Icelandair hefur um þrjár vikur til að ná samningum fyrir 30 milljarða hlutafjárútboð til björgunar félaginu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. júlí 2020 19:20 Icelandair VILHELM Icelandair hefur aðeins rúma tuttugu daga til að ganga frá samingum við lánadrottna, Boeing verksmiðjurnar og flugfreyjur áður en fyrirhugað hlutafjárútboð til björgunar félaginu fer fram í byrjun ágúst. Samninganefndir fyrirtækisins og flugfreyja komu saman til fyrsta fundar í dag eftir að flugfreyjur kolfelldu nýgerðan kjarasamning. Þann 26. júní var kjarasamningur Flugfreyjufélags Íslands kynntur félagsmönnum. Um 400 mættu á fundinn og úr salnum heyrðist reglulega dynjandi lófaklapp. Þá sagði formaður Flugfreyjufélagsins að hún ætti von á að samningurinn yrði samþykktur. „Já ég fer mjög bjartsýn inn í þessa viku og held að við endum með samþykktan samning,“ sagði Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands í viðtali eftir félagsfund Flugfreyjufélags Íslands þann 26. júní þar sem kjarasamningur var kynntur félagsmönnum. 12 dögum síðar var samningurinn kolfelldur. Samninganefndir Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair hittust í Karphúsinu klukkan þrjú í dag og lauk fundi klukkan hálf sjö. Annar fundur hefur verið boðaður í deilunni klukkan 14 á þriðjudag. Samninganefndir byrjuðu á því að funda í sitt hvoru lagi í dag. Ljóst er að staðan er mjög snúin en forstjóri Icelandair segir að samningurinn hafi verið sá besti sem bauðst. „Við komumst því miður ekkert lengra í þessum viðræðum. Við getum ekki boðið betur en við erum búin að bjóða,“ sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. „Ég myndi halda að það væri öllum til heilla að félagið bakki með sínar kröfur og við getum þá skrifað undir nýjan samning sem yrði vonandi samþykktur,“ sagði Guðlaug. Miðað við þessi orð beggja aðila ertu vongóður um að samningar náist yfir höfuð? „Ég vakna vonglaður á hverjum degi það er ekkert víst að það klikki,“ sagði Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari. Icelandair hefur sagt ætla að ljúka samningum í júlímánuði. Félagið hefur því rúma tuttugu daga til að semja við flugfreyjur auk þess að landa samningi við Boeing verksmiðjurnar vegna Max flugvélanna og afla gríðarlega mikils hlutajár fyrir hlutafjárútboðið sem fram fer í ágúst. Hvað er hægt að gefa þessu margar tilraunir til viðbótar? „Eins margar og þarf,“ sagði Aðalsteinn. Icelandair Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Flugfreyjur og Icelandair á fund ríkissáttasemjara í dag Samninganefndir Flugfreyjufélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins, fyrir hönd Icelandair, hittast á fundi klukkan þrjú hjá ríkissáttasemjara í dag til að fara yfir stöðuna á ný. 10. júlí 2020 07:00 Tekist á um skerðingu á hvíldartíma og aukið vinnuframlag Icelandair er í kapphlaupi við tímann að ljúka samningum við flugfreyjur um kjaraskerðingu og Boeing um afhendingu Max flugvélanna áður en ráðist verður í hlutafjárútboð snemma í næsta mánuði. 9. júlí 2020 19:20 Forstjóri Icelandair segir ekki lengra komist með flugfreyjum Deila Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands er kominn í enn harðari hnút eftir að flugfreyjur felldu nýgerðan kjarasamning í atkvæðagreiðslu. 8. júlí 2020 20:00 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Sjá meira
Icelandair hefur aðeins rúma tuttugu daga til að ganga frá samingum við lánadrottna, Boeing verksmiðjurnar og flugfreyjur áður en fyrirhugað hlutafjárútboð til björgunar félaginu fer fram í byrjun ágúst. Samninganefndir fyrirtækisins og flugfreyja komu saman til fyrsta fundar í dag eftir að flugfreyjur kolfelldu nýgerðan kjarasamning. Þann 26. júní var kjarasamningur Flugfreyjufélags Íslands kynntur félagsmönnum. Um 400 mættu á fundinn og úr salnum heyrðist reglulega dynjandi lófaklapp. Þá sagði formaður Flugfreyjufélagsins að hún ætti von á að samningurinn yrði samþykktur. „Já ég fer mjög bjartsýn inn í þessa viku og held að við endum með samþykktan samning,“ sagði Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands í viðtali eftir félagsfund Flugfreyjufélags Íslands þann 26. júní þar sem kjarasamningur var kynntur félagsmönnum. 12 dögum síðar var samningurinn kolfelldur. Samninganefndir Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair hittust í Karphúsinu klukkan þrjú í dag og lauk fundi klukkan hálf sjö. Annar fundur hefur verið boðaður í deilunni klukkan 14 á þriðjudag. Samninganefndir byrjuðu á því að funda í sitt hvoru lagi í dag. Ljóst er að staðan er mjög snúin en forstjóri Icelandair segir að samningurinn hafi verið sá besti sem bauðst. „Við komumst því miður ekkert lengra í þessum viðræðum. Við getum ekki boðið betur en við erum búin að bjóða,“ sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. „Ég myndi halda að það væri öllum til heilla að félagið bakki með sínar kröfur og við getum þá skrifað undir nýjan samning sem yrði vonandi samþykktur,“ sagði Guðlaug. Miðað við þessi orð beggja aðila ertu vongóður um að samningar náist yfir höfuð? „Ég vakna vonglaður á hverjum degi það er ekkert víst að það klikki,“ sagði Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari. Icelandair hefur sagt ætla að ljúka samningum í júlímánuði. Félagið hefur því rúma tuttugu daga til að semja við flugfreyjur auk þess að landa samningi við Boeing verksmiðjurnar vegna Max flugvélanna og afla gríðarlega mikils hlutajár fyrir hlutafjárútboðið sem fram fer í ágúst. Hvað er hægt að gefa þessu margar tilraunir til viðbótar? „Eins margar og þarf,“ sagði Aðalsteinn.
Icelandair Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Flugfreyjur og Icelandair á fund ríkissáttasemjara í dag Samninganefndir Flugfreyjufélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins, fyrir hönd Icelandair, hittast á fundi klukkan þrjú hjá ríkissáttasemjara í dag til að fara yfir stöðuna á ný. 10. júlí 2020 07:00 Tekist á um skerðingu á hvíldartíma og aukið vinnuframlag Icelandair er í kapphlaupi við tímann að ljúka samningum við flugfreyjur um kjaraskerðingu og Boeing um afhendingu Max flugvélanna áður en ráðist verður í hlutafjárútboð snemma í næsta mánuði. 9. júlí 2020 19:20 Forstjóri Icelandair segir ekki lengra komist með flugfreyjum Deila Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands er kominn í enn harðari hnút eftir að flugfreyjur felldu nýgerðan kjarasamning í atkvæðagreiðslu. 8. júlí 2020 20:00 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Sjá meira
Flugfreyjur og Icelandair á fund ríkissáttasemjara í dag Samninganefndir Flugfreyjufélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins, fyrir hönd Icelandair, hittast á fundi klukkan þrjú hjá ríkissáttasemjara í dag til að fara yfir stöðuna á ný. 10. júlí 2020 07:00
Tekist á um skerðingu á hvíldartíma og aukið vinnuframlag Icelandair er í kapphlaupi við tímann að ljúka samningum við flugfreyjur um kjaraskerðingu og Boeing um afhendingu Max flugvélanna áður en ráðist verður í hlutafjárútboð snemma í næsta mánuði. 9. júlí 2020 19:20
Forstjóri Icelandair segir ekki lengra komist með flugfreyjum Deila Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands er kominn í enn harðari hnút eftir að flugfreyjur felldu nýgerðan kjarasamning í atkvæðagreiðslu. 8. júlí 2020 20:00