„Útivistartíminn var liðinn og hann hefði ekki mátt vera boltasækir í kvöld“ Anton Ingi Leifsson skrifar 9. júlí 2020 10:00 Ólafur Kristjánsson var í settinu í gær. vísir/s2s Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, var ánægður með innkomu hins unga Loga Hrafns Róbertssonar í leik liðsins gegn Breiðabliki í gærkvöldi en Logi spilaði síðari hálfleikinn í fjörugu 3-3 jafntefli. Logi Hrafn verður ekki sextán ára fyrr en síðar í mánuðinum en hann er fæddur í júlí 2004. Hann lék þó mikið með FH-liðinu á undirbúningstímabilinu þar sem þjálfarinn hreifst af honum en Ólafur var gestur Pepsi Max-tilþrifanna eftir leikinn. „Í sjálfu sér ekki. Hann er búinn að spila mikið í vetur og standa sig feikilega vel. Hann er poll rólegur og leysti þetta verkefni mjög vel,“ sagði Ólafur. FH missti einnig miðvörð út af í síðasta leik gegn Víkingum en þá valdi Ólafur að setja Loga ekki inn á. „Við vorum með leik um daginn í Víkinni þar sem við þurftum að setja miðvörð inn á. Þar fannst mér leikurinn vera þess eðlis að við vorum í brekku og mér fannst ekki rétt að setja hann inn í svo langan tíma. Þegar maður setur ungan strák inn á, þá þarf maður að velja verkefnin vel.“ Logi spilaði ekki bara leik í gær því einnig æfði hann með U17-ára landsliði Íslands. Hann átti upphaflega ekki að vera í hópnum en vegna höfuðmeiðsla Guðmanns Þórissonar og Péturs Viðarssonar endaði hann á því að vera í hópnum. „Það draup ekki af honum. Hann var á 40 mínútna æfingu í dag hjá KSÍ og hann átti ekki upphaflega að vera í leikmannahópnum. Pétur átti að vera en síðan þegar við vorum með Guðmann, sem er með höfuðmeiðsli, og er að detta út úr því. Hann spilaði hálfleik og Pétur er of stutt á veg kominn. Það er fúlt að detta út vegna höfuðmeiðsla í langan tíma.“ Aðspurður hvort að Logi kæmi til greina sem miðvörður liðsins í næstu leikjum svarað Ólafur rólegur. „Logi er ungur og efnilegur og þarf sinn tíma eins og aðrir. Við þurfum ekkert að hæpa hann upp. Hann er poll rólegur og leysir þessi verkefni sem hann fær mjög vel. Hann var inni á miðjunni hjá okkur í vetur. Hann getur komið í miðvörðinn. Hann getur verið framtíðarmaður en útivistartíminn er liðinn og hann hefði ekki mátt vera boltastrákur í kvöld,“ sagði Ólafur léttur en samkvæmt tilmælum KSÍ þurfa boltasækjarar að vera sextán ára og eldri. Klippa: Pepsi Max-tilþrifin - Ólafur um Loga Pepsi Max-deild karla FH Tengdar fréttir Sjáðu markasúpuna og atvikin umdeildu úr leikjum gærkvöldsins í Pepsi Max-deildinni Það var mikið fjör og dramatík er fjórir leikir fóru fram í 5. umferð Pepsi Max-deildarinnar en nítján mörk voru skoruð í leikjum gærkvöldsins. 9. júlí 2020 08:00 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik 3-3 FH | Jafntefli niðurstaðan í skemmtilegum leik Breiðablik og FH gerðu 3-3 jafntefli í Pepsi Max deild karla í ótrúlegum fótboltaleik á Kópavogsvelli í kvöld. 8. júlí 2020 22:30 Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Körfubolti Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Íslenski boltinn „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Handbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Dagskráin: Risaleikur í Kópavogi, U21-slagur, Lokasóknin og Big Ben Sport Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Körfubolti Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri Handbolti Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Körfubolti Fleiri fréttir Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Sjá meira
Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, var ánægður með innkomu hins unga Loga Hrafns Róbertssonar í leik liðsins gegn Breiðabliki í gærkvöldi en Logi spilaði síðari hálfleikinn í fjörugu 3-3 jafntefli. Logi Hrafn verður ekki sextán ára fyrr en síðar í mánuðinum en hann er fæddur í júlí 2004. Hann lék þó mikið með FH-liðinu á undirbúningstímabilinu þar sem þjálfarinn hreifst af honum en Ólafur var gestur Pepsi Max-tilþrifanna eftir leikinn. „Í sjálfu sér ekki. Hann er búinn að spila mikið í vetur og standa sig feikilega vel. Hann er poll rólegur og leysti þetta verkefni mjög vel,“ sagði Ólafur. FH missti einnig miðvörð út af í síðasta leik gegn Víkingum en þá valdi Ólafur að setja Loga ekki inn á. „Við vorum með leik um daginn í Víkinni þar sem við þurftum að setja miðvörð inn á. Þar fannst mér leikurinn vera þess eðlis að við vorum í brekku og mér fannst ekki rétt að setja hann inn í svo langan tíma. Þegar maður setur ungan strák inn á, þá þarf maður að velja verkefnin vel.“ Logi spilaði ekki bara leik í gær því einnig æfði hann með U17-ára landsliði Íslands. Hann átti upphaflega ekki að vera í hópnum en vegna höfuðmeiðsla Guðmanns Þórissonar og Péturs Viðarssonar endaði hann á því að vera í hópnum. „Það draup ekki af honum. Hann var á 40 mínútna æfingu í dag hjá KSÍ og hann átti ekki upphaflega að vera í leikmannahópnum. Pétur átti að vera en síðan þegar við vorum með Guðmann, sem er með höfuðmeiðsli, og er að detta út úr því. Hann spilaði hálfleik og Pétur er of stutt á veg kominn. Það er fúlt að detta út vegna höfuðmeiðsla í langan tíma.“ Aðspurður hvort að Logi kæmi til greina sem miðvörður liðsins í næstu leikjum svarað Ólafur rólegur. „Logi er ungur og efnilegur og þarf sinn tíma eins og aðrir. Við þurfum ekkert að hæpa hann upp. Hann er poll rólegur og leysir þessi verkefni sem hann fær mjög vel. Hann var inni á miðjunni hjá okkur í vetur. Hann getur komið í miðvörðinn. Hann getur verið framtíðarmaður en útivistartíminn er liðinn og hann hefði ekki mátt vera boltastrákur í kvöld,“ sagði Ólafur léttur en samkvæmt tilmælum KSÍ þurfa boltasækjarar að vera sextán ára og eldri. Klippa: Pepsi Max-tilþrifin - Ólafur um Loga
Pepsi Max-deild karla FH Tengdar fréttir Sjáðu markasúpuna og atvikin umdeildu úr leikjum gærkvöldsins í Pepsi Max-deildinni Það var mikið fjör og dramatík er fjórir leikir fóru fram í 5. umferð Pepsi Max-deildarinnar en nítján mörk voru skoruð í leikjum gærkvöldsins. 9. júlí 2020 08:00 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik 3-3 FH | Jafntefli niðurstaðan í skemmtilegum leik Breiðablik og FH gerðu 3-3 jafntefli í Pepsi Max deild karla í ótrúlegum fótboltaleik á Kópavogsvelli í kvöld. 8. júlí 2020 22:30 Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Körfubolti Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Íslenski boltinn „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Handbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Dagskráin: Risaleikur í Kópavogi, U21-slagur, Lokasóknin og Big Ben Sport Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Körfubolti Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri Handbolti Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Körfubolti Fleiri fréttir Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Sjá meira
Sjáðu markasúpuna og atvikin umdeildu úr leikjum gærkvöldsins í Pepsi Max-deildinni Það var mikið fjör og dramatík er fjórir leikir fóru fram í 5. umferð Pepsi Max-deildarinnar en nítján mörk voru skoruð í leikjum gærkvöldsins. 9. júlí 2020 08:00
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik 3-3 FH | Jafntefli niðurstaðan í skemmtilegum leik Breiðablik og FH gerðu 3-3 jafntefli í Pepsi Max deild karla í ótrúlegum fótboltaleik á Kópavogsvelli í kvöld. 8. júlí 2020 22:30
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki