Þórður Snær svekktur vegna fyrirhugaðs styrks til fjölmiðla Jakob Bjarnar skrifar 6. júlí 2020 21:23 Þórður Snær er þungorður í pistli vegna reglugerðar sem gefin hefur verið út vegna styrkveitinga til fjölmiðla. Hann segir útfærsluna aðför að fjölmiðlafrelsi. visir/vilhelm/egill Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, var falið, að útfæra með reglugerð fyrirkomulag við úthlutun 400 milljóna króna „sérstaks rekstrarstuðnings við einkarekna fjölmiðla til að mæta efnahagslegum áhrifum COVID-19,“ eins og það er orðað í sérstakri tilkynningu á stjórnarráðsvefnum. Reglugerðin liggur fyrir og hún hefur verið kynnt ríkisstjórn og liggur fyrir á vefnum. Aðför að fjölmiðlafrelsi Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Kjarnans er afar ósáttur við útfærsluna og er þungorður í pistli sem hann birtir á Facebook-síðu sinni. „Þessi reglugerð sem kynnt var í dag er aðför að fjölmiðlafrelsi á Íslandi og þar af leiðandi að mikilvægri lýðræðisstoð. Það er verið að verðlauna þá sem eru reknir illa fyrir milljarða úr vösum sérhagsmunaaðila og það er verið að gera þeim kleift að reka ósjálfbær rekstrarmódel, í engum takti við nútímann, áfram með tilheyrandi skaða fyrir þá sem reyna að reka sig á viðskiptalegum forsendum. Svo einfalt er það,“ segir Þórður Snær. Þórður Snær segir að nú sé verið að verðlauna þá sem eru reknir illa fyrir milljarða úr vösum sérhagsmunaaðila og það er verið að gera þeim kleift að reka ósjálfbær rekstrarmódel, í engum takti við nútímann. Ritstjóri Kjarnans segir að ekki hafi verið við öðru að búast; „enda fyrirliggjandi hvar pólitíkin og fjölmiðlar fara saman á Íslandi.“ Stuðningurinn að hámarki fjórðungur rekstrarkostnaðar Að sögn er styrkurinn hugsaður til að mæta efnahagslegum áhrifum heimsfaraldurs kórónaveiru sem samþykkt voru á Alþingi þann 11. maí. Hins vegar þýðir þetta að fyrirhugaður stuðningur sem Lilja hefur kynnt til einkarekinna fjölmiðla hefur verið settur á ís. Við ákvörðun um fjárhæð stuðnings skal litið til launa, fjölda starfsmanna og verktakagreiðsla vegna miðlunar á fréttum og fréttatengdu efni á ritstjórnum árið 2019, ásamt útgáfutíðni miðilsins og fjölbreytileika. Þá segir: „Stuðningurinn verður að hámarki 25% af stuðningshæfum rekstrarkostnaði umsækjenda en stuðningur til hvers umsækjenda getur ekki orðið hærri en sem nemur 25% af þeirri fjárveitingu sem Alþingi hefur úthlutað til sérstaks rekstrarstuðnings.“ Er þetta í svipuðum dúr og kynnt hafði verið fyrir Covid-19 með fyrirhugaðan stuðning við miðla á markaði. Efni fjölbreytt og fyrir allan almenning Þá er tíundað að undir stuðningshæfan rekstrarkostnað falli beinn launakostnaður umsækjanda til blaða- og fréttamanna, ritstjóra og aðstoðarritstjóra, myndatökumanna og ljósmyndara á árinu 2019 vegna miðlunar á fréttum og fréttatengdu efni og beinar verktakagreiðslur til sambærilegra aðila. Þá segir að fari svo að heildarfjárhæð samþykktra umsókna um stuðningshæfan rekstrarkostnað verði umfram fjárveitingar Alþingis skerðist stuðningurinn til allra umsækjenda í jöfnum hlutföllum. Meðal skilyrða, svo vitnað sé beint í tilkynninguna, fyrir sérstökum rekstrarstuðningi eru: Fjölmiðill skal vera skráður eða hafa leyfi til hljóð- eða myndmiðlunar Efni sem birtist í fjölmiðli skal vera fjölbreytt og ætlað fyrir almenning á Íslandi. Staðbundnir fjölmiðar eru undanþegnir þessu skilyrði. Fjölmiðill skal hafa starfað með leyfi frá fjölmiðlanefnd, hafa staðið skil á árlegri skýrslugjöf til hennar og veitt nefndinni fullnægjandi gögn og upplýsingar um eignarhald sitt, þar með talin gögn um raunverulega eigendur. Fjölmiðill skal ekki vera í vanskilum með opinber gjöld, skatta og skattsektir. Umsjón með umsóknarferli og mat á umsóknum verður á höndum fjölmiðlanefndar og mun hún skila tillögum um úthlutun stuðningsins til ráðherra. Nánari upplýsingar verður að finna á vef fjölmiðlanefndar á næstu dögum. Umsóknir skulu afgreiddar fyrir 1. september 2020 Fjölmiðlar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Sjá meira
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, var falið, að útfæra með reglugerð fyrirkomulag við úthlutun 400 milljóna króna „sérstaks rekstrarstuðnings við einkarekna fjölmiðla til að mæta efnahagslegum áhrifum COVID-19,“ eins og það er orðað í sérstakri tilkynningu á stjórnarráðsvefnum. Reglugerðin liggur fyrir og hún hefur verið kynnt ríkisstjórn og liggur fyrir á vefnum. Aðför að fjölmiðlafrelsi Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Kjarnans er afar ósáttur við útfærsluna og er þungorður í pistli sem hann birtir á Facebook-síðu sinni. „Þessi reglugerð sem kynnt var í dag er aðför að fjölmiðlafrelsi á Íslandi og þar af leiðandi að mikilvægri lýðræðisstoð. Það er verið að verðlauna þá sem eru reknir illa fyrir milljarða úr vösum sérhagsmunaaðila og það er verið að gera þeim kleift að reka ósjálfbær rekstrarmódel, í engum takti við nútímann, áfram með tilheyrandi skaða fyrir þá sem reyna að reka sig á viðskiptalegum forsendum. Svo einfalt er það,“ segir Þórður Snær. Þórður Snær segir að nú sé verið að verðlauna þá sem eru reknir illa fyrir milljarða úr vösum sérhagsmunaaðila og það er verið að gera þeim kleift að reka ósjálfbær rekstrarmódel, í engum takti við nútímann. Ritstjóri Kjarnans segir að ekki hafi verið við öðru að búast; „enda fyrirliggjandi hvar pólitíkin og fjölmiðlar fara saman á Íslandi.“ Stuðningurinn að hámarki fjórðungur rekstrarkostnaðar Að sögn er styrkurinn hugsaður til að mæta efnahagslegum áhrifum heimsfaraldurs kórónaveiru sem samþykkt voru á Alþingi þann 11. maí. Hins vegar þýðir þetta að fyrirhugaður stuðningur sem Lilja hefur kynnt til einkarekinna fjölmiðla hefur verið settur á ís. Við ákvörðun um fjárhæð stuðnings skal litið til launa, fjölda starfsmanna og verktakagreiðsla vegna miðlunar á fréttum og fréttatengdu efni á ritstjórnum árið 2019, ásamt útgáfutíðni miðilsins og fjölbreytileika. Þá segir: „Stuðningurinn verður að hámarki 25% af stuðningshæfum rekstrarkostnaði umsækjenda en stuðningur til hvers umsækjenda getur ekki orðið hærri en sem nemur 25% af þeirri fjárveitingu sem Alþingi hefur úthlutað til sérstaks rekstrarstuðnings.“ Er þetta í svipuðum dúr og kynnt hafði verið fyrir Covid-19 með fyrirhugaðan stuðning við miðla á markaði. Efni fjölbreytt og fyrir allan almenning Þá er tíundað að undir stuðningshæfan rekstrarkostnað falli beinn launakostnaður umsækjanda til blaða- og fréttamanna, ritstjóra og aðstoðarritstjóra, myndatökumanna og ljósmyndara á árinu 2019 vegna miðlunar á fréttum og fréttatengdu efni og beinar verktakagreiðslur til sambærilegra aðila. Þá segir að fari svo að heildarfjárhæð samþykktra umsókna um stuðningshæfan rekstrarkostnað verði umfram fjárveitingar Alþingis skerðist stuðningurinn til allra umsækjenda í jöfnum hlutföllum. Meðal skilyrða, svo vitnað sé beint í tilkynninguna, fyrir sérstökum rekstrarstuðningi eru: Fjölmiðill skal vera skráður eða hafa leyfi til hljóð- eða myndmiðlunar Efni sem birtist í fjölmiðli skal vera fjölbreytt og ætlað fyrir almenning á Íslandi. Staðbundnir fjölmiðar eru undanþegnir þessu skilyrði. Fjölmiðill skal hafa starfað með leyfi frá fjölmiðlanefnd, hafa staðið skil á árlegri skýrslugjöf til hennar og veitt nefndinni fullnægjandi gögn og upplýsingar um eignarhald sitt, þar með talin gögn um raunverulega eigendur. Fjölmiðill skal ekki vera í vanskilum með opinber gjöld, skatta og skattsektir. Umsjón með umsóknarferli og mat á umsóknum verður á höndum fjölmiðlanefndar og mun hún skila tillögum um úthlutun stuðningsins til ráðherra. Nánari upplýsingar verður að finna á vef fjölmiðlanefndar á næstu dögum. Umsóknir skulu afgreiddar fyrir 1. september 2020
Fjölmiðlar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Sjá meira