Virgil van Dijk fer „íslensku leiðina“ með treyjunafnið sitt vegna föður síns Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júlí 2020 10:00 Virgil van Dijk er með Virgil nafnið aftan á Liverpool keppnistreyju sinni. EPA-EFE/PETER POWELL Glöggir knattspyrnuáhugamenn hafa tekið eftir því að það stendur „Virgil“ en ekki „Van Dijk“ aftan á treyju eins besta leikmanns Englandsmeistara Liverpool. Nær allir leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar eru með eftirnafnið sitt á keppnistreyjunni en einn af þeim stóru í deildinni fer aftur á móti aðra leið eða sömu leið og við gerum hér á Íslandi. Nokkrir pirraðir stuðningsmenn Liverpool keyptu sér treyju með „Van Dijk“ aftan á þegar hann var keyptur frá Southampton á sínum tíma en sáu svo hetjuna sína halda á Liverpool treyju með „Virgil“ aftan á. Virgil van Dijk vill nefnilega ekki nota eftirnafnið sitt á Liverpool treyjunni og það er ástæða fyrir því ef marka má viðtal við frænda hans. Devastating 'family feud' that stops Liverpool's Virgil van Dijk having surname on shirt https://t.co/lBYdaLMgjv pic.twitter.com/MQyyAn2z3h— Mirror Football (@MirrorFootball) July 11, 2020 Móðurbróðir Virgil van Dijk heitir Steven Fo Sieeuw og hann sagði Sun söguna á bak við það af hverju hollenski miðvörðurinn vill ekki nota nafn föðurs síns. Faðir Virgil van Dijk yfirgaf fjölskylduna þegar Virgil var aðeins tólf ára gamall og hann hefur ekki enn fyrirgefið hinum það. „Virgil hefur náð ótrúlegum árangri í sínu lífi miðað við það sem hefur gengið á í fjölskyldu hans. Hið sanna er að faðir hans var ekki til staðar á mikilvægum árum í hans lífi og það móðir hans sem er hetjan í þessari sögu,“ sagði Steven Fo Sieeuw. Faðir Virgil van Dijk er Hollendingur en móðir hans er frá Súrínam sem er fyrrum hollensk nýlenda (Hollensku Gvæjana) en nú sjálfstætt ríki á norðausturströnd Suður-Ameríku. Súrínam hlaut fullt sjálfstæði 25. nóvember 1975 en Van Dijk er fæddur árið 1991. „Þú tekur ekki nafn föður þíns af keppnistreyjunni þinni af ástæðulausu og Virgil hefur látið það skýrt í ljós hvernig honum líður,“ sagði Fo Sieeuw. Enski boltinn Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Sjá meira
Glöggir knattspyrnuáhugamenn hafa tekið eftir því að það stendur „Virgil“ en ekki „Van Dijk“ aftan á treyju eins besta leikmanns Englandsmeistara Liverpool. Nær allir leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar eru með eftirnafnið sitt á keppnistreyjunni en einn af þeim stóru í deildinni fer aftur á móti aðra leið eða sömu leið og við gerum hér á Íslandi. Nokkrir pirraðir stuðningsmenn Liverpool keyptu sér treyju með „Van Dijk“ aftan á þegar hann var keyptur frá Southampton á sínum tíma en sáu svo hetjuna sína halda á Liverpool treyju með „Virgil“ aftan á. Virgil van Dijk vill nefnilega ekki nota eftirnafnið sitt á Liverpool treyjunni og það er ástæða fyrir því ef marka má viðtal við frænda hans. Devastating 'family feud' that stops Liverpool's Virgil van Dijk having surname on shirt https://t.co/lBYdaLMgjv pic.twitter.com/MQyyAn2z3h— Mirror Football (@MirrorFootball) July 11, 2020 Móðurbróðir Virgil van Dijk heitir Steven Fo Sieeuw og hann sagði Sun söguna á bak við það af hverju hollenski miðvörðurinn vill ekki nota nafn föðurs síns. Faðir Virgil van Dijk yfirgaf fjölskylduna þegar Virgil var aðeins tólf ára gamall og hann hefur ekki enn fyrirgefið hinum það. „Virgil hefur náð ótrúlegum árangri í sínu lífi miðað við það sem hefur gengið á í fjölskyldu hans. Hið sanna er að faðir hans var ekki til staðar á mikilvægum árum í hans lífi og það móðir hans sem er hetjan í þessari sögu,“ sagði Steven Fo Sieeuw. Faðir Virgil van Dijk er Hollendingur en móðir hans er frá Súrínam sem er fyrrum hollensk nýlenda (Hollensku Gvæjana) en nú sjálfstætt ríki á norðausturströnd Suður-Ameríku. Súrínam hlaut fullt sjálfstæði 25. nóvember 1975 en Van Dijk er fæddur árið 1991. „Þú tekur ekki nafn föður þíns af keppnistreyjunni þinni af ástæðulausu og Virgil hefur látið það skýrt í ljós hvernig honum líður,“ sagði Fo Sieeuw.
Enski boltinn Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Sjá meira