Pólverjar kjósa sér forseta í dag Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. júlí 2020 13:16 Andrezj Duda forseti Pólland (t.v.) og mótframbjóðandi hans Rafał Trzaskowski borgarstjóri Varsjár (t.h.). EPA/DAREK DELMANOWICZ/MACIEJ KULCZYNSKI Pólverjar á Íslandi tóku að streyma á kjörstað í pólska sendiráðinu í Reykjavík í morgun en önnur umferð forsetakosninga fer fram í Póllandi í dag. Valið stendur á milli tveggja ólíkra frambjóðenda og mjótt er á munum í skoðanakönnunum. Kjörstaðir í Póllandi opnuðu klukkan 5 í morgun að íslenskum tíma. Mikil spenna er í loftinu enda hafa skoðanakannanir síðustu daga sýnt að frambjóðendurnir tveir, Andrezj Duda forseti og Rafał Trzaskowski borgarstjóri Varsjár, séu hnífjafnir. Frambjóðendurnir tefla fram ólíkri framtíðarsýn í mörgum málaflokkum, eins og félags- og utanríkismálum. Mikið hefur verið gert úr frjálslyndri afstöðu Trzaskowski í málefnum kvenna og hinseginfólks. Þá hefur Trzaskowski einnig lýsti því yfir að hann vilji að Pólland taki virkari þátt í störfum Evrópusambandsins. Hins vegar er talið líklegt að vinni Duda muni hann reyna að koma í gegn breytingum á réttarkerfinu og haldi áfram að klekkja á réttindum hinsegin fólks og muni ríghalda í andstöðu sína við þungunarrofi. Pólskir kjósendur mæta á kjörstaði til að kjósa næsta forseta landsins.EPA-EFE/Grzegorz Momot Duda hlaut flest atkvæði í fyrri umferð kosninganna en náði þó ekki 50% atkvæða sem þarf til að hljóta kjör til forseta. Þá er talið að Trzaskowski hljóti mikinn meirihluta þeirra atkvæða sem greidd voru öðrum frambjóðendum í fyrri umferð. Duda er mikill stuðningsmaður stjórnarflokksins, Lög og réttlæti (PiS), en líklegt er að tapi hann kosningunum geti stjórnarandstöðuflokkarnir náð í gegn ýmsum málum sem áður var ekki mögulegt. Forsetinn hefur neitunarvaldsrétt á lagafrumvörp þannig að endurkjör Duda myndi koma stjórnarflokknum vel, en hann var eitt sinn meðlimur í flokknum. Duda hefur verið harðlega gagnrýndur í kosningabaráttunni fyrir ummæli sem hann lét falla um hinseginmál, en hann sagði „hugmyndafræði hinsegin fólks“ verri en kommúnisma. Eftir að Trzaskowski tilkynnti framboð sitt í maí varð hann fljótt sá frambjóðandi sem talinn var geta veitt Duda almennilega samkeppni. Trzaskowski er borgarstjóri Varsjár en hann vann borgarstjórnarkosningarnar með miklum yfirburðum árið 2018 og var slagorð hans í borgarstjórakosningunum „Varsjá fyrir alla.“ Þá hefur hann sagt að þetta sé tækifærið fyrir pólska kjósendur til að breyta stefnu Póllands. Það séu þessar kosningar sem muni breyta öllu. Á fjórða þúsund Pólverja eru á kjörskrá á Íslandi og hafa þeir geta greitt atkvæði í pólska sendiráðinu í Reykjavík frá því klukkan níu í morgun. Kjörstaðir í Póllandi loka klukkan 7 að íslenskum tíma í kvöld og fyrstu útgönguspár verða birtar fljótlega upp úr því. Lokaniðurstöður gætu þó ekki legið fyrir fyrr en á miðvikudag. Pólland Tengdar fréttir Fylkingarnar stressaðar og forðist ólmar að misstíga sig Borgarfulltrúi af pólskum uppruna segir að vænta megi uppstokunar í þarlendum stjórnmálum, fari svo að Rafal Trzaskowski verði kjörinn forseti Póllands. 11. júlí 2020 22:00 Segja pólska ríkisútvarpið ala á gyðingahatri fyrir kosningar Samtök gyðinga saka ríkissjónvarpsstöð Póllands um að ala á hatri í aðdraganda forsetakosninga um helgina. Þáttastjórnendur stöðvarinnar settu spurningamerki við hvort að mótframbjóðandi Andrzej Duda forseta ætti eftir að „verða við kröfum gyðinga“. 10. júlí 2020 23:19 Stefnir í aðra umferð kosninga í Póllandi Nái enginn frambjóðandi hreinum meirihluta í fyrstu umferð skal kosið aftur á milli þeirra tveggja atkvæðamestu. 28. júní 2020 19:48 Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Innlent Fleiri fréttir Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Sjá meira
Pólverjar á Íslandi tóku að streyma á kjörstað í pólska sendiráðinu í Reykjavík í morgun en önnur umferð forsetakosninga fer fram í Póllandi í dag. Valið stendur á milli tveggja ólíkra frambjóðenda og mjótt er á munum í skoðanakönnunum. Kjörstaðir í Póllandi opnuðu klukkan 5 í morgun að íslenskum tíma. Mikil spenna er í loftinu enda hafa skoðanakannanir síðustu daga sýnt að frambjóðendurnir tveir, Andrezj Duda forseti og Rafał Trzaskowski borgarstjóri Varsjár, séu hnífjafnir. Frambjóðendurnir tefla fram ólíkri framtíðarsýn í mörgum málaflokkum, eins og félags- og utanríkismálum. Mikið hefur verið gert úr frjálslyndri afstöðu Trzaskowski í málefnum kvenna og hinseginfólks. Þá hefur Trzaskowski einnig lýsti því yfir að hann vilji að Pólland taki virkari þátt í störfum Evrópusambandsins. Hins vegar er talið líklegt að vinni Duda muni hann reyna að koma í gegn breytingum á réttarkerfinu og haldi áfram að klekkja á réttindum hinsegin fólks og muni ríghalda í andstöðu sína við þungunarrofi. Pólskir kjósendur mæta á kjörstaði til að kjósa næsta forseta landsins.EPA-EFE/Grzegorz Momot Duda hlaut flest atkvæði í fyrri umferð kosninganna en náði þó ekki 50% atkvæða sem þarf til að hljóta kjör til forseta. Þá er talið að Trzaskowski hljóti mikinn meirihluta þeirra atkvæða sem greidd voru öðrum frambjóðendum í fyrri umferð. Duda er mikill stuðningsmaður stjórnarflokksins, Lög og réttlæti (PiS), en líklegt er að tapi hann kosningunum geti stjórnarandstöðuflokkarnir náð í gegn ýmsum málum sem áður var ekki mögulegt. Forsetinn hefur neitunarvaldsrétt á lagafrumvörp þannig að endurkjör Duda myndi koma stjórnarflokknum vel, en hann var eitt sinn meðlimur í flokknum. Duda hefur verið harðlega gagnrýndur í kosningabaráttunni fyrir ummæli sem hann lét falla um hinseginmál, en hann sagði „hugmyndafræði hinsegin fólks“ verri en kommúnisma. Eftir að Trzaskowski tilkynnti framboð sitt í maí varð hann fljótt sá frambjóðandi sem talinn var geta veitt Duda almennilega samkeppni. Trzaskowski er borgarstjóri Varsjár en hann vann borgarstjórnarkosningarnar með miklum yfirburðum árið 2018 og var slagorð hans í borgarstjórakosningunum „Varsjá fyrir alla.“ Þá hefur hann sagt að þetta sé tækifærið fyrir pólska kjósendur til að breyta stefnu Póllands. Það séu þessar kosningar sem muni breyta öllu. Á fjórða þúsund Pólverja eru á kjörskrá á Íslandi og hafa þeir geta greitt atkvæði í pólska sendiráðinu í Reykjavík frá því klukkan níu í morgun. Kjörstaðir í Póllandi loka klukkan 7 að íslenskum tíma í kvöld og fyrstu útgönguspár verða birtar fljótlega upp úr því. Lokaniðurstöður gætu þó ekki legið fyrir fyrr en á miðvikudag.
Pólland Tengdar fréttir Fylkingarnar stressaðar og forðist ólmar að misstíga sig Borgarfulltrúi af pólskum uppruna segir að vænta megi uppstokunar í þarlendum stjórnmálum, fari svo að Rafal Trzaskowski verði kjörinn forseti Póllands. 11. júlí 2020 22:00 Segja pólska ríkisútvarpið ala á gyðingahatri fyrir kosningar Samtök gyðinga saka ríkissjónvarpsstöð Póllands um að ala á hatri í aðdraganda forsetakosninga um helgina. Þáttastjórnendur stöðvarinnar settu spurningamerki við hvort að mótframbjóðandi Andrzej Duda forseta ætti eftir að „verða við kröfum gyðinga“. 10. júlí 2020 23:19 Stefnir í aðra umferð kosninga í Póllandi Nái enginn frambjóðandi hreinum meirihluta í fyrstu umferð skal kosið aftur á milli þeirra tveggja atkvæðamestu. 28. júní 2020 19:48 Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Innlent Fleiri fréttir Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Sjá meira
Fylkingarnar stressaðar og forðist ólmar að misstíga sig Borgarfulltrúi af pólskum uppruna segir að vænta megi uppstokunar í þarlendum stjórnmálum, fari svo að Rafal Trzaskowski verði kjörinn forseti Póllands. 11. júlí 2020 22:00
Segja pólska ríkisútvarpið ala á gyðingahatri fyrir kosningar Samtök gyðinga saka ríkissjónvarpsstöð Póllands um að ala á hatri í aðdraganda forsetakosninga um helgina. Þáttastjórnendur stöðvarinnar settu spurningamerki við hvort að mótframbjóðandi Andrzej Duda forseta ætti eftir að „verða við kröfum gyðinga“. 10. júlí 2020 23:19
Stefnir í aðra umferð kosninga í Póllandi Nái enginn frambjóðandi hreinum meirihluta í fyrstu umferð skal kosið aftur á milli þeirra tveggja atkvæðamestu. 28. júní 2020 19:48
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent