Nærri öll skemmtiferðaskipin hafa afboðað komu til Ísafjarðar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 11. júlí 2020 14:00 Nærri öll skemmtiferðaskip sem áætluðu komu til Ísafjarðarbæjar í sumar hafa afboðað komu sína. Vísir/Egill Nánast öll skemmtiferðaskip sem áætluðu komu til hafna Ísafjarðarbæjar í sumar hafa afboðað. Hafnarstjórinn segir þetta eitt mesta tekjufall sem hafnir á landinu verða fyrir í sumar. Bæjarfélagið hyggur á framkvæmdir uppá milljarð til að geta tekið á móti fleiri skemmtiferðaskipum í framtíðinni. Mikill fjöldi skemmtiferðaskipa hefur komið til hafna Ísafjarðarbæjar undanfarin ár og í sumar var gert ráð fyrir 150 skemmtiferðaskipum. Guðmundur M. Kristjánsson hafnarstjóri segir að öll hafi afboðað sig nema 26. „Ég á von á að þessar tuttugu og eitthvað bókanir eigi eftir að verða afbókaðar innan skamms þegar nær dregur þeim dagsetningum sem við á,“ segir Guðmundur. Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri á Ísafirði. Vísir Þetta hafi veruleg áhrif á rekstur hafnarinnar. „Á milli 50-60% af tekjum hafnarinnar koma frá því að þjónustu skemmtiferðaskip þannig að þetta er gríðarlegt högg fyrir okkur hér. Sennilega það stærsta á landinu miðað við þær hafnir sem eru að taka á móti skemmtiferðaskipum,“ segir Guðmundur. „Þetta eru rútufyrirtæki, leiðsögumenn og allir ferðaþjónustuaðilar hér naga handabökin í dag.“ Guðmundur segir að bæjarstjórnin og hafnarsstjórn hafi hins vegar ákveðið að ráðast í framkvæmdir á Sundabakka höfn til að geta tekið á móti öllum skemmtiferðaskipum nær bænum í framtíðinni. „Þetta er framkvæmd upp á rúman milljarð sem er bara að detta í gang næstu misserin og innan þriggja ára gerum við ráð fyrir að taka á móti öllum skipum að bryggju. Ef við náum þeim að bryggju ætlum við að auka tekjur okkar um 40-50 milljónir á ári,“ segir Guðmundur. „Síðustu ár hefur rekstur hjá okkur gengið mjög vel þannig að við ætlum að vona að á næsta ári verði allt komið í eðlilegt horf og við erum komin með 150 skemmtiferðaskip bókuð til okkar á næsta ári.“ Ísafjarðarbær Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Franskt skemmtiferðaskip brýtur ísinn Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins í Reykjavík lagðist að Miðbakka í morgun. Farþegar skipsins flugu frá París og lentu á Keflavíkurflugvelli nú rétt fyrir hádegi. Þeir fá ekki að fara um borð nema niðurstaða skimunar fyrir Covid-19 reynist neikvæð. 11. júlí 2020 12:22 Faxaflóahafnir verða af hundruðum milljóna króna Algert hrun hefur orðið í komum skemmtiferðaskipa til Faxaflóahafna og annarra hafna í landinu á þessu ári vegna kórónuveirufaraldurins. 9. júlí 2020 19:20 Rafvæðingin að bresta á en kostnaðarsamt ef tengja á stóru skemmtiferðaskipin Framkvæmdir við rafvæðingu Tangabryggju á Akureyri eru vel á veg komnar. Þar verður hægt að tengja minni skemmtiferðaskip við rafmagn. Það mun þó kosta mikla fjármuni ef tengja á stærri skemmtiferðaskip við rafmagn. 5. júlí 2020 10:06 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Innlent Fleiri fréttir Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Sjá meira
Nánast öll skemmtiferðaskip sem áætluðu komu til hafna Ísafjarðarbæjar í sumar hafa afboðað. Hafnarstjórinn segir þetta eitt mesta tekjufall sem hafnir á landinu verða fyrir í sumar. Bæjarfélagið hyggur á framkvæmdir uppá milljarð til að geta tekið á móti fleiri skemmtiferðaskipum í framtíðinni. Mikill fjöldi skemmtiferðaskipa hefur komið til hafna Ísafjarðarbæjar undanfarin ár og í sumar var gert ráð fyrir 150 skemmtiferðaskipum. Guðmundur M. Kristjánsson hafnarstjóri segir að öll hafi afboðað sig nema 26. „Ég á von á að þessar tuttugu og eitthvað bókanir eigi eftir að verða afbókaðar innan skamms þegar nær dregur þeim dagsetningum sem við á,“ segir Guðmundur. Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri á Ísafirði. Vísir Þetta hafi veruleg áhrif á rekstur hafnarinnar. „Á milli 50-60% af tekjum hafnarinnar koma frá því að þjónustu skemmtiferðaskip þannig að þetta er gríðarlegt högg fyrir okkur hér. Sennilega það stærsta á landinu miðað við þær hafnir sem eru að taka á móti skemmtiferðaskipum,“ segir Guðmundur. „Þetta eru rútufyrirtæki, leiðsögumenn og allir ferðaþjónustuaðilar hér naga handabökin í dag.“ Guðmundur segir að bæjarstjórnin og hafnarsstjórn hafi hins vegar ákveðið að ráðast í framkvæmdir á Sundabakka höfn til að geta tekið á móti öllum skemmtiferðaskipum nær bænum í framtíðinni. „Þetta er framkvæmd upp á rúman milljarð sem er bara að detta í gang næstu misserin og innan þriggja ára gerum við ráð fyrir að taka á móti öllum skipum að bryggju. Ef við náum þeim að bryggju ætlum við að auka tekjur okkar um 40-50 milljónir á ári,“ segir Guðmundur. „Síðustu ár hefur rekstur hjá okkur gengið mjög vel þannig að við ætlum að vona að á næsta ári verði allt komið í eðlilegt horf og við erum komin með 150 skemmtiferðaskip bókuð til okkar á næsta ári.“
Ísafjarðarbær Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Franskt skemmtiferðaskip brýtur ísinn Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins í Reykjavík lagðist að Miðbakka í morgun. Farþegar skipsins flugu frá París og lentu á Keflavíkurflugvelli nú rétt fyrir hádegi. Þeir fá ekki að fara um borð nema niðurstaða skimunar fyrir Covid-19 reynist neikvæð. 11. júlí 2020 12:22 Faxaflóahafnir verða af hundruðum milljóna króna Algert hrun hefur orðið í komum skemmtiferðaskipa til Faxaflóahafna og annarra hafna í landinu á þessu ári vegna kórónuveirufaraldurins. 9. júlí 2020 19:20 Rafvæðingin að bresta á en kostnaðarsamt ef tengja á stóru skemmtiferðaskipin Framkvæmdir við rafvæðingu Tangabryggju á Akureyri eru vel á veg komnar. Þar verður hægt að tengja minni skemmtiferðaskip við rafmagn. Það mun þó kosta mikla fjármuni ef tengja á stærri skemmtiferðaskip við rafmagn. 5. júlí 2020 10:06 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Innlent Fleiri fréttir Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Sjá meira
Franskt skemmtiferðaskip brýtur ísinn Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins í Reykjavík lagðist að Miðbakka í morgun. Farþegar skipsins flugu frá París og lentu á Keflavíkurflugvelli nú rétt fyrir hádegi. Þeir fá ekki að fara um borð nema niðurstaða skimunar fyrir Covid-19 reynist neikvæð. 11. júlí 2020 12:22
Faxaflóahafnir verða af hundruðum milljóna króna Algert hrun hefur orðið í komum skemmtiferðaskipa til Faxaflóahafna og annarra hafna í landinu á þessu ári vegna kórónuveirufaraldurins. 9. júlí 2020 19:20
Rafvæðingin að bresta á en kostnaðarsamt ef tengja á stóru skemmtiferðaskipin Framkvæmdir við rafvæðingu Tangabryggju á Akureyri eru vel á veg komnar. Þar verður hægt að tengja minni skemmtiferðaskip við rafmagn. Það mun þó kosta mikla fjármuni ef tengja á stærri skemmtiferðaskip við rafmagn. 5. júlí 2020 10:06