Lögreglan á Vesturlandi tók í dag nýjar lögreglubifreiðar í notkun. Lögregluembættið hefur verið að endurnýja bílaflotann eftir þörfum og hafa nú tvær nýjar lögreglubifreiðar verið teknar í notkun sem staðsettar verða á Snæfellsnesi.
Bifreiðarnar eru Land Rover Discovery jeppar sem búnir eru öllum lögreglubúnaði sem þörf er á segir í tilkynningu frá lögreglunni á Vesturlandi. Í bílunum séu til að mynda fullkominn upptökubúnaður og ný gerð af ratsjám til hraðamælingar. Þær séu mjög nákvæmar og hafi mun meiri drægni en eldri gerðir.