Vísa ummælum KA-manna á bug Anton Ingi Leifsson skrifar 8. júlí 2020 09:30 Frá vellinum um helgina. mynd/skjáskot KSÍ sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þeir vísa ummælum KA-manna um skrýtna úthlutun úr mannavirkjasjóði til föðurhúsanna. Mikið hefur verið rætt og ritað um Akureyrarvöll síðustu daga en völlurinn leit vægast sagt illa út er KA og Breiðablik mættust í Pepsi Max-deild karla um helgina. Eftir leikinn sagði m.a. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Blika, að undirlagið væri eitt það daprasta í efstu deild í Evrópu og það fékk Sævar Pétursson, framkvæmdastjóra KA, til að rita pistil. Hann sagði að KA-menn væru heldur ekki sáttir við stöðuna og stakk aðeins á úthlutun úr mannvirkjasjóði KSÍ. „Önnur en skrýtnari staðreynd er sú að KA sótti um í mannvirkjasjóð KSÍ, þar sem óskað var eftir nokkrum milljónum til þess að vinna í Greifavellinum. Meðal verka var að drena svæði þar sem vitað er að drenlagnir vallarins eru ónýtar. Stjórn KSÍ telur mikilvægara að setja pening í vallarklukkur í Kópavogi, inni battavöll í Kórnum, sæti á Hlíðarenda, búningsklefa á Hlíðarenda og Eyjum, sparkvöll á KR svæðinu, varamannaskýli í Árbæinn og Kópavog og vökvunarbúnað inni í Kór svo einhver dæmi séu tekin. Engar upplýsingar fást frá KSÍ vegna þess, en ef úthlutun úr mannvirkjasjóði eru skoðar þá vakna margar spurningar um úthlutunina úr þessum ágæta sjóði.“ Knattspyrnusambandið var ekki lengi að svara fyrir sig og sendu þeir frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þeir vísa þessu til föðurhúsanna, þar sem í umsókn KA stóð að ráðast ætti í verkefnið eftir tímabilið. „KA sótti um í mannvirkjasjóð KSÍ 2020 fyrir verkefni sem átti að ráðast í að loknu keppnistímabilinu 2020 og vera lokið fyrir keppnistímabilið 2021 (drenlögn á Akureyrarvöll). Ljóst er að afgreiðsla mannvirkjanefndar og stjórnar KSÍ á umsókninni ræður ekki úrslitum um ástand leikflatarins á Akureyrarvelli keppnistímabilið 2020.“ Yfirlýsingu KSÍ má sjá í heild sinni hér. Uppfært 14.18: KSÍ hefur leiðrétt frétt á vef sínum en í nýrri tilkynningu KSÍ segir að KA sótti s.s. um í mannvirkjasjóð KSÍ 2020 fyrir verkefni sem átti að ráðast í og ljúka á keppnistímabilinu 2020 (drenlögn á Akureyrarvöll). Leiðrétt: Ráðast átti í verkefnið og ljúka því sumarið 2020. Greinin á vef KSÍ hefur jafnframt verið uppfærð.— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) July 8, 2020 Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ Handbolti „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Körfubolti „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Handbolti Dagskráin: Fótbolti, hestar og NBA í dag og kvöld en formúla í nótt Sport McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Formúla 1 Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið Fótbolti Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Sjá meira
KSÍ sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þeir vísa ummælum KA-manna um skrýtna úthlutun úr mannavirkjasjóði til föðurhúsanna. Mikið hefur verið rætt og ritað um Akureyrarvöll síðustu daga en völlurinn leit vægast sagt illa út er KA og Breiðablik mættust í Pepsi Max-deild karla um helgina. Eftir leikinn sagði m.a. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Blika, að undirlagið væri eitt það daprasta í efstu deild í Evrópu og það fékk Sævar Pétursson, framkvæmdastjóra KA, til að rita pistil. Hann sagði að KA-menn væru heldur ekki sáttir við stöðuna og stakk aðeins á úthlutun úr mannvirkjasjóði KSÍ. „Önnur en skrýtnari staðreynd er sú að KA sótti um í mannvirkjasjóð KSÍ, þar sem óskað var eftir nokkrum milljónum til þess að vinna í Greifavellinum. Meðal verka var að drena svæði þar sem vitað er að drenlagnir vallarins eru ónýtar. Stjórn KSÍ telur mikilvægara að setja pening í vallarklukkur í Kópavogi, inni battavöll í Kórnum, sæti á Hlíðarenda, búningsklefa á Hlíðarenda og Eyjum, sparkvöll á KR svæðinu, varamannaskýli í Árbæinn og Kópavog og vökvunarbúnað inni í Kór svo einhver dæmi séu tekin. Engar upplýsingar fást frá KSÍ vegna þess, en ef úthlutun úr mannvirkjasjóði eru skoðar þá vakna margar spurningar um úthlutunina úr þessum ágæta sjóði.“ Knattspyrnusambandið var ekki lengi að svara fyrir sig og sendu þeir frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þeir vísa þessu til föðurhúsanna, þar sem í umsókn KA stóð að ráðast ætti í verkefnið eftir tímabilið. „KA sótti um í mannvirkjasjóð KSÍ 2020 fyrir verkefni sem átti að ráðast í að loknu keppnistímabilinu 2020 og vera lokið fyrir keppnistímabilið 2021 (drenlögn á Akureyrarvöll). Ljóst er að afgreiðsla mannvirkjanefndar og stjórnar KSÍ á umsókninni ræður ekki úrslitum um ástand leikflatarins á Akureyrarvelli keppnistímabilið 2020.“ Yfirlýsingu KSÍ má sjá í heild sinni hér. Uppfært 14.18: KSÍ hefur leiðrétt frétt á vef sínum en í nýrri tilkynningu KSÍ segir að KA sótti s.s. um í mannvirkjasjóð KSÍ 2020 fyrir verkefni sem átti að ráðast í og ljúka á keppnistímabilinu 2020 (drenlögn á Akureyrarvöll). Leiðrétt: Ráðast átti í verkefnið og ljúka því sumarið 2020. Greinin á vef KSÍ hefur jafnframt verið uppfærð.— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) July 8, 2020
Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ Handbolti „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Körfubolti „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Handbolti Dagskráin: Fótbolti, hestar og NBA í dag og kvöld en formúla í nótt Sport McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Formúla 1 Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið Fótbolti Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Sjá meira