndum og var því rúmum tólf mínútum á undan Söru. Sara varð tæpum níu mínútum frá verðlaunapallinum í opnum flokki. Sam Gateman vann KIA gullhringinn í karlaflokki, Huub Deelstra varð annar og Eyjólfur Guðgeirsson varð þriðji. Elín Björg Björnsdóttir vann KIA gullhringinn í kvennaflokki, Hrefna Sigurbjörg Jóhannsdóttir varð önnur og Katrín Pálsdóttir varð þriðja. Ole Bjorn Smisethjell vann KIA silfurhringinn í karlaflokki, Brynjar Örn Borgþórsson varð annar og Guðni Ásbjörnsson varð þriðji. Guðmundur Arason Öfjörð vann KIA bronshringinn í karlaflokki, Yngvi Guðmundsson varð annar og Sigurður Grétar Ólafsson varð þriðji. Þóra Katrín Gunnarsdóttir vann KIA bronshringinn í kvennaflokki, Kristín Pálsdóttir varð önnur og Elísabet Jónsdóttir varð þriðja.
Hjólreiðar CrossFit Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Fleiri fréttir Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Kolbeinn mætir ósigruðum kappa Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út „Engin draumastaða“ Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Dagskráin: Körfuboltakvöld og risa Íslendingaslagur í Þýskalandi Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Sjá meira