Manchester City missir ekki sæti sitt í Meistaradeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júlí 2020 08:42 Raheem Sterling og félagar í Manchester City geta fagnað í dag eftir úrskurðinn hjá CAS. EPA-EFE/Laurence Griffiths Alþjóða íþróttadómstóllinn (Court of Arbitration for Sport) tilkynnti í dag úrskurð sinn í máli Manchester City en enska félagið hafði verið dæmt í tveggja ára bann frá Meistaradeildinni ó vetur. Alþjóða íþróttadómstóllinn ákvað það að City missi ekki keppnisrétt sinn í Evrópukeppnum vegna brota sinna á rekstrarreglum UEFA. The Court of Arbitration for Sport (Cas) announced Manchester City were cleared of "disguising equity funds" on Monday.— BBC Sport (@BBCSport) July 13, 2020 Manchester City fagnar örugglega niðurstöðunni en félagið sleppur við bannið og þá er sekt félagsins minnkuð um tuttugu milljónir evra. Framtíð félagsins var í húfi enda átti Manchester City á hættu að missa sína bestu menn ef liðið spilaði ekki í Meistaradeildinni í tvö ár. Alþjóða íþróttadómstóllinn taldi að það væri ekki nægar sannanir fyrir brotum Manchester City og þá var of langt liðum frá sumum brotunum til að geta refsað fyrir þau samkvæmt reglum UEFA. Mánudagurinn 13. júli er því sigurdagur fyrir Manchester City. Knattspyrnusamband Evrópu hafði dæmt Manchester City í tveggja ára bann frá Evrópukeppnunum í febrúar og auk þess átti City að greiða 30 milljónir evra, 4,8 milljarða íslenskra króna, í sekt. BREAKING: Manchester City s two-year European ban has been lifted, and their fine reduced to 10M, by the Court of Arbitration for Sport pic.twitter.com/5jdT5RDKrr— B/R Football (@brfootball) July 13, 2020 Manchester City hafði að mati dómstóls UEFA brotið gegn reglum um rekstur fótboltafélaga með því að fela umfram útgjöld félagsins í ársreikningi. City var sakfellt fyrir það að láta líta þannig út að félagið væri að fá meiri pening inn frá styrktaraðilum tengdum eigenda félagsins Sjeik Mansour. Sjeik Mansour eignaðist Manchester City fyrir tólf árum síðan og breytti algjörlega örlögum félagsins með því að dæla inn í það peningum. City hefur á tíma hans unnið fjóra Englandsmeistaratitla og alls ellefu titla samanlagt. Eini stóri titilinn sem vantar er sjálf Meistaradeildin. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Sjá meira
Alþjóða íþróttadómstóllinn (Court of Arbitration for Sport) tilkynnti í dag úrskurð sinn í máli Manchester City en enska félagið hafði verið dæmt í tveggja ára bann frá Meistaradeildinni ó vetur. Alþjóða íþróttadómstóllinn ákvað það að City missi ekki keppnisrétt sinn í Evrópukeppnum vegna brota sinna á rekstrarreglum UEFA. The Court of Arbitration for Sport (Cas) announced Manchester City were cleared of "disguising equity funds" on Monday.— BBC Sport (@BBCSport) July 13, 2020 Manchester City fagnar örugglega niðurstöðunni en félagið sleppur við bannið og þá er sekt félagsins minnkuð um tuttugu milljónir evra. Framtíð félagsins var í húfi enda átti Manchester City á hættu að missa sína bestu menn ef liðið spilaði ekki í Meistaradeildinni í tvö ár. Alþjóða íþróttadómstóllinn taldi að það væri ekki nægar sannanir fyrir brotum Manchester City og þá var of langt liðum frá sumum brotunum til að geta refsað fyrir þau samkvæmt reglum UEFA. Mánudagurinn 13. júli er því sigurdagur fyrir Manchester City. Knattspyrnusamband Evrópu hafði dæmt Manchester City í tveggja ára bann frá Evrópukeppnunum í febrúar og auk þess átti City að greiða 30 milljónir evra, 4,8 milljarða íslenskra króna, í sekt. BREAKING: Manchester City s two-year European ban has been lifted, and their fine reduced to 10M, by the Court of Arbitration for Sport pic.twitter.com/5jdT5RDKrr— B/R Football (@brfootball) July 13, 2020 Manchester City hafði að mati dómstóls UEFA brotið gegn reglum um rekstur fótboltafélaga með því að fela umfram útgjöld félagsins í ársreikningi. City var sakfellt fyrir það að láta líta þannig út að félagið væri að fá meiri pening inn frá styrktaraðilum tengdum eigenda félagsins Sjeik Mansour. Sjeik Mansour eignaðist Manchester City fyrir tólf árum síðan og breytti algjörlega örlögum félagsins með því að dæla inn í það peningum. City hefur á tíma hans unnið fjóra Englandsmeistaratitla og alls ellefu titla samanlagt. Eini stóri titilinn sem vantar er sjálf Meistaradeildin.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Sjá meira