Fylkingarnar stressaðar og forðist ólmar að misstíga sig Kristín Ólafsdóttir og Stefán Ó. Jónsson skrifa 11. júlí 2020 22:00 Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar, er af pólskum uppruna og fylgist náið með forsetakosningunum í Póllandi. Vísir/vilhelm Borgarfulltrúi af pólskum uppruna segir að vænta megi uppstokkunar í þarlendum stjórnmálum, fari svo að Rafal Trzaskowski verði kjörinn forseti Póllands. Mikið stress sé í herbúðum beggja fylkinga og búast megi við langri kosninganótt. Mjótt er á munum fyrir aðra umferð pólsku forsetakosninganna á morgun. Valið stendur á milli tveggja ólíkra frambjóðenda, þeirra Andrzej Duda sitjandi forseta og Rafal Trzaskowski borgarstjóra Varsjár, sem bjóða Pólverjum upp á mismunandi framtíðarsýn til næstu fimm ára. Harðri kosningabaráttu frambjóðendanna lauk formlega á miðnætti. Þeir hafa varið síðustu dögum á þeytingi um Pólland enda sýna skoðanakannanir að hvert atkvæði mun skipta máli. Sjö af síðustu tólf könnunum benda til sigurs Duda forseta en hinar fimm til sigurs Trzaskowski. Þó svo að frambjóðendurnir hafi tekist á um fjölbreytt málefni í baráttunni segir Pawel Bartoszek borgarfulltrúi Viðreisnar að persóna forsetans og stjórnarflokksins Laga og réttlætis hafi verið miðlæg í baráttunni. „Þetta er ákveðið tækifæri stjórnarandstöðunnar til að minnka völd þess flokks vegna þess að þeir eru þegar búnir að ná völdum í efri deildinni og ef forsetaembættið myndi líka falla í skaut þeirra, þá eru möguleikar stjórnarinnar, sem er Lög og réttlæti og með meirihluta í neðri deild þginsins, til að ná ýmsum umdeildum málum orðnar minni.“ Andrzej Duda, forseti Póllands, sækist eftir endurkjöri.Vísir/EPA Sigur Trzaskowski myndi að líkindum þýða uppstokkun í pólskum stjórnmálum. „Og jafnvel þá binda einhverjar vonir við það að ef að þetta gangi eftir, að stjórnarandstaðan nái völdum í forsetaembættinu, þá jafnvel veðri boðið til kosninga fyrr og möguleiki á frekari uppstokkun á pólitíska litrófinu í Póllandi,“ segir Pawel. Pawel segist segist sakna þess að frambjóðendurnir hafi ekki getað komið sér saman um fyrirkomulag kappræðna fyrir kosningarnar. Rafal Trzaskowski er borgarstjóri Varsjár.Petr David Josek/AP „Það er mikið stress í herbúðum beggja fylkinga. Þær vilja ólmar ekki misstíga sig. Og menn eru auðvitað hræddir við kappræðuformið á þann hátt að þar er frambjóðandinn ekki í aðstæðum þar sem hann ræður þeim fullkomlega. Þannig að ég held að það sé til merkis um það stress og spennustig sem er í gangi.“ Útgönguspár munu birtast um klukkan sjö annað kvöld og sér Pawel fram á langa kosninganótt. „Þegar svo mjótt er á mununum þarf jafnvel að bíða eftir atkvæðum frá Bretlandi, atkvæðum sem greidd voru bréfleiðis. Þetta getur orðið mjög spennandi.“ Pólland Tengdar fréttir Segja pólska ríkisútvarpið ala á gyðingahatri fyrir kosningar Samtök gyðinga saka ríkissjónvarpsstöð Póllands um að ala á hatri í aðdraganda forsetakosninga um helgina. Þáttastjórnendur stöðvarinnar settu spurningamerki við hvort að mótframbjóðandi Andrzej Duda forseta ætti eftir að „verða við kröfum gyðinga“. 10. júlí 2020 23:19 Stefnir í aðra umferð kosninga í Póllandi Nái enginn frambjóðandi hreinum meirihluta í fyrstu umferð skal kosið aftur á milli þeirra tveggja atkvæðamestu. 28. júní 2020 19:48 Um fjögur þúsund Pólverjar á Íslandi kjósa sér forseta í sendiráðinu í dag: „Við höfum aldrei séð slíkar tölur“ Pólverjar ganga til forsetakosninga í dag þar sem tíu bjóða sig fram gegn sitjandi forseta, Andrzej Duda. Nokkur þúsund Pólverjar á Íslandi kjósa í sendiráðinu í dag og segir sendiherrann að kjörsóknin hér á landi hafi aldrei verið meiri. 28. júní 2020 19:00 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Sjá meira
Borgarfulltrúi af pólskum uppruna segir að vænta megi uppstokkunar í þarlendum stjórnmálum, fari svo að Rafal Trzaskowski verði kjörinn forseti Póllands. Mikið stress sé í herbúðum beggja fylkinga og búast megi við langri kosninganótt. Mjótt er á munum fyrir aðra umferð pólsku forsetakosninganna á morgun. Valið stendur á milli tveggja ólíkra frambjóðenda, þeirra Andrzej Duda sitjandi forseta og Rafal Trzaskowski borgarstjóra Varsjár, sem bjóða Pólverjum upp á mismunandi framtíðarsýn til næstu fimm ára. Harðri kosningabaráttu frambjóðendanna lauk formlega á miðnætti. Þeir hafa varið síðustu dögum á þeytingi um Pólland enda sýna skoðanakannanir að hvert atkvæði mun skipta máli. Sjö af síðustu tólf könnunum benda til sigurs Duda forseta en hinar fimm til sigurs Trzaskowski. Þó svo að frambjóðendurnir hafi tekist á um fjölbreytt málefni í baráttunni segir Pawel Bartoszek borgarfulltrúi Viðreisnar að persóna forsetans og stjórnarflokksins Laga og réttlætis hafi verið miðlæg í baráttunni. „Þetta er ákveðið tækifæri stjórnarandstöðunnar til að minnka völd þess flokks vegna þess að þeir eru þegar búnir að ná völdum í efri deildinni og ef forsetaembættið myndi líka falla í skaut þeirra, þá eru möguleikar stjórnarinnar, sem er Lög og réttlæti og með meirihluta í neðri deild þginsins, til að ná ýmsum umdeildum málum orðnar minni.“ Andrzej Duda, forseti Póllands, sækist eftir endurkjöri.Vísir/EPA Sigur Trzaskowski myndi að líkindum þýða uppstokkun í pólskum stjórnmálum. „Og jafnvel þá binda einhverjar vonir við það að ef að þetta gangi eftir, að stjórnarandstaðan nái völdum í forsetaembættinu, þá jafnvel veðri boðið til kosninga fyrr og möguleiki á frekari uppstokkun á pólitíska litrófinu í Póllandi,“ segir Pawel. Pawel segist segist sakna þess að frambjóðendurnir hafi ekki getað komið sér saman um fyrirkomulag kappræðna fyrir kosningarnar. Rafal Trzaskowski er borgarstjóri Varsjár.Petr David Josek/AP „Það er mikið stress í herbúðum beggja fylkinga. Þær vilja ólmar ekki misstíga sig. Og menn eru auðvitað hræddir við kappræðuformið á þann hátt að þar er frambjóðandinn ekki í aðstæðum þar sem hann ræður þeim fullkomlega. Þannig að ég held að það sé til merkis um það stress og spennustig sem er í gangi.“ Útgönguspár munu birtast um klukkan sjö annað kvöld og sér Pawel fram á langa kosninganótt. „Þegar svo mjótt er á mununum þarf jafnvel að bíða eftir atkvæðum frá Bretlandi, atkvæðum sem greidd voru bréfleiðis. Þetta getur orðið mjög spennandi.“
Pólland Tengdar fréttir Segja pólska ríkisútvarpið ala á gyðingahatri fyrir kosningar Samtök gyðinga saka ríkissjónvarpsstöð Póllands um að ala á hatri í aðdraganda forsetakosninga um helgina. Þáttastjórnendur stöðvarinnar settu spurningamerki við hvort að mótframbjóðandi Andrzej Duda forseta ætti eftir að „verða við kröfum gyðinga“. 10. júlí 2020 23:19 Stefnir í aðra umferð kosninga í Póllandi Nái enginn frambjóðandi hreinum meirihluta í fyrstu umferð skal kosið aftur á milli þeirra tveggja atkvæðamestu. 28. júní 2020 19:48 Um fjögur þúsund Pólverjar á Íslandi kjósa sér forseta í sendiráðinu í dag: „Við höfum aldrei séð slíkar tölur“ Pólverjar ganga til forsetakosninga í dag þar sem tíu bjóða sig fram gegn sitjandi forseta, Andrzej Duda. Nokkur þúsund Pólverjar á Íslandi kjósa í sendiráðinu í dag og segir sendiherrann að kjörsóknin hér á landi hafi aldrei verið meiri. 28. júní 2020 19:00 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Sjá meira
Segja pólska ríkisútvarpið ala á gyðingahatri fyrir kosningar Samtök gyðinga saka ríkissjónvarpsstöð Póllands um að ala á hatri í aðdraganda forsetakosninga um helgina. Þáttastjórnendur stöðvarinnar settu spurningamerki við hvort að mótframbjóðandi Andrzej Duda forseta ætti eftir að „verða við kröfum gyðinga“. 10. júlí 2020 23:19
Stefnir í aðra umferð kosninga í Póllandi Nái enginn frambjóðandi hreinum meirihluta í fyrstu umferð skal kosið aftur á milli þeirra tveggja atkvæðamestu. 28. júní 2020 19:48
Um fjögur þúsund Pólverjar á Íslandi kjósa sér forseta í sendiráðinu í dag: „Við höfum aldrei séð slíkar tölur“ Pólverjar ganga til forsetakosninga í dag þar sem tíu bjóða sig fram gegn sitjandi forseta, Andrzej Duda. Nokkur þúsund Pólverjar á Íslandi kjósa í sendiráðinu í dag og segir sendiherrann að kjörsóknin hér á landi hafi aldrei verið meiri. 28. júní 2020 19:00