Segja pólska ríkisútvarpið ala á gyðingahatri fyrir kosningar Kjartan Kjartansson skrifar 10. júlí 2020 23:19 Duda forseti í mynd á ríkissjónvarpsstöðinni TVP. Alþjóðlegir eftirlitsmenn segja að stöðin sé hlutdræg í umfjöllun um pólsk stjórnmál. Vísir/EPA Samtök gyðinga saka ríkissjónvarpsstöð Póllands um að ala á hatri í aðdraganda forsetakosninga um helgina. Þáttastjórnendur stöðvarinnar settu spurningamerki við hvort að mótframbjóðandi Andrzej Duda forseta ætti eftir að „verða við kröfum gyðinga“. Seinni umferð forsetakosninganna fer fram á sunnudag. Kosið er á milli Duda og Rafal Trzaskowski, frjálslynds borgarstjóra Varsjár og frambjóðanda helsta stjórnarandstöðuflokks landsins. Lög og réttlæti, stjórnarflokkur Póllands, styður Duda. Alþjóðlegir eftirlitsmenn halda því fram að umfjöllun opinberu sjónvarpsstöðvarinnar TVP hafi verið afar hlutdræg um pólsk stjórnmál. AJC í Mið-Evrópu, hagsmunasamtök gyðinga segjast slegin yfir því að stöðin hafi haft uppi gyðingaandúð í helsta fréttaþætti sínum í gær. Fjallað var um bætur til gyðinga fyrir eignarnám á eigum fórnarlamba helfararinnar sem er umdeilt mál í Póllandi. Þáttastjórnandi spurði þá hvort að Trzaskowski myndi „verða við kröfum gyðinga“. Stöðin hefur áður gagnrýnt Trzaskowski þegar hann sagði sem aðstoðarutanríkisráðherra að pólsk stjórnvöld ættu að semja við samtök gyðinga um bætur. „Það er eitt þegar öfgahægrihópar á jaðrinum bera út svona skilaboð. Það er allt annað þegar ríkissjónvarpsstöð sem er fjármögnuð með peningum skattgreiðenda gerir það,“ segja AJC við Reuters-fréttastofuna. Jaroslaw Kaczynski, leiðtogi Laga og réttlætis, sakaði Trzaskowski um að skorta föðurlandsást vegna afstöðu hans til bóta til afkomenda fórnarlamba helfararinnar. „Hvernig gæti nokkur með snefil af pólskri sál, pólsku hjarta, sagt eitthvað í líkingu við þetta? Trzaskowski hefur þetta greinilega ekki fyrst honum finnst þetta vera mál til að ræða,“ sagði Kaczynski. Því vísaði Trzaskowski á bug í dag og sagði ummælin sýna um hvað kosningarnar um helgina snúast. „Hvort við viljum búa í landi þar sem leiðtogi stjórnarflokksins getur sagt að við séum rusl, að við höfum ekki pólskt hjarta, pólska sál,“ sagði hann. Pólland Tengdar fréttir Stefnir í aðra umferð kosninga í Póllandi Nái enginn frambjóðandi hreinum meirihluta í fyrstu umferð skal kosið aftur á milli þeirra tveggja atkvæðamestu. 28. júní 2020 19:48 Segir „hugmyndafræði hinsegin fólks“ verri en kommúnisma Andrzej Duda, forseti Póllands, beindi sjónum sínum að baráttu hinsegin fólks í landinu í kosningaræðu sinni í gær og sagði „hugmyndafræðina“ skaðlegri en kommúnisma. 14. júní 2020 10:56 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Sjá meira
Samtök gyðinga saka ríkissjónvarpsstöð Póllands um að ala á hatri í aðdraganda forsetakosninga um helgina. Þáttastjórnendur stöðvarinnar settu spurningamerki við hvort að mótframbjóðandi Andrzej Duda forseta ætti eftir að „verða við kröfum gyðinga“. Seinni umferð forsetakosninganna fer fram á sunnudag. Kosið er á milli Duda og Rafal Trzaskowski, frjálslynds borgarstjóra Varsjár og frambjóðanda helsta stjórnarandstöðuflokks landsins. Lög og réttlæti, stjórnarflokkur Póllands, styður Duda. Alþjóðlegir eftirlitsmenn halda því fram að umfjöllun opinberu sjónvarpsstöðvarinnar TVP hafi verið afar hlutdræg um pólsk stjórnmál. AJC í Mið-Evrópu, hagsmunasamtök gyðinga segjast slegin yfir því að stöðin hafi haft uppi gyðingaandúð í helsta fréttaþætti sínum í gær. Fjallað var um bætur til gyðinga fyrir eignarnám á eigum fórnarlamba helfararinnar sem er umdeilt mál í Póllandi. Þáttastjórnandi spurði þá hvort að Trzaskowski myndi „verða við kröfum gyðinga“. Stöðin hefur áður gagnrýnt Trzaskowski þegar hann sagði sem aðstoðarutanríkisráðherra að pólsk stjórnvöld ættu að semja við samtök gyðinga um bætur. „Það er eitt þegar öfgahægrihópar á jaðrinum bera út svona skilaboð. Það er allt annað þegar ríkissjónvarpsstöð sem er fjármögnuð með peningum skattgreiðenda gerir það,“ segja AJC við Reuters-fréttastofuna. Jaroslaw Kaczynski, leiðtogi Laga og réttlætis, sakaði Trzaskowski um að skorta föðurlandsást vegna afstöðu hans til bóta til afkomenda fórnarlamba helfararinnar. „Hvernig gæti nokkur með snefil af pólskri sál, pólsku hjarta, sagt eitthvað í líkingu við þetta? Trzaskowski hefur þetta greinilega ekki fyrst honum finnst þetta vera mál til að ræða,“ sagði Kaczynski. Því vísaði Trzaskowski á bug í dag og sagði ummælin sýna um hvað kosningarnar um helgina snúast. „Hvort við viljum búa í landi þar sem leiðtogi stjórnarflokksins getur sagt að við séum rusl, að við höfum ekki pólskt hjarta, pólska sál,“ sagði hann.
Pólland Tengdar fréttir Stefnir í aðra umferð kosninga í Póllandi Nái enginn frambjóðandi hreinum meirihluta í fyrstu umferð skal kosið aftur á milli þeirra tveggja atkvæðamestu. 28. júní 2020 19:48 Segir „hugmyndafræði hinsegin fólks“ verri en kommúnisma Andrzej Duda, forseti Póllands, beindi sjónum sínum að baráttu hinsegin fólks í landinu í kosningaræðu sinni í gær og sagði „hugmyndafræðina“ skaðlegri en kommúnisma. 14. júní 2020 10:56 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Sjá meira
Stefnir í aðra umferð kosninga í Póllandi Nái enginn frambjóðandi hreinum meirihluta í fyrstu umferð skal kosið aftur á milli þeirra tveggja atkvæðamestu. 28. júní 2020 19:48
Segir „hugmyndafræði hinsegin fólks“ verri en kommúnisma Andrzej Duda, forseti Póllands, beindi sjónum sínum að baráttu hinsegin fólks í landinu í kosningaræðu sinni í gær og sagði „hugmyndafræðina“ skaðlegri en kommúnisma. 14. júní 2020 10:56