FC Midtjylland er danskur meistari í fótbolta eftir sigur á FC Kaupmannahöfn í kvöld.
Mikael Anderson byrjaði leikinn fyrir Midtjylland og spilaði fram á 81. mínútu og Ragnar Sigurðsson byrjaði fyrir FCK en fór meiddur af velli á 27. mínútu í stöðunni 1-0 fyrir FCK.
Staðan var 1-0 í hálfleik en á 63. mínútu jafnaði Sory Kaba metin fyrir Midtjylland úr vítaspyrnu. Anders Dreyer og Awer Mabil skoruðu síðan tvö mörk á tveggja mínútna kafla fyrir Midtjylland á 79. og 81. mínútu og tryggðu liðinu 3-1 sigur.
Með sigrinum tryggði Midtjylland sér formlega titilinn, en liðið er nú með 17 stiga forskot á FCK þegar einungis fjórar umferðir eru eftir af mótinu. Midtjylland sannarlega vel að titlinum komið en Mikael hefur spilað stórt hlutverk fyrir liðið á leiktíðinni og skorað fjögur mörk hingað til.