Ráðherrar ekki lengur smákonungar með stjórnarskrárbreytingum Vésteinn Örn Pétursson og Stefán Ó. Jónsson skrifa 12. júlí 2020 13:31 Skúli Magnússon héraðsdómari vann að gerð frumvarpsins. Vísir/Þorbjörn Frumvarpi um stjórnarskrárbreytingar er meðal annars ætlað að sporna gegn því að ráðherrar upplifi sig sem smákonunga að sögn héraðsdómara sem vann frumvarpið. Breytingar á forsetakafla stjórnarskrárinnar myndu ekki hagga við grunnhlutverki forsetans að hans mati. Formenn þeirra flokka sem nú sitja á Alþingi hafa átt fundi frá upphafi árs 2018 um breytingar á stjórnarskrá og birti forsætisáðuneytið frumvarpsdrög þess efnis í lok síðasta mánaðar. Skúli Magnússon héraðsdómari vann frumvarpið fyrir flokksformennina og segir að tillögurnar sem þar birtast séu ekki óskalisti eins eða neins. „Það er verið að reyna að setja fram hófstilltar tillögur sem hvað flestir geta sætt sig við, þá með þann bakgrunn að leiðarljósi að stjórnarskráin er bæði grundvöllur og umgjörð stjórnmálanna og það er mjög óheppilegt ef hún verður að andlagi stjórnmálanna frekar en að ramma þau inn og fela í sér þær leikreglur sem stjórnmálin verða að lúta á hverjum degi,“ segir Skúli. Ráðherrar verði ekki smákonungar einstakra málaflokka Breytingunum er til að mynda ætlað að festa þingræðisregluna í sessi og tryggja að ríkisstjórn vinni meira sem ein held. „Það er verið að vinna út frá því vandamáli að stundum kemur ríkisstjórnin ekki fram sem ein heild og ráðherrarnir virðast vera að vinna jafnvel á móti hver öðrum frekar en með hver öðrum og þarna er ekki verið að gera neinar grundvallarbreytingar, en það er verið að styrkja umsjónar- og samræmingarhlutverk forsætisráðherra. Þannig að í þessu felst hvatning og ráðagerð til þess að það séu þá hugsanlega settar ítarlegri reglur, og menn upplifi sig frekar sem ráðherrar að þeir séu hluti af ríkisstjórn en ekki svona eins konar smákonungar yfir einhverjum tilteknum málefnasviðum,“ segir Skúli. Nokkrar breytingar eru gerðar á forsetakafla stjórnarskrárinnar, en Skúli segir að þeim sé ekki ætlað að hrófla við stöðu forseta í stjórnsýslunni. „Markmið frumvarpsins hvað varðar stöðu og hlutverk forsetans er alveg skýrt. Það á ekki að breytast. Ástæðan fyrir því er sú að við verðum, held ég, að horfast í augu við það sem þjóð að hér hafa verið uppi, um áratugaskeið, deilur um stöðu og stjórnskipulegt hlutverk forseta Íslands. Við höfum ekki enn þá komist að niðurstöðu um hvert þetta hlutverk á að vera nákvæmlega,“ segir Skúli. Hann segir að í raun kjósi þjóðin um hlutverk forsetans í hverjum forsetakosningum. „Þá er auðvitað gaman að horfa á það bæði hvernig forsetaframbjóðendur tala og líka hvaða hugmyndir fólkið í landinu hefur um forsetann þegar það kýs.“ Frumvarpsdrög um stjórnarskrárbreytingar má nú nálgast í samráðsgátt stjórnvalda, þar sem almenningur getur viðrað skoðun sín á hugmyndirnar til tuttugasta og annars þessa mánaðar. Stjórnarskrá Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Sjá meira
Frumvarpi um stjórnarskrárbreytingar er meðal annars ætlað að sporna gegn því að ráðherrar upplifi sig sem smákonunga að sögn héraðsdómara sem vann frumvarpið. Breytingar á forsetakafla stjórnarskrárinnar myndu ekki hagga við grunnhlutverki forsetans að hans mati. Formenn þeirra flokka sem nú sitja á Alþingi hafa átt fundi frá upphafi árs 2018 um breytingar á stjórnarskrá og birti forsætisáðuneytið frumvarpsdrög þess efnis í lok síðasta mánaðar. Skúli Magnússon héraðsdómari vann frumvarpið fyrir flokksformennina og segir að tillögurnar sem þar birtast séu ekki óskalisti eins eða neins. „Það er verið að reyna að setja fram hófstilltar tillögur sem hvað flestir geta sætt sig við, þá með þann bakgrunn að leiðarljósi að stjórnarskráin er bæði grundvöllur og umgjörð stjórnmálanna og það er mjög óheppilegt ef hún verður að andlagi stjórnmálanna frekar en að ramma þau inn og fela í sér þær leikreglur sem stjórnmálin verða að lúta á hverjum degi,“ segir Skúli. Ráðherrar verði ekki smákonungar einstakra málaflokka Breytingunum er til að mynda ætlað að festa þingræðisregluna í sessi og tryggja að ríkisstjórn vinni meira sem ein held. „Það er verið að vinna út frá því vandamáli að stundum kemur ríkisstjórnin ekki fram sem ein heild og ráðherrarnir virðast vera að vinna jafnvel á móti hver öðrum frekar en með hver öðrum og þarna er ekki verið að gera neinar grundvallarbreytingar, en það er verið að styrkja umsjónar- og samræmingarhlutverk forsætisráðherra. Þannig að í þessu felst hvatning og ráðagerð til þess að það séu þá hugsanlega settar ítarlegri reglur, og menn upplifi sig frekar sem ráðherrar að þeir séu hluti af ríkisstjórn en ekki svona eins konar smákonungar yfir einhverjum tilteknum málefnasviðum,“ segir Skúli. Nokkrar breytingar eru gerðar á forsetakafla stjórnarskrárinnar, en Skúli segir að þeim sé ekki ætlað að hrófla við stöðu forseta í stjórnsýslunni. „Markmið frumvarpsins hvað varðar stöðu og hlutverk forsetans er alveg skýrt. Það á ekki að breytast. Ástæðan fyrir því er sú að við verðum, held ég, að horfast í augu við það sem þjóð að hér hafa verið uppi, um áratugaskeið, deilur um stöðu og stjórnskipulegt hlutverk forseta Íslands. Við höfum ekki enn þá komist að niðurstöðu um hvert þetta hlutverk á að vera nákvæmlega,“ segir Skúli. Hann segir að í raun kjósi þjóðin um hlutverk forsetans í hverjum forsetakosningum. „Þá er auðvitað gaman að horfa á það bæði hvernig forsetaframbjóðendur tala og líka hvaða hugmyndir fólkið í landinu hefur um forsetann þegar það kýs.“ Frumvarpsdrög um stjórnarskrárbreytingar má nú nálgast í samráðsgátt stjórnvalda, þar sem almenningur getur viðrað skoðun sín á hugmyndirnar til tuttugasta og annars þessa mánaðar.
Stjórnarskrá Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Sjá meira