Fimm árum of lengi í fangelsi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. júlí 2020 08:06 Fáni Samóaeyja. Fangelsismál þar hafa verið harðlega gagnrýnd. Vísir/Getty Sio Agafili, samóskur 45 ára karlmaður, var tæpum fimm árum lengur í fangelsi en hann átti að vera. Hvorki hann né fangelsismálayfirvöld virðast hafa áttað sig á því að hann átti að afplána tvo fimm ára dóma sem hann hafði hlotið samtímis. Guardian fjallar um málið. Þar segir að Agafili hafi verið dæmdur í fimm ára fangelsi í desember 2008, en hann hlaut tvo jafnlanga dóma fyrir innbrot annars vegar, og þjófnað hins vegar. Á Samóaeyjum er það venjan að fangelsisdómar séu afplánaðir samtímis, nema annað sé tekið fram. Agafili átti því að losna úr fangelsi í desember árið 2015. Í viðtali við Samoa Observer segir Agafili að honum hafi aldrei verið greint frá raunverulegri lengd þess tíma sem hann átti að afplána. „Enginn sagði mér hvenær fangelsisvistinni átti að ljúka. Ég týndi tölunni á dögunum. Ég man ekki mikið um hvenær ég átti að losna, ég veit bara að ég þurfti að ljúka afplánun minni. Enginn hafði komist á snoðir um þessa yfirsjón fyrr en í síðustu viku, þegar hæstaréttardómari áttaði sig á málinu. Þá átti Agafili að koma fyrir dómara vegna ákæru fyrir líkamsárás í uppþotum og fjöldaflótta úr Tanumalala-fangelsinu, þar sem Agafili var haldið. Fyrir dómi viðurkenndi lögregla að Agafili hefði verið haldið í fangelsinu án dóms og laga. Muriel Lui, lögmaður Agafili, segir að nú vinni hann að því að fara yfir næstu skref með skjólstæðingi sínum. Líklegt væri að hann myndi reyna að sækja einhverjar bætur vegna málsins og að í hans huga væri nokkuð skýrt að um brot á stjórnarskrárvörðum réttindum hans væri að ræða. Þá sagðist Lui hafa áhyggjur af því að fleiri fangar á Samóaeyjum væru í sömu stöðu, en fangelsiskerfi þar hefur verið harðlega gagnrýnt megna mannréttindabrota, spillingar og brotalama í stjórnsýslu þess. Í mars á þessu ári var ríkisstofnun sem fór með fangelsismál leyst upp, og lögreglan í landinu tók við stjórn fangelsanna. Samóa Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Sio Agafili, samóskur 45 ára karlmaður, var tæpum fimm árum lengur í fangelsi en hann átti að vera. Hvorki hann né fangelsismálayfirvöld virðast hafa áttað sig á því að hann átti að afplána tvo fimm ára dóma sem hann hafði hlotið samtímis. Guardian fjallar um málið. Þar segir að Agafili hafi verið dæmdur í fimm ára fangelsi í desember 2008, en hann hlaut tvo jafnlanga dóma fyrir innbrot annars vegar, og þjófnað hins vegar. Á Samóaeyjum er það venjan að fangelsisdómar séu afplánaðir samtímis, nema annað sé tekið fram. Agafili átti því að losna úr fangelsi í desember árið 2015. Í viðtali við Samoa Observer segir Agafili að honum hafi aldrei verið greint frá raunverulegri lengd þess tíma sem hann átti að afplána. „Enginn sagði mér hvenær fangelsisvistinni átti að ljúka. Ég týndi tölunni á dögunum. Ég man ekki mikið um hvenær ég átti að losna, ég veit bara að ég þurfti að ljúka afplánun minni. Enginn hafði komist á snoðir um þessa yfirsjón fyrr en í síðustu viku, þegar hæstaréttardómari áttaði sig á málinu. Þá átti Agafili að koma fyrir dómara vegna ákæru fyrir líkamsárás í uppþotum og fjöldaflótta úr Tanumalala-fangelsinu, þar sem Agafili var haldið. Fyrir dómi viðurkenndi lögregla að Agafili hefði verið haldið í fangelsinu án dóms og laga. Muriel Lui, lögmaður Agafili, segir að nú vinni hann að því að fara yfir næstu skref með skjólstæðingi sínum. Líklegt væri að hann myndi reyna að sækja einhverjar bætur vegna málsins og að í hans huga væri nokkuð skýrt að um brot á stjórnarskrárvörðum réttindum hans væri að ræða. Þá sagðist Lui hafa áhyggjur af því að fleiri fangar á Samóaeyjum væru í sömu stöðu, en fangelsiskerfi þar hefur verið harðlega gagnrýnt megna mannréttindabrota, spillingar og brotalama í stjórnsýslu þess. Í mars á þessu ári var ríkisstofnun sem fór með fangelsismál leyst upp, og lögreglan í landinu tók við stjórn fangelsanna.
Samóa Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira