Segja pólska ríkisútvarpið ala á gyðingahatri fyrir kosningar Kjartan Kjartansson skrifar 10. júlí 2020 23:19 Duda forseti í mynd á ríkissjónvarpsstöðinni TVP. Alþjóðlegir eftirlitsmenn segja að stöðin sé hlutdræg í umfjöllun um pólsk stjórnmál. Vísir/EPA Samtök gyðinga saka ríkissjónvarpsstöð Póllands um að ala á hatri í aðdraganda forsetakosninga um helgina. Þáttastjórnendur stöðvarinnar settu spurningamerki við hvort að mótframbjóðandi Andrzej Duda forseta ætti eftir að „verða við kröfum gyðinga“. Seinni umferð forsetakosninganna fer fram á sunnudag. Kosið er á milli Duda og Rafal Trzaskowski, frjálslynds borgarstjóra Varsjár og frambjóðanda helsta stjórnarandstöðuflokks landsins. Lög og réttlæti, stjórnarflokkur Póllands, styður Duda. Alþjóðlegir eftirlitsmenn halda því fram að umfjöllun opinberu sjónvarpsstöðvarinnar TVP hafi verið afar hlutdræg um pólsk stjórnmál. AJC í Mið-Evrópu, hagsmunasamtök gyðinga segjast slegin yfir því að stöðin hafi haft uppi gyðingaandúð í helsta fréttaþætti sínum í gær. Fjallað var um bætur til gyðinga fyrir eignarnám á eigum fórnarlamba helfararinnar sem er umdeilt mál í Póllandi. Þáttastjórnandi spurði þá hvort að Trzaskowski myndi „verða við kröfum gyðinga“. Stöðin hefur áður gagnrýnt Trzaskowski þegar hann sagði sem aðstoðarutanríkisráðherra að pólsk stjórnvöld ættu að semja við samtök gyðinga um bætur. „Það er eitt þegar öfgahægrihópar á jaðrinum bera út svona skilaboð. Það er allt annað þegar ríkissjónvarpsstöð sem er fjármögnuð með peningum skattgreiðenda gerir það,“ segja AJC við Reuters-fréttastofuna. Jaroslaw Kaczynski, leiðtogi Laga og réttlætis, sakaði Trzaskowski um að skorta föðurlandsást vegna afstöðu hans til bóta til afkomenda fórnarlamba helfararinnar. „Hvernig gæti nokkur með snefil af pólskri sál, pólsku hjarta, sagt eitthvað í líkingu við þetta? Trzaskowski hefur þetta greinilega ekki fyrst honum finnst þetta vera mál til að ræða,“ sagði Kaczynski. Því vísaði Trzaskowski á bug í dag og sagði ummælin sýna um hvað kosningarnar um helgina snúast. „Hvort við viljum búa í landi þar sem leiðtogi stjórnarflokksins getur sagt að við séum rusl, að við höfum ekki pólskt hjarta, pólska sál,“ sagði hann. Pólland Tengdar fréttir Stefnir í aðra umferð kosninga í Póllandi Nái enginn frambjóðandi hreinum meirihluta í fyrstu umferð skal kosið aftur á milli þeirra tveggja atkvæðamestu. 28. júní 2020 19:48 Segir „hugmyndafræði hinsegin fólks“ verri en kommúnisma Andrzej Duda, forseti Póllands, beindi sjónum sínum að baráttu hinsegin fólks í landinu í kosningaræðu sinni í gær og sagði „hugmyndafræðina“ skaðlegri en kommúnisma. 14. júní 2020 10:56 Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fleiri fréttir Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Sjá meira
Samtök gyðinga saka ríkissjónvarpsstöð Póllands um að ala á hatri í aðdraganda forsetakosninga um helgina. Þáttastjórnendur stöðvarinnar settu spurningamerki við hvort að mótframbjóðandi Andrzej Duda forseta ætti eftir að „verða við kröfum gyðinga“. Seinni umferð forsetakosninganna fer fram á sunnudag. Kosið er á milli Duda og Rafal Trzaskowski, frjálslynds borgarstjóra Varsjár og frambjóðanda helsta stjórnarandstöðuflokks landsins. Lög og réttlæti, stjórnarflokkur Póllands, styður Duda. Alþjóðlegir eftirlitsmenn halda því fram að umfjöllun opinberu sjónvarpsstöðvarinnar TVP hafi verið afar hlutdræg um pólsk stjórnmál. AJC í Mið-Evrópu, hagsmunasamtök gyðinga segjast slegin yfir því að stöðin hafi haft uppi gyðingaandúð í helsta fréttaþætti sínum í gær. Fjallað var um bætur til gyðinga fyrir eignarnám á eigum fórnarlamba helfararinnar sem er umdeilt mál í Póllandi. Þáttastjórnandi spurði þá hvort að Trzaskowski myndi „verða við kröfum gyðinga“. Stöðin hefur áður gagnrýnt Trzaskowski þegar hann sagði sem aðstoðarutanríkisráðherra að pólsk stjórnvöld ættu að semja við samtök gyðinga um bætur. „Það er eitt þegar öfgahægrihópar á jaðrinum bera út svona skilaboð. Það er allt annað þegar ríkissjónvarpsstöð sem er fjármögnuð með peningum skattgreiðenda gerir það,“ segja AJC við Reuters-fréttastofuna. Jaroslaw Kaczynski, leiðtogi Laga og réttlætis, sakaði Trzaskowski um að skorta föðurlandsást vegna afstöðu hans til bóta til afkomenda fórnarlamba helfararinnar. „Hvernig gæti nokkur með snefil af pólskri sál, pólsku hjarta, sagt eitthvað í líkingu við þetta? Trzaskowski hefur þetta greinilega ekki fyrst honum finnst þetta vera mál til að ræða,“ sagði Kaczynski. Því vísaði Trzaskowski á bug í dag og sagði ummælin sýna um hvað kosningarnar um helgina snúast. „Hvort við viljum búa í landi þar sem leiðtogi stjórnarflokksins getur sagt að við séum rusl, að við höfum ekki pólskt hjarta, pólska sál,“ sagði hann.
Pólland Tengdar fréttir Stefnir í aðra umferð kosninga í Póllandi Nái enginn frambjóðandi hreinum meirihluta í fyrstu umferð skal kosið aftur á milli þeirra tveggja atkvæðamestu. 28. júní 2020 19:48 Segir „hugmyndafræði hinsegin fólks“ verri en kommúnisma Andrzej Duda, forseti Póllands, beindi sjónum sínum að baráttu hinsegin fólks í landinu í kosningaræðu sinni í gær og sagði „hugmyndafræðina“ skaðlegri en kommúnisma. 14. júní 2020 10:56 Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fleiri fréttir Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Sjá meira
Stefnir í aðra umferð kosninga í Póllandi Nái enginn frambjóðandi hreinum meirihluta í fyrstu umferð skal kosið aftur á milli þeirra tveggja atkvæðamestu. 28. júní 2020 19:48
Segir „hugmyndafræði hinsegin fólks“ verri en kommúnisma Andrzej Duda, forseti Póllands, beindi sjónum sínum að baráttu hinsegin fólks í landinu í kosningaræðu sinni í gær og sagði „hugmyndafræðina“ skaðlegri en kommúnisma. 14. júní 2020 10:56