Guðlaug Edda: Þetta er veruleiki sem er til staðar á Íslandi núna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. júlí 2020 19:20 Guðlaug Edda segir þetta nýjan veruleika fyrir afreksíþróttafólk hér á landi. Mynd/Stöð 2 Guðlaug Edda Hannesdóttir, þríþrautakona, ræddi nýjan raunveruleika afreksíþrótta-fólks sem þarf nú að vera virkt á samfélagsmiðlum til að fá styrki og fjárhagslega aðstoð frá fyrirtækjum. Júlíana Þóra Hálfdánardóttir ræddi við Guðlaugu Eddu fyrir Sportpakka Stöðvar 2 fyrr í dag. Innslagið í heild sinni má sjá hér neðan. Klippa: Guðlaug Edda: Þetta er veruleiki sem er til staðar á Íslandi núna Fyrr í þessum mánuði birti móðir hennar færslu á Facebook-síðu sinni sem ætluð vinum og ættingjum Guðlaugar þar sem hún biðlar til þeirra að fylgja dóttur sinni á samfélagsmiðlinum Instagram. Færslan vakti mikla athygli en hún snýr að því að fyrirtæki hafi neitað Guðlaugu um styrki þar sem hún er ekki nægilega „vinsæl“ á Instagram. „Ég var sem sagt búin að fá skilaboð frá sumum fyrirtækjum að það væri ekki hægt að styrkja mig eða veita mér aðstoð því ég væri ekki með nægilega marga fylgjendur á Instagram,“ sagði Guðlaug Edda við Júlíönu Þóru er þær ræddu saman í dag. „Okkur brá ekkert smá mikið yfir viðbrögðunum sem þessi póstur fékk. Þessu var deilt út um allt og fór mun lengra en við ætluðum,“ sagði Guðlaug sem er kominn með þrjú þúsund fylgjendur á samfélagsmiðlinum. Guðlaug Edda er einu sæti frá Ólympíusæti eins og staðan er í dag en engar fleiri keppnir verða fyrir Ólympíuleikana. Hún segir það tímafrekt að þurfa að sinna samfélagsmiðlum. „Bara vegna þess að við erum að einbeita okkur svo mikið að æfingum. Það skiptir svo miklu máli að allt sé fullkomið fyrir æfingar og keppnir svo maður hefur ekki mikinn tíma til þess að vera taka myndir og deila. Maður reynir að gera eins mikið og maður getur en það er aðallega í kringum keppnir og undirbúning.“ „Þetta er veruleiki sem er til staðar á Íslandi núna og við afreksíþróttafólk þurfum að reyna að aðlagast því á einhvern hátt. Þurfum að reyna átta okkur á hvernig við getum gefið til baka til fólks þrátt fyrir að það sé ekki endilega sem Instagram-stjörnur heldur meira sem fyrirmyndir,“ sagði Guðlaug Edda að lokum. Frjálsar íþróttir Íþróttir Mest lesið Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Sport Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Fleiri fréttir „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Uppfyllir ósk náins vinar og skrifar undir eins dags samning Vann sex hundruð milljónir en neitaði að vera á mynd með yfirmanni WTA Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð Sjá meira
Guðlaug Edda Hannesdóttir, þríþrautakona, ræddi nýjan raunveruleika afreksíþrótta-fólks sem þarf nú að vera virkt á samfélagsmiðlum til að fá styrki og fjárhagslega aðstoð frá fyrirtækjum. Júlíana Þóra Hálfdánardóttir ræddi við Guðlaugu Eddu fyrir Sportpakka Stöðvar 2 fyrr í dag. Innslagið í heild sinni má sjá hér neðan. Klippa: Guðlaug Edda: Þetta er veruleiki sem er til staðar á Íslandi núna Fyrr í þessum mánuði birti móðir hennar færslu á Facebook-síðu sinni sem ætluð vinum og ættingjum Guðlaugar þar sem hún biðlar til þeirra að fylgja dóttur sinni á samfélagsmiðlinum Instagram. Færslan vakti mikla athygli en hún snýr að því að fyrirtæki hafi neitað Guðlaugu um styrki þar sem hún er ekki nægilega „vinsæl“ á Instagram. „Ég var sem sagt búin að fá skilaboð frá sumum fyrirtækjum að það væri ekki hægt að styrkja mig eða veita mér aðstoð því ég væri ekki með nægilega marga fylgjendur á Instagram,“ sagði Guðlaug Edda við Júlíönu Þóru er þær ræddu saman í dag. „Okkur brá ekkert smá mikið yfir viðbrögðunum sem þessi póstur fékk. Þessu var deilt út um allt og fór mun lengra en við ætluðum,“ sagði Guðlaug sem er kominn með þrjú þúsund fylgjendur á samfélagsmiðlinum. Guðlaug Edda er einu sæti frá Ólympíusæti eins og staðan er í dag en engar fleiri keppnir verða fyrir Ólympíuleikana. Hún segir það tímafrekt að þurfa að sinna samfélagsmiðlum. „Bara vegna þess að við erum að einbeita okkur svo mikið að æfingum. Það skiptir svo miklu máli að allt sé fullkomið fyrir æfingar og keppnir svo maður hefur ekki mikinn tíma til þess að vera taka myndir og deila. Maður reynir að gera eins mikið og maður getur en það er aðallega í kringum keppnir og undirbúning.“ „Þetta er veruleiki sem er til staðar á Íslandi núna og við afreksíþróttafólk þurfum að reyna að aðlagast því á einhvern hátt. Þurfum að reyna átta okkur á hvernig við getum gefið til baka til fólks þrátt fyrir að það sé ekki endilega sem Instagram-stjörnur heldur meira sem fyrirmyndir,“ sagði Guðlaug Edda að lokum.
Frjálsar íþróttir Íþróttir Mest lesið Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Sport Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Fleiri fréttir „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Uppfyllir ósk náins vinar og skrifar undir eins dags samning Vann sex hundruð milljónir en neitaði að vera á mynd með yfirmanni WTA Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð Sjá meira