Segir ekki til fjármagn til að leggja betri vegi um allt land Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. júlí 2020 11:55 Sigþór Sigurðsson, framkvæmdastjóri malbikunarfyrirtækisins Hlaðbær Colas, segir að Ísland hafi ekki efni á því að leggja eins góða vegi og mögulegt er alls staðar um landið. Hann segir stærð landsins og fámenni þjóðarinnar valda því að ekki sé hægt að nota bestu efni sem til eru á alla þá 26 þúsund kílómetra sem vegakerfi Íslands spannar. „Þetta er gífurlegt magn af vegum sem við eigum. Vegagerðin er með helminginn af þessu og sveitarfélög og einkaaðilar hinn helminginn. Við erum bara 365 þúsund hræður hérna, þetta er stórt land, og við erum með þessa vegi þar sem þú kemur út úr þéttbýlisstöðunum, austur fyrir Selfoss og norður fyrir Borgarnes, þá tekur við bara klæðing. Tjörunni eða bikinu er sprautað og steinunum dreift í,“ sagði Sigþór í viðtali við Bítið á Bylgjunni í morgun. Hann segir að á þeim vegum sem hann nefnir sé hágæðaefni ekki notað til malbikunar. „Enda höfum við bara ekki efni á því að leggja þá betri vegi um allt þetta svæði. Þetta er svo fátt fólk í stóru landi,“ segir Sigþór. Hann segir um ágætis lausn að ræða þegar um er að ræða umferð upp á þúsund bíla á sólarhring. „Við lendum víða í vandræðum af því að, sérstaklega yfir hásumarið þegar traffíkin er af túristum og núna af okkur Íslendingum, þá fer umferðin náttúrulega langt upp fyrir þessa tölu þó hún sé langt undir því yfir veturinn. Þá lendum við í vandræðum.“ Hann segir um að ræða þunn lög á veginum sem þola ekki mikla umferð. Heyra má viðtalið við Sigþór í heild sinni í spilaranum efst í fréttinni. Samgöngur Bítið Umferðaröryggi Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjá meira
Sigþór Sigurðsson, framkvæmdastjóri malbikunarfyrirtækisins Hlaðbær Colas, segir að Ísland hafi ekki efni á því að leggja eins góða vegi og mögulegt er alls staðar um landið. Hann segir stærð landsins og fámenni þjóðarinnar valda því að ekki sé hægt að nota bestu efni sem til eru á alla þá 26 þúsund kílómetra sem vegakerfi Íslands spannar. „Þetta er gífurlegt magn af vegum sem við eigum. Vegagerðin er með helminginn af þessu og sveitarfélög og einkaaðilar hinn helminginn. Við erum bara 365 þúsund hræður hérna, þetta er stórt land, og við erum með þessa vegi þar sem þú kemur út úr þéttbýlisstöðunum, austur fyrir Selfoss og norður fyrir Borgarnes, þá tekur við bara klæðing. Tjörunni eða bikinu er sprautað og steinunum dreift í,“ sagði Sigþór í viðtali við Bítið á Bylgjunni í morgun. Hann segir að á þeim vegum sem hann nefnir sé hágæðaefni ekki notað til malbikunar. „Enda höfum við bara ekki efni á því að leggja þá betri vegi um allt þetta svæði. Þetta er svo fátt fólk í stóru landi,“ segir Sigþór. Hann segir um ágætis lausn að ræða þegar um er að ræða umferð upp á þúsund bíla á sólarhring. „Við lendum víða í vandræðum af því að, sérstaklega yfir hásumarið þegar traffíkin er af túristum og núna af okkur Íslendingum, þá fer umferðin náttúrulega langt upp fyrir þessa tölu þó hún sé langt undir því yfir veturinn. Þá lendum við í vandræðum.“ Hann segir um að ræða þunn lög á veginum sem þola ekki mikla umferð. Heyra má viðtalið við Sigþór í heild sinni í spilaranum efst í fréttinni.
Samgöngur Bítið Umferðaröryggi Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjá meira