Stefna Hval og vilja fá rúmlega einn og hálfan milljarð Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. júlí 2020 08:13 Kristján Loftsson er framkvæmdastjóri og stærsti hluthafi Hvals. Getty/Arnaldur Halldórsson Þrír hluthafar í Hval hf. hafa stefnt félaginu, og krefjast þess að hlutir þeirra verði innleystir. Þeir vilja fá samtal 1,56 milljarða í sinn hlut, auk dráttarvaxta. Samtals nemur hlutur þeirra 5,3% í félaginu. Frá þessu er greint í Markaðnum. Þar kemur fram að hluthafarnir, sem eru félög í eigu þeirra Einars Sveinssonar, Benedikts Einarssonar og Ingimundar Sveinssonar, saki Kristján Loftsson, framkvæmdastjóra og stærsta einstaka hluthafa félagsins um að hafa, með kaupum sínum á hlutum í Hval „á verulegu undirverði“ og fráfalli forkaupsréttar stjórnar félagsins að þeim, aflað sér „ótilhlýðilegra hagsmuna,“ á kostnað annarra hluthafa. Telja kröfuhafarnir að Kristján hafi með þessu brotið gegn ákvæðum laga um hlutafélög. Því eigi félög þeirra rétt á innlausn hluta sinna, samkvæmt 26. grein laganna. Í umfjöllun Markaðarins er því slegið föstu að ekki hafi áður reynt á umrætt ákvæði fyrir dómstólum, en í því segir að hluthafi geti krafist dóms, standi veigamikil rök til þess að honum verði gert kleift að losna úr félaginu. Markaðurinn hefur eftir Kristjáni að verði gengið að kröfum hluthafanna gæti það falið í sér að Hvalur hf. verði leyst upp, þar sem eiga mætti von á því að fleiri hluthafa krefðust þess að vera keyptir út á sama gengi, og félaginu slitið í kjölfarið. Segist hann þó ekki telja að það sé vilji meirihluta annarra hluthafa félagsins. Aðalmeðferð hefjist í haust Í málsvörn Hvals er þess krafist að því sé hafnað að lögbundin skilyrði innlausnar séu til staðar. Þá krefst Hvalur þess til vara, ef fallist verður á innlausn hlutanna, að ekki verði eingöngu litið til upplausnarvirðis félagsins eins og hluthafarnir hafa farið fram á. Heldur verði litið til verðs í síðustu þekktu viðskuptum, auk sjónarmiða um minnihlutaafslátt og seljanleikaafslátt frá upplausnarvirði. Þau sjónarmið myndu leiða til þess að verð hlutanna stæði nærri verði síðustu viðskipta, en Hvalur hefur aflað verðmats hjá Deloitte vegna málsins. Markaðurinn segir gert ráð fyrir því að aðalmeðferð málsins hefjist í héraðsdómi Vesturlands í september á þessu ári. Hvalveiðar Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Þrír hluthafar í Hval hf. hafa stefnt félaginu, og krefjast þess að hlutir þeirra verði innleystir. Þeir vilja fá samtal 1,56 milljarða í sinn hlut, auk dráttarvaxta. Samtals nemur hlutur þeirra 5,3% í félaginu. Frá þessu er greint í Markaðnum. Þar kemur fram að hluthafarnir, sem eru félög í eigu þeirra Einars Sveinssonar, Benedikts Einarssonar og Ingimundar Sveinssonar, saki Kristján Loftsson, framkvæmdastjóra og stærsta einstaka hluthafa félagsins um að hafa, með kaupum sínum á hlutum í Hval „á verulegu undirverði“ og fráfalli forkaupsréttar stjórnar félagsins að þeim, aflað sér „ótilhlýðilegra hagsmuna,“ á kostnað annarra hluthafa. Telja kröfuhafarnir að Kristján hafi með þessu brotið gegn ákvæðum laga um hlutafélög. Því eigi félög þeirra rétt á innlausn hluta sinna, samkvæmt 26. grein laganna. Í umfjöllun Markaðarins er því slegið föstu að ekki hafi áður reynt á umrætt ákvæði fyrir dómstólum, en í því segir að hluthafi geti krafist dóms, standi veigamikil rök til þess að honum verði gert kleift að losna úr félaginu. Markaðurinn hefur eftir Kristjáni að verði gengið að kröfum hluthafanna gæti það falið í sér að Hvalur hf. verði leyst upp, þar sem eiga mætti von á því að fleiri hluthafa krefðust þess að vera keyptir út á sama gengi, og félaginu slitið í kjölfarið. Segist hann þó ekki telja að það sé vilji meirihluta annarra hluthafa félagsins. Aðalmeðferð hefjist í haust Í málsvörn Hvals er þess krafist að því sé hafnað að lögbundin skilyrði innlausnar séu til staðar. Þá krefst Hvalur þess til vara, ef fallist verður á innlausn hlutanna, að ekki verði eingöngu litið til upplausnarvirðis félagsins eins og hluthafarnir hafa farið fram á. Heldur verði litið til verðs í síðustu þekktu viðskuptum, auk sjónarmiða um minnihlutaafslátt og seljanleikaafslátt frá upplausnarvirði. Þau sjónarmið myndu leiða til þess að verð hlutanna stæði nærri verði síðustu viðskipta, en Hvalur hefur aflað verðmats hjá Deloitte vegna málsins. Markaðurinn segir gert ráð fyrir því að aðalmeðferð málsins hefjist í héraðsdómi Vesturlands í september á þessu ári.
Hvalveiðar Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira